Frosti gengst við ásökunum fyrrverandi kærustu Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2022 20:06 Frosti Logason. Vísir/Vilhelm Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, segist gangast við ásökunum fyrrverandi kærustu sinnar um andlegt ofbeldi en viðtal við hana birtist í Stundinni í morgun. Hann er kominn í leyfi frá störfum hjá Stöð 2. Frosti og Edda Pétursdóttir áttu í sambandi á árunum 2009-2012 og var Edda í viðtali í hlaðvarpinu Eigin konur sem birtist í Stundinni í morgun. Þar segist hún hafa lifað í stöðugum ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni. Myndböndin hafi hann tekið upp án hennar vitundar á meðan þau voru enn saman. Nú hefur Frosti stigið fram og gengist við ásökununum. Í yfirlýsingu Frosta, sem birtist á Facebook, segist hann taka fulla ábyrgð á sinni hegðun og ekki rengja hennar upplifun. „Samband okkar var ekki heilbrigt og framkoma okkar við hvort annað langt í frá til fyrirmyndar. Ég var á mjög vondum stað á þessum tíma. Ég tók sambandsslit okkar mjög nærri mér og í kjölfar þeirra kom hryllilegt tímabil þar sem ég var haldinn þráhyggju og sagði og gerði hluti sem ég sé mikið eftir,“ skrifar Frosti. Í viðtalinu við Eddu kemur einnig fram að Frosti hafi áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Frosti segist, með hjálp sálfræðings og tólf spora samtaka, hafa hafið bataferil. Hluti af því hafi verið að eyða öllum þeirra fyrri samskiptum. „Ég hef því ekki gert mér grein fyrir nákvæmlega hvað ég hafði sagt og skrifað á þessu tímabili fyrr en ég sá viðtalið við hana í morgun,“ skrifar Frosti. „Ég veit að ekkert getur bætt fyrir hegðun mína, það minnsta sem ég get gert er að gangast við því sem ég gerði og biðjast innilega afsökunar.“ Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar Uppfært 17. mars klukkan 12:18 Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla Stöðvar 2, segir í samtali við fréttastofu að Frosti sé kominn í leyfi frá störfum. Frosti hafi sjálfur óskað eftir því að fara í leyfi þegar málið kom upp og orðið hafi verið við þeirri beiðni. Stafrænt ofbeldi MeToo Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Frosti og Edda Pétursdóttir áttu í sambandi á árunum 2009-2012 og var Edda í viðtali í hlaðvarpinu Eigin konur sem birtist í Stundinni í morgun. Þar segist hún hafa lifað í stöðugum ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni. Myndböndin hafi hann tekið upp án hennar vitundar á meðan þau voru enn saman. Nú hefur Frosti stigið fram og gengist við ásökununum. Í yfirlýsingu Frosta, sem birtist á Facebook, segist hann taka fulla ábyrgð á sinni hegðun og ekki rengja hennar upplifun. „Samband okkar var ekki heilbrigt og framkoma okkar við hvort annað langt í frá til fyrirmyndar. Ég var á mjög vondum stað á þessum tíma. Ég tók sambandsslit okkar mjög nærri mér og í kjölfar þeirra kom hryllilegt tímabil þar sem ég var haldinn þráhyggju og sagði og gerði hluti sem ég sé mikið eftir,“ skrifar Frosti. Í viðtalinu við Eddu kemur einnig fram að Frosti hafi áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Frosti segist, með hjálp sálfræðings og tólf spora samtaka, hafa hafið bataferil. Hluti af því hafi verið að eyða öllum þeirra fyrri samskiptum. „Ég hef því ekki gert mér grein fyrir nákvæmlega hvað ég hafði sagt og skrifað á þessu tímabili fyrr en ég sá viðtalið við hana í morgun,“ skrifar Frosti. „Ég veit að ekkert getur bætt fyrir hegðun mína, það minnsta sem ég get gert er að gangast við því sem ég gerði og biðjast innilega afsökunar.“ Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar Uppfært 17. mars klukkan 12:18 Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla Stöðvar 2, segir í samtali við fréttastofu að Frosti sé kominn í leyfi frá störfum. Frosti hafi sjálfur óskað eftir því að fara í leyfi þegar málið kom upp og orðið hafi verið við þeirri beiðni.
Stafrænt ofbeldi MeToo Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira