Darri hefur leikið með Haukum allan sinn feril í meistaraflokki. Hann varð deildarmeistari með liðinu á síðasta tímabili og fór með því í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Darri er þriðji markahæsti leikmaður Hauka í Olís-deildinni með 54 mörk.
Auk Darra hefur Ivry samið við danska markvörðinn Jesper Dahl. Hann kemur frá Nordsjælland.
— US Ivry Handball (@USIvryHB) March 16, 2022
Ils porteront les couleurs ivryennes
2025
Arrière gauche Haukar
2024
Arrière droit Nordsjælland HB
#usivryhb #lnh #ivry
Darri, sem er 23 ára, lék tvo leiki með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu og skoraði eitt mark.
Ivry er langefst í frönsku B-deildinni og á góðri leið með að tryggja sér sæti í frönsku úrvalsdeildinni.
Ivry hefur átta sinnum orðið franskur meistari, síðast 2007 þegar Ragnar Óskarsson lék með Parísarliðinu, og einu sinni bikarmeistari.