Seðlabankastjóri segir heimili og fyrirtæki þola aukið aðhald Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2022 16:31 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur að þegar dragi úr hækkun á verði íbúðarhúsnæðis muni það hjálpa til við að draga úr verðbólgunni. Vísir/Vilhelm Efnahagshorfur hafa versnað vegna stríðsins í Úkraínu að mati fjármálastöðuleikanefndar Seðlabankans. Heimili og fyrirtæki standi þó vel og þoli efnahagslegt aðhald með vaxtahækkunum enda væru raunvextir neikvæðir um þessar mundir í fyrsta skipti í fjörutíu ár. Fjármálastöðugleikanefnd telur að efnahagsbatinn verði hægari en áður var áætlað vegna stríðsins í Úkraínu, sérstaklega ef stríðið dragist álanginn. „Við erum náttúrlega að sjá hækkun á hrávörum sem þýðir að það sem við erum að flytja inn hefur hækkað í verði. Mögulega erum líka við að sjá horfur í ferðaþjónustu versna vegna þessarar stöðu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mikið velti því á hvernig sumarið verði í ferðaþjónustunni. Það geti reynst henni erfitt að verða fyrir öðru áfalli strax á eftir kórónuveirufaraldrinum. „Fyrir þessa grein veltur mjög mikið á því að næsta sumar gangi vel. Ég er ekki að segja að það geri það ekki. En það eru ákveðnir áhættuþættir sem við erum að benda á,“ segir Ásgeir. Eins og hækkun eldsneytisverðs sem komi illa við flugfélögin sem aftur geti leitt til hækkunar á verði farmiða sem gæti dregið ásamt öðrum þáttum úr ferðavilja fólks. Hækkun á verði matvæla í heiminum þýði hins vegar að verð á útfluttum íslenskum matvælum hækki einnig. Verðbólga sé enn allt of mikil hér og í útlöndum þar sem verðbólguhorfur hafi versnað vegna stríðsins. Auk innfluttrar verðbólgu hafi mikil hækkun húsnæðisverðs enn mikil áhrif á verðbólguna hér á landi en síðustu tólf mánuði hafi húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 22 prósent. Seðlabankastjóri segir að raunvextir hafi verið neikvæðir hér á landi um nokkurt skeið í fyrsta sinn í um fjörtíu ár. Því megi reikna með áframhaldandi vaxtahækkunum. „Stýrivextir Seðlabankans eru enn mjög lágir í sögulegu samhengi. Við höfum það lögbunda hlutverk að halda verðbólgu ískefjum. Að einhverju leyti núna erum við að eiga við ytri þætti, hækkanir á hrávöru sem koma inn. Við teljum aðfasteignamarkaðurinn muni áeinhverjum tímapunkti, ekki langt undan, hætta að hækka,“ segir Ásgeir en viðurkennir að erfitt geti verið að eiga við skort á framboði á íbúðarhúsnæði. Vonir séu aftur á móti bundnar við að jafnvægi á húsnæðismarkaði komi til lækkunar verðbólgu. Í millitíðinni ættu bæði fyrirtæki og heimili að þola aukiðpeningalegt aðhald. Enda hafi heimilin að jafnaði aldrei staðið eins vel og nú varðandi skuldastöðu og sparnað og vanskil húsnæðislána hjá stóru bönkunum séu innan við eitt prósent. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ 16. mars 2022 06:00 Krafa ríkisbréfa rýkur upp fyrir fimm prósent, ekki verið hærri í þrjú ár Lánskjör ríkissjóðs við að fjármagna sig á innlendum skuldabréfamarkaði hafa farið hratt versnandi á undanförnum vikum samhliða því að fjárfestar óttast að verðbólgan muni reynast mun meiri en áður var spáð. Þar ræður mestu hækkandi hrávöruverð á alþjóðamörkuðum vegna stríðsátakanna í Úkraínu. 15. mars 2022 09:41 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Fjármálastöðugleikanefnd telur að efnahagsbatinn verði hægari en áður var áætlað vegna stríðsins í Úkraínu, sérstaklega ef stríðið dragist álanginn. „Við erum náttúrlega að sjá hækkun á hrávörum sem þýðir að það sem við erum að flytja inn hefur hækkað í verði. Mögulega erum líka við að sjá horfur í ferðaþjónustu versna vegna þessarar stöðu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mikið velti því á hvernig sumarið verði í ferðaþjónustunni. Það geti reynst henni erfitt að verða fyrir öðru áfalli strax á eftir kórónuveirufaraldrinum. „Fyrir þessa grein veltur mjög mikið á því að næsta sumar gangi vel. Ég er ekki að segja að það geri það ekki. En það eru ákveðnir áhættuþættir sem við erum að benda á,“ segir Ásgeir. Eins og hækkun eldsneytisverðs sem komi illa við flugfélögin sem aftur geti leitt til hækkunar á verði farmiða sem gæti dregið ásamt öðrum þáttum úr ferðavilja fólks. Hækkun á verði matvæla í heiminum þýði hins vegar að verð á útfluttum íslenskum matvælum hækki einnig. Verðbólga sé enn allt of mikil hér og í útlöndum þar sem verðbólguhorfur hafi versnað vegna stríðsins. Auk innfluttrar verðbólgu hafi mikil hækkun húsnæðisverðs enn mikil áhrif á verðbólguna hér á landi en síðustu tólf mánuði hafi húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 22 prósent. Seðlabankastjóri segir að raunvextir hafi verið neikvæðir hér á landi um nokkurt skeið í fyrsta sinn í um fjörtíu ár. Því megi reikna með áframhaldandi vaxtahækkunum. „Stýrivextir Seðlabankans eru enn mjög lágir í sögulegu samhengi. Við höfum það lögbunda hlutverk að halda verðbólgu ískefjum. Að einhverju leyti núna erum við að eiga við ytri þætti, hækkanir á hrávöru sem koma inn. Við teljum aðfasteignamarkaðurinn muni áeinhverjum tímapunkti, ekki langt undan, hætta að hækka,“ segir Ásgeir en viðurkennir að erfitt geti verið að eiga við skort á framboði á íbúðarhúsnæði. Vonir séu aftur á móti bundnar við að jafnvægi á húsnæðismarkaði komi til lækkunar verðbólgu. Í millitíðinni ættu bæði fyrirtæki og heimili að þola aukiðpeningalegt aðhald. Enda hafi heimilin að jafnaði aldrei staðið eins vel og nú varðandi skuldastöðu og sparnað og vanskil húsnæðislána hjá stóru bönkunum séu innan við eitt prósent.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ 16. mars 2022 06:00 Krafa ríkisbréfa rýkur upp fyrir fimm prósent, ekki verið hærri í þrjú ár Lánskjör ríkissjóðs við að fjármagna sig á innlendum skuldabréfamarkaði hafa farið hratt versnandi á undanförnum vikum samhliða því að fjárfestar óttast að verðbólgan muni reynast mun meiri en áður var spáð. Þar ræður mestu hækkandi hrávöruverð á alþjóðamörkuðum vegna stríðsátakanna í Úkraínu. 15. mars 2022 09:41 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ 16. mars 2022 06:00
Krafa ríkisbréfa rýkur upp fyrir fimm prósent, ekki verið hærri í þrjú ár Lánskjör ríkissjóðs við að fjármagna sig á innlendum skuldabréfamarkaði hafa farið hratt versnandi á undanförnum vikum samhliða því að fjárfestar óttast að verðbólgan muni reynast mun meiri en áður var spáð. Þar ræður mestu hækkandi hrávöruverð á alþjóðamörkuðum vegna stríðsátakanna í Úkraínu. 15. mars 2022 09:41