Utanríkisráðherra undirritar rammasamninga við félagasamtök Heimsljós 15. mars 2022 10:47 Gunnisal Utanríkisráðherra undirritaði í gær rammasamninga við fjögur íslensk félagasamtök sem starfa á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu. Rammasamningarnir munu veita félagasamtökunum dýrmætan fyrirsjáanleika sem auðveldar skipulagningu verkefna og eykur viðbragðsflýti samtakanna, til dæmis þegar neyðarástand skapast. Gengið var til samninga við Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Hjálparstarf kirkjunnar og Rauða krossinn á Íslandi til að styðja verkefni á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu. Einnig var gerður samningur við SOS Barnaþorpin á Íslandi vegna þróunarsamvinnuverkefna. „Við stöndum á ákveðnum tímamótum með undirritun þessara samninga. Undanfarin tvö ár höfum við séð þörfina fyrir mannúðaraðstoð og þróunarsamvinnu aukast og er því mikilvægt fyrir Ísland að standa sem þjóð á meðal þjóða og gera enn meira til að standa við skuldbindingar okkar til alþjóðsamfélagsins,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra við undirritunina. „Félagasamtök gegna hér mikilvægu hlutverki sem traustir samstarfsaðilar og er mikill virðisauki fólginn í samstarfinu,“ sagði ráðherra ennfrekar. Samstarf stjórnvalda við íslensk félagasamtök á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu á sér langa sögu og hefur fjölbreytni verkefna aukist á undanförnum árum. Lagt er upp með að eiga gott samstarf við öflug og virk félagasamtök sem stuðla að árangri í þróunarsamvinnu, framgangi heimsmarkmiðanna og bættum lífskjörum í þróunarríkjum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi leggur áherslu á forvarnir og viðbrögð gegn ofbeldi á börnum. Hafa samtökin mikla reynslu í málaflokknum og hyggjast framkvæma þróunarsamvinnuverkefni í Síerra Leóne og Líberíu sem lúta að forvörnum gegn ofbeldi gagnvart börnum og þjónustu við þolendur. Á sviði mannúðaraðstoðar hyggjast samtökin leggja áherslu á uppbyggingu barnvænna svæða og að veita börnum heildstæða þjónustu sem verða fyrir ofbeldi. Hjálparstarf kirkjunnar leggur áherslu á stuðning við fólk og samfélög með það að leiðarljósi að auka sjálfbærni þeirra, virkja þátttakendur og byggja upp staðbundna þekkingu til að hraða þróun. Verkefni á sviði þróunarsamvinnu eru unnin í Afríku og er lögð áhersla á að auka viðnámsþrótt gegn loftlagsbreytingum, bætta lífsafkomu og jafnrétti kynjanna, og vinnu gegn fátækt. Á sviði mannúðar leggur Hjálparstarf kirkjunnar áherslu á aðstoð í samvinnu við Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna, ACT Alliance og hjálparstarf Lúterska heimssambandsins (Luterian World Federation, LWF). Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Rauði krossinn á Íslandi nær á hverju ári til þúsunda þolenda hamfara, ófriðar og örbirgðar um allan heim. Gegnir Rauði krossinn stoðhlutverki við stjórnvöld á sviði mannúðarmála, líkt og önnur landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans gera hvert í sínu landi. Á sviði þróunarsamvinnu er áhersla lögð á viðnámsþrótt og samfélagslega drifin þróunarverkefni, sjálfbæra endurheimt skóglendis og verkefni á sviði jafnréttismála. Á sviði mannúðaraðstoðar mun RKÍ byggja á reynslu af fyrri rammasamningi og halda áfram að efla það starf sem nú þegar er unnið á þessu sviði. SOS Barnaþorpin á Íslandi leggja áherslu á fjölskyldueflingu, sem felur í sér forvarnarverkefni þar sem sárafátækar barnafjölskyldur fá stuðning til að efla sjálfbærni og eigin þrótt. Eru áherslur þessar tilkomnar vegna reynslu SOS Barnaþorpanna á Íslandi á þessum sviðum hvað varðar aðkomu að mótun verkefna, fjármögnun og eftirlit, og áherslna Íslands á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu og SOS Barnaþorpanna á heimsvísu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent
Gengið var til samninga við Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Hjálparstarf kirkjunnar og Rauða krossinn á Íslandi til að styðja verkefni á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu. Einnig var gerður samningur við SOS Barnaþorpin á Íslandi vegna þróunarsamvinnuverkefna. „Við stöndum á ákveðnum tímamótum með undirritun þessara samninga. Undanfarin tvö ár höfum við séð þörfina fyrir mannúðaraðstoð og þróunarsamvinnu aukast og er því mikilvægt fyrir Ísland að standa sem þjóð á meðal þjóða og gera enn meira til að standa við skuldbindingar okkar til alþjóðsamfélagsins,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra við undirritunina. „Félagasamtök gegna hér mikilvægu hlutverki sem traustir samstarfsaðilar og er mikill virðisauki fólginn í samstarfinu,“ sagði ráðherra ennfrekar. Samstarf stjórnvalda við íslensk félagasamtök á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu á sér langa sögu og hefur fjölbreytni verkefna aukist á undanförnum árum. Lagt er upp með að eiga gott samstarf við öflug og virk félagasamtök sem stuðla að árangri í þróunarsamvinnu, framgangi heimsmarkmiðanna og bættum lífskjörum í þróunarríkjum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi leggur áherslu á forvarnir og viðbrögð gegn ofbeldi á börnum. Hafa samtökin mikla reynslu í málaflokknum og hyggjast framkvæma þróunarsamvinnuverkefni í Síerra Leóne og Líberíu sem lúta að forvörnum gegn ofbeldi gagnvart börnum og þjónustu við þolendur. Á sviði mannúðaraðstoðar hyggjast samtökin leggja áherslu á uppbyggingu barnvænna svæða og að veita börnum heildstæða þjónustu sem verða fyrir ofbeldi. Hjálparstarf kirkjunnar leggur áherslu á stuðning við fólk og samfélög með það að leiðarljósi að auka sjálfbærni þeirra, virkja þátttakendur og byggja upp staðbundna þekkingu til að hraða þróun. Verkefni á sviði þróunarsamvinnu eru unnin í Afríku og er lögð áhersla á að auka viðnámsþrótt gegn loftlagsbreytingum, bætta lífsafkomu og jafnrétti kynjanna, og vinnu gegn fátækt. Á sviði mannúðar leggur Hjálparstarf kirkjunnar áherslu á aðstoð í samvinnu við Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna, ACT Alliance og hjálparstarf Lúterska heimssambandsins (Luterian World Federation, LWF). Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Rauði krossinn á Íslandi nær á hverju ári til þúsunda þolenda hamfara, ófriðar og örbirgðar um allan heim. Gegnir Rauði krossinn stoðhlutverki við stjórnvöld á sviði mannúðarmála, líkt og önnur landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans gera hvert í sínu landi. Á sviði þróunarsamvinnu er áhersla lögð á viðnámsþrótt og samfélagslega drifin þróunarverkefni, sjálfbæra endurheimt skóglendis og verkefni á sviði jafnréttismála. Á sviði mannúðaraðstoðar mun RKÍ byggja á reynslu af fyrri rammasamningi og halda áfram að efla það starf sem nú þegar er unnið á þessu sviði. SOS Barnaþorpin á Íslandi leggja áherslu á fjölskyldueflingu, sem felur í sér forvarnarverkefni þar sem sárafátækar barnafjölskyldur fá stuðning til að efla sjálfbærni og eigin þrótt. Eru áherslur þessar tilkomnar vegna reynslu SOS Barnaþorpanna á Íslandi á þessum sviðum hvað varðar aðkomu að mótun verkefna, fjármögnun og eftirlit, og áherslna Íslands á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu og SOS Barnaþorpanna á heimsvísu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent