Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2022 09:13 Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla harðlega vegna umfjöllunar þeirra um stríðið í Úkraínu. Vísir/vilhelm Sendiráð Rússlands á Íslandi hefur birt færslu á Facebook þar sem vísað er til þess að íslenskir miðlar hafi fjallað um að Facebook hafi fjarlægt færslur þar sem sendiráðið hélt því fram að Rússar hefðu ekki ráðist á fæðingar- og barnaspítala í Maríupól, heldur hefði verið um að ræða sviðsetningu af hálfu Úkraínumanna. Í færslunni er meðal annars vísað til þess að sannanir liggi fyrir til stuðnings þess að myndir sem teknar voru á vettvangi hafi verið settar á svið. Úkraínska samfélagsmiðlastjarnan Maríanna Podgurskaya hafi verið þar, að sögn Rússa, í þeim tilgangi að leika fjölda óléttra kvenna. Hér er mynd af konunni sem Podgurskaya á að hafa leikið á vettvangi árásarinnar á fæðingarspítalann í Maríupól. AP Photo/Evgeniy Maloletka „Til áminningar þá lagði Rússneska sambandsríkið á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þann 11. mars síðastliðinn fram óyggjandi sannanir þess að þessari sögu, sem vestrænir fjölmiðlar dreifa, um meinta árás er ekki hægt að treysta,“ skrifar sendiráðið í færslunni. „Þetta var sviðsett blekking sem úkraínska fyrirsætan og bloggarinn Maríanna Podgurskaya tók þátt í sem meint fórnarlamb árásarinar. Hún klæddist ýmsum búningum og var förðuð á mismunandi hátt til að leika tvær mismunandi konur á ljósmyndunum,“ segir í færslunni. Mariana Vishegirskaya stendur fyrir utan sjúkrahúsið í kjölfar eldflaugaárásarinnar. Hún lifði árásina af og dóttir hennar kom í heiminn daginn eftir.AP Photo/Mstyslav Chernov Hið rétta er að Podgurskaya var sannarlega á spítalanum þegar árásin átti sér stað og var flutt á annað sjúkrahús í kjölfarið, þar sem hún eignaðist barn daginn eftir. Hin konan, sem Podgurskaya á að hafa leikið, lést á öðru sjúkrahúsi í borginni daginn eftir. Hún var illa særð, mjaðmargrind hennar hafði kramist eftir árásina og hún farið úr mjaðmarlið. Þá mátti sjá á ljósmyndunum að hún hafði særst alvarlega á kviði. Sendiráðið gagnrýnir þá að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki fjallað um fordómafullar árásir gegn Rússum og hvatningu til þjóðarmorðs á Rússum. Nefnir sendiráðið í því samhengi orðræðu úkraínska fréttamannsins Fakhrudin Sharafmal sem hvatti í beinni útsendingu á miðvikudag til þess að úkraínskir hermenn myrtu rússnesk börn. Hann sagði að ef hann fengi tækifæri til að myrða Rússa myndi hann grípa það. „Fyrst ég er kallaður nasisti þá trúi ég á hugmyndir Adolfs Eichmanns og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að tryggja að hvorki þú né börn þín munið fá að búa á þessari jörðu,“ sagði Sharafmal og mynd af Eichmann birtist á skjánum. Vísaði hann í yfirlýsingunni til þess að rússnesk stjórnvöld setja nasista ráða ríkjum í Úkraínu og að meginmarkmið hernaðaraðgerðanna þar sé að uppræta nasismann sem hafi fengið að ríkja þar. Sharafmal hefur síðan beðist afsökunar á yfirlýsingunni og yfirmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi Sharafmal harðlega fyrir ummælin í gær. Sendiráðið segist svekkt að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki minnst á þetta í sínum fréttaflutningi. „Við erum þeirrar skoðunar að þau ríki sem mála sig sem ákafa talsmenn mannréttinda ættu ekki að hundsa þessa birtingarmynd markmiða nasistanna í Úkraínu.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Í færslunni er meðal annars vísað til þess að sannanir liggi fyrir til stuðnings þess að myndir sem teknar voru á vettvangi hafi verið settar á svið. Úkraínska samfélagsmiðlastjarnan Maríanna Podgurskaya hafi verið þar, að sögn Rússa, í þeim tilgangi að leika fjölda óléttra kvenna. Hér er mynd af konunni sem Podgurskaya á að hafa leikið á vettvangi árásarinnar á fæðingarspítalann í Maríupól. AP Photo/Evgeniy Maloletka „Til áminningar þá lagði Rússneska sambandsríkið á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þann 11. mars síðastliðinn fram óyggjandi sannanir þess að þessari sögu, sem vestrænir fjölmiðlar dreifa, um meinta árás er ekki hægt að treysta,“ skrifar sendiráðið í færslunni. „Þetta var sviðsett blekking sem úkraínska fyrirsætan og bloggarinn Maríanna Podgurskaya tók þátt í sem meint fórnarlamb árásarinar. Hún klæddist ýmsum búningum og var förðuð á mismunandi hátt til að leika tvær mismunandi konur á ljósmyndunum,“ segir í færslunni. Mariana Vishegirskaya stendur fyrir utan sjúkrahúsið í kjölfar eldflaugaárásarinnar. Hún lifði árásina af og dóttir hennar kom í heiminn daginn eftir.AP Photo/Mstyslav Chernov Hið rétta er að Podgurskaya var sannarlega á spítalanum þegar árásin átti sér stað og var flutt á annað sjúkrahús í kjölfarið, þar sem hún eignaðist barn daginn eftir. Hin konan, sem Podgurskaya á að hafa leikið, lést á öðru sjúkrahúsi í borginni daginn eftir. Hún var illa særð, mjaðmargrind hennar hafði kramist eftir árásina og hún farið úr mjaðmarlið. Þá mátti sjá á ljósmyndunum að hún hafði særst alvarlega á kviði. Sendiráðið gagnrýnir þá að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki fjallað um fordómafullar árásir gegn Rússum og hvatningu til þjóðarmorðs á Rússum. Nefnir sendiráðið í því samhengi orðræðu úkraínska fréttamannsins Fakhrudin Sharafmal sem hvatti í beinni útsendingu á miðvikudag til þess að úkraínskir hermenn myrtu rússnesk börn. Hann sagði að ef hann fengi tækifæri til að myrða Rússa myndi hann grípa það. „Fyrst ég er kallaður nasisti þá trúi ég á hugmyndir Adolfs Eichmanns og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að tryggja að hvorki þú né börn þín munið fá að búa á þessari jörðu,“ sagði Sharafmal og mynd af Eichmann birtist á skjánum. Vísaði hann í yfirlýsingunni til þess að rússnesk stjórnvöld setja nasista ráða ríkjum í Úkraínu og að meginmarkmið hernaðaraðgerðanna þar sé að uppræta nasismann sem hafi fengið að ríkja þar. Sharafmal hefur síðan beðist afsökunar á yfirlýsingunni og yfirmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi Sharafmal harðlega fyrir ummælin í gær. Sendiráðið segist svekkt að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki minnst á þetta í sínum fréttaflutningi. „Við erum þeirrar skoðunar að þau ríki sem mála sig sem ákafa talsmenn mannréttinda ættu ekki að hundsa þessa birtingarmynd markmiða nasistanna í Úkraínu.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira