Félagskonur FKA fjölmenna á Sýnileikadaginn 2022 FKA 17. mars 2022 08:51 FJölmargir fyrirlesarar koma fram á Sýnileikadegi FKA sem fram fer í dag. Sýnileikadagur Félags kvenna í atvinnulífinu fer nú fram í annað sinn. Hátt í 400 konur tóku þátt í fyrra og er búist við því að enn fleiri taki þátt í ár. Arna Sif Þorgeirsdóttir, meðlimur skipulagsnefndar segir viðburðinn kominn til að vera. „Það var mikil ánægja með daginn í fyrra og stjórn FKA sá fram á að hægt væri að gera Sýnileikadaginn að árlegum viðburði. Vegna Covid var dagurinn rafrænn í fyrra en nú getum við komið saman og viljum líka halda upp á það að geta sýnt okkur og séð aðra, tengst og kynnst og aflað okkur verkfæra í vinnubeltið sem við tökum með okkur út í starfið og lífið. Viðburðinum verður líka streymt svo þær félagskonur sem komast ekki á staðinn geta tekið þátt. Sýnileikadagurinn er samkoma kvenna sem allar eiga það sameiginlegt að vilja fjárfesta í sjálfri sér í atvinnulífinu,“ útskýrir Arna Sif. Hún segir fyrirlestra dagsins snerta á fjölbreyttum málefnum sem snúa að konum en tíu erindi eru á dagskránni. „Við viljum gefa öllum félagskonum FKA færi á að taka eitthvað út úr þessu sem gagnast þeim á þeirra forsendum. Við erum allar ólíkar og við viljum höfða til kvennanna þar sem þær eru staddar, í rekstri, með börn, í námi, í fæðingarorlofi og svo framvegis, að þær geti allar fengið einhvern lærdóm gegnum daginn. Markmiðið er að efla félagskonur og efla sýnileikann og sýna fram á að það er allt í lagi að taka sitt pláss. Fyrirlesarar dagsins hafa allir mikið fram að færa og fjalla um ólíkt efni sem tengist þó allt því að búa til þau verkfæri sem þarf til að vera sýnilegri,“ segir Arna Sif en fjallað verður um kvenleikann, samfélagsmiðla og internetið, fjölmiðla og markaðsmál svo eitthvað sé nefnt. Arna Sif segir styrk felast í tengslanetinu sem skapist innan FKA. „Í félaginu er hægt að komast í samband við konur í öllum greinum og starfsemin er fjölbreytt. Ég kom ný inn í félagið í haust og ákvað að taka virkan þátt og hef gegnum félagsstarfið kynnst ótrúlega flottum konum. Starfsemi FKA er einnig umfangsmikil um allt land. Við höfum stofnað deildir á Norðurlandi, Vesturlandi, Suðurnesjum og Suðurlandi og hver deild stendur fyrir viðburðum á sínu svæði. Konur geta tekið þátt á eigin forsendum,“ segir Arna Sif. Þau sem koma fram á Sýnileikadegi FKA: Sara Odds flytur erindið Kvenleikinn er okkar styrkur Andreas Ö. M. Aðalsteinsson flytur erindið Stafræn framtíð Erla Björg Gunnarsdóttir fréttastjóri flytur erindið Segðu já við viðtali! Steinar Þór Ólafsson flytur erindið Hvernig smíðar maður hús? Hanna Lilja Oddgeirsdóttir flytur erindið Mitt eigið breytingaskeið Thelma K Kvaran flytur erindið Hafðu hátt, taktu pláss! En ekki vera hávær frekja Danielle Neben flytur erindið Marketing to the Chinese Jóhanna Hildur Ágústsdóttir flytur erindið Að treysta á eigin kunnáttu Rósa Kristinsdóttir og Kristín Hildur Ragnarsdóttir flytja erindið Fortuna Invest/Fjárfesting til framtíðar Hulda Bjarnadóttir flytur lokaorð Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Það var mikil ánægja með daginn í fyrra og stjórn FKA sá fram á að hægt væri að gera Sýnileikadaginn að árlegum viðburði. Vegna Covid var dagurinn rafrænn í fyrra en nú getum við komið saman og viljum líka halda upp á það að geta sýnt okkur og séð aðra, tengst og kynnst og aflað okkur verkfæra í vinnubeltið sem við tökum með okkur út í starfið og lífið. Viðburðinum verður líka streymt svo þær félagskonur sem komast ekki á staðinn geta tekið þátt. Sýnileikadagurinn er samkoma kvenna sem allar eiga það sameiginlegt að vilja fjárfesta í sjálfri sér í atvinnulífinu,“ útskýrir Arna Sif. Hún segir fyrirlestra dagsins snerta á fjölbreyttum málefnum sem snúa að konum en tíu erindi eru á dagskránni. „Við viljum gefa öllum félagskonum FKA færi á að taka eitthvað út úr þessu sem gagnast þeim á þeirra forsendum. Við erum allar ólíkar og við viljum höfða til kvennanna þar sem þær eru staddar, í rekstri, með börn, í námi, í fæðingarorlofi og svo framvegis, að þær geti allar fengið einhvern lærdóm gegnum daginn. Markmiðið er að efla félagskonur og efla sýnileikann og sýna fram á að það er allt í lagi að taka sitt pláss. Fyrirlesarar dagsins hafa allir mikið fram að færa og fjalla um ólíkt efni sem tengist þó allt því að búa til þau verkfæri sem þarf til að vera sýnilegri,“ segir Arna Sif en fjallað verður um kvenleikann, samfélagsmiðla og internetið, fjölmiðla og markaðsmál svo eitthvað sé nefnt. Arna Sif segir styrk felast í tengslanetinu sem skapist innan FKA. „Í félaginu er hægt að komast í samband við konur í öllum greinum og starfsemin er fjölbreytt. Ég kom ný inn í félagið í haust og ákvað að taka virkan þátt og hef gegnum félagsstarfið kynnst ótrúlega flottum konum. Starfsemi FKA er einnig umfangsmikil um allt land. Við höfum stofnað deildir á Norðurlandi, Vesturlandi, Suðurnesjum og Suðurlandi og hver deild stendur fyrir viðburðum á sínu svæði. Konur geta tekið þátt á eigin forsendum,“ segir Arna Sif. Þau sem koma fram á Sýnileikadegi FKA: Sara Odds flytur erindið Kvenleikinn er okkar styrkur Andreas Ö. M. Aðalsteinsson flytur erindið Stafræn framtíð Erla Björg Gunnarsdóttir fréttastjóri flytur erindið Segðu já við viðtali! Steinar Þór Ólafsson flytur erindið Hvernig smíðar maður hús? Hanna Lilja Oddgeirsdóttir flytur erindið Mitt eigið breytingaskeið Thelma K Kvaran flytur erindið Hafðu hátt, taktu pláss! En ekki vera hávær frekja Danielle Neben flytur erindið Marketing to the Chinese Jóhanna Hildur Ágústsdóttir flytur erindið Að treysta á eigin kunnáttu Rósa Kristinsdóttir og Kristín Hildur Ragnarsdóttir flytja erindið Fortuna Invest/Fjárfesting til framtíðar Hulda Bjarnadóttir flytur lokaorð
Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira