Bernardo Silva: Erum samt ennþá í betri stöðu en Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2022 08:30 Bernardo Silva gengur svekktur af velli eftir markalaust jafntefli Manchester City á móti Crystal Palace í gærkvöldi. AP/Matt Dunham Manchester City leikmaðurinn Bernardo Silva sá það góða í stöðunni þrátt fyrir markalaust jafntefli liðsins á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. City er fjórum stigum á undan Liverpool en Liverpool-menn eiga leik inni sem verður á móti Arsenal á útivelli annað kvöld. Liverpool getur þar minnkað forskot City í eitt stig en þessi úrslit þýða líka að Liverpool verður enskur meistari ef liðið vinnur alla leikina sem það á eftir. Man City star Silva: I would rather be in our position than Liverpool'shttps://t.co/yyAXkT1Fse #ManchesterCity— Sports Tak (@sports_tak) March 15, 2022 „Við náðum ekki að skora en við áttum að skora,“ sagði Bernardo Silva við Sky Sports í leikslok. „Það eru níu leikir eftir en það er samt betra að vera í okkar stöðu en í stöðu Liverpool. Þeir þurfa líka að mæta okkur á okkar heimavelli sem verður mjög spennandi leikur,“ sagði Silva. „Það er aldrei auðvelt að spila á móti liði í ensku úrvalsdeildinni á útivelli. Það er alltaf betra að vinna en að gera jafntefli og við vildum ná sex stiga forskoti á Liverpool,“ sagði Silva. „Heppni er ekki til í fótbolta. Við verðum að skora mörk og okkur tókst það ekki,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, við breska ríkisútvarpið eftir leik. Bernardo Silva sends blunt title message to Liverpool after Man City draw https://t.co/9FOKruEtec— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) March 15, 2022 „Við spilum til að skora mörk og fá ekki mörg á okkur. Við áttum í smá vandræðum. Ég var samt mjög ánægður með frammistöðuna og hvernig við spiluðum þennan leik,“ sagði Guardiola. Fyrir átta vikum þá var Manchester City með þrettán stiga forskot í deildinni en Liverpool var þá í þriðja sæti en átti tvo leiki inni. „Við vorum aldrei með þrettán stiga forskot því Liverpool átti tvo leiki inni. Nú eru þetta fjögur stig og þeir eiga leik inni. Við höfum átt mjög erfiða leiki á móti Tottenham, Manchester United, Everton, Southampton og Crystal Palace. Það eru fleiri erfiðir leikir fram undan. Við erum samt ennþá á toppnum,“ sagði Bernardo Silva við BBC. Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sjá meira
City er fjórum stigum á undan Liverpool en Liverpool-menn eiga leik inni sem verður á móti Arsenal á útivelli annað kvöld. Liverpool getur þar minnkað forskot City í eitt stig en þessi úrslit þýða líka að Liverpool verður enskur meistari ef liðið vinnur alla leikina sem það á eftir. Man City star Silva: I would rather be in our position than Liverpool'shttps://t.co/yyAXkT1Fse #ManchesterCity— Sports Tak (@sports_tak) March 15, 2022 „Við náðum ekki að skora en við áttum að skora,“ sagði Bernardo Silva við Sky Sports í leikslok. „Það eru níu leikir eftir en það er samt betra að vera í okkar stöðu en í stöðu Liverpool. Þeir þurfa líka að mæta okkur á okkar heimavelli sem verður mjög spennandi leikur,“ sagði Silva. „Það er aldrei auðvelt að spila á móti liði í ensku úrvalsdeildinni á útivelli. Það er alltaf betra að vinna en að gera jafntefli og við vildum ná sex stiga forskoti á Liverpool,“ sagði Silva. „Heppni er ekki til í fótbolta. Við verðum að skora mörk og okkur tókst það ekki,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, við breska ríkisútvarpið eftir leik. Bernardo Silva sends blunt title message to Liverpool after Man City draw https://t.co/9FOKruEtec— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) March 15, 2022 „Við spilum til að skora mörk og fá ekki mörg á okkur. Við áttum í smá vandræðum. Ég var samt mjög ánægður með frammistöðuna og hvernig við spiluðum þennan leik,“ sagði Guardiola. Fyrir átta vikum þá var Manchester City með þrettán stiga forskot í deildinni en Liverpool var þá í þriðja sæti en átti tvo leiki inni. „Við vorum aldrei með þrettán stiga forskot því Liverpool átti tvo leiki inni. Nú eru þetta fjögur stig og þeir eiga leik inni. Við höfum átt mjög erfiða leiki á móti Tottenham, Manchester United, Everton, Southampton og Crystal Palace. Það eru fleiri erfiðir leikir fram undan. Við erum samt ennþá á toppnum,“ sagði Bernardo Silva við BBC.
Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sjá meira