Safnaðarmeðlimum Smárakirkju hefur fækkað um þriðjung Sunna Valgerðardóttir skrifar 14. mars 2022 18:38 Krossinn gekk í endurnýjun lífdaga árið 2014 eftir að Gunnar Þorsteinsson sagði skilið við söfnuðinn. Nafninu var breytt í Smárakirkju og flutti félagið úr Smárunum í Kópavogi yfir í Hamrahverfi í Grafarvogi. Vísir/Arnar Forstöðukona Smárakirkju segir áskanir um rasisma og fordóma innan safnaðarins eiga ekki við nein rök að styðjast. Hún hefði sjálf viljað vera svört og í kirkjunni hafi starfað þeldökkur maður. Það hefur fækkað um þriðjung í söfnuðinum síðan 2014. Steinunn Anna Radha sagði sögu sína í Kompás af ofbeldi og fordómum innan Smárakirkju þegar hún var unglingur. Hún varð fyrir alvarlegu ofbeldi af hendi unglingaleiðtoga innan kirkjunnar. Sértrúarsöfnuðurinn Krossinn breytti nafni sínu í Smárakirkju 2014 og Gunnar Þorsteinsson hætti sem forstöðumaður eftir ítrekuð hneykslismál. Dóttir hans, Sigurbjörg Gunnarsdóttir, tók við taumunum. Krossinn náði toppnum árið 2014 Það hefur fækkað í Smárakirkju, áður Krossinum, undanfarinn áratug. Safnaðarmeðlimir Krossins voru um 560 árið 2011 og náðu mest upp í rúmlega 600 árið 2014. Þá var breytt um nafn og ímynd, en félögum hefur mikið síðan og eru nú rúmlega 400. Smárakirkja hefur fengið tæpar 45 milljónir í sóknargjöld frá ríkinu síðustu tíu ár. „Þeldökkir aðilar” nokkrir af bestu vinunum Í tilkynningu sem Smárakirkju sendi frá sér eftir að Kompás fór í loftið fyrir viku kom fram að maðurinn sem beitti Steinunni ofbeldi hafi verið rekinn úr söfnuðinum eftir stutt starf. Nokkrir velunnarar Smárakirkju, meðal annars Sigurbjörg, hafa farið mikinn á kommentakerfunum um efni þáttarins. Meðal þeirra er Linda Baldvinsdóttir sem segir meðal annars á Facebook að frásögn Steinunnar hafi verið ósönn. Sömuleiðis segir hún að enginn rasismi eða fordómar séu innan safnaðarins. Enda séu „nokkrir af bestu vinum Sigurbjargar nú þeldökkir aðilar.” Svart fólk eldist betur og Whitney Houston söng vel Í gær birtist myndbandsupptaka á vefsíðu Smárakirkju af predikun Sigurbjargar þar sem hún vísar öllum ásökunum um fordóma gagnvart hörundsdökku fólki og hinsegin fólki til föðurhúsanna. „Hefði ég fengið að velja það þá held ég að ég hefði kosið að vera frekar svört. Svart fólk, til dæmis, eldist betur. Nei, ég segi svona. Í alvöru talað. Hafið þið heyrt söngkonu, Whitney Houston? Halló! Ég vildi óska þess.” Hún nefnir máli sínu til stuðnings að kirkjan hafi um tíma haft þeldökkan aðstoðar pastor, hommar og lesbíur séu velkomin og tattú séu ekki illa séð, enda sé hún sjálf með tattú í augabrúnunum. Gefur lítið fyrir mótbyr Steinunn segist í samtali við fréttastofu gefa lítið fyrir þann mótbyr sem hún hefur orðið fyrir af hendi safnaðarmeðlima Smárakirkju eftir viðtalið. Jákvæðu skilaboðin séu mun fleiri en þau neikvæðu og þetta sé þess virði til að varpa ljósi á þau viðhorf sem ríkja innan kristilegra bókstafstrúarsafnaða. Fréttastofa hefur tvívegis beðið Sigurbjörgu um viðtal vegna málsins, bæði áður en Kompás kom út og eftir á, en hún afþakkaði í bæði skiptin. Trúmál Kompás Tengdar fréttir Sigurbjörg í Smárakirkju hefði kosið að vera svört Sigurbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Smárakirkju, hafnar því að kynþáttafordómar eða fordómar gagnvart hinsegin fólki þrífist innan safnaðarins. Hún segist hefði kosið sjálf að vera svört, eins og Whitney Houston, og segir svart fólk líka eldast betur. Þetta kom fram í guðsþjónustu í Smárakirkju í gær. 14. mars 2022 13:54 Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. 13. mars 2022 19:31 Smárakirkja hafnar því að vera sértrúarsöfnuður Stjórn Smárakirkju, áður Krossins, segir að unglingaleiðtogi sem beitti viðmælanda Kompáss kynferðisofbeldi á meðan hún var í kirkjunni hafi aðeins starfað hjá Smárakirkju í um þrjá mánuði. Honum hafi verið vísað úr þjónustu vegna úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta. 9. mars 2022 12:06 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Steinunn Anna Radha sagði sögu sína í Kompás af ofbeldi og fordómum innan Smárakirkju þegar hún var unglingur. Hún varð fyrir alvarlegu ofbeldi af hendi unglingaleiðtoga innan kirkjunnar. Sértrúarsöfnuðurinn Krossinn breytti nafni sínu í Smárakirkju 2014 og Gunnar Þorsteinsson hætti sem forstöðumaður eftir ítrekuð hneykslismál. Dóttir hans, Sigurbjörg Gunnarsdóttir, tók við taumunum. Krossinn náði toppnum árið 2014 Það hefur fækkað í Smárakirkju, áður Krossinum, undanfarinn áratug. Safnaðarmeðlimir Krossins voru um 560 árið 2011 og náðu mest upp í rúmlega 600 árið 2014. Þá var breytt um nafn og ímynd, en félögum hefur mikið síðan og eru nú rúmlega 400. Smárakirkja hefur fengið tæpar 45 milljónir í sóknargjöld frá ríkinu síðustu tíu ár. „Þeldökkir aðilar” nokkrir af bestu vinunum Í tilkynningu sem Smárakirkju sendi frá sér eftir að Kompás fór í loftið fyrir viku kom fram að maðurinn sem beitti Steinunni ofbeldi hafi verið rekinn úr söfnuðinum eftir stutt starf. Nokkrir velunnarar Smárakirkju, meðal annars Sigurbjörg, hafa farið mikinn á kommentakerfunum um efni þáttarins. Meðal þeirra er Linda Baldvinsdóttir sem segir meðal annars á Facebook að frásögn Steinunnar hafi verið ósönn. Sömuleiðis segir hún að enginn rasismi eða fordómar séu innan safnaðarins. Enda séu „nokkrir af bestu vinum Sigurbjargar nú þeldökkir aðilar.” Svart fólk eldist betur og Whitney Houston söng vel Í gær birtist myndbandsupptaka á vefsíðu Smárakirkju af predikun Sigurbjargar þar sem hún vísar öllum ásökunum um fordóma gagnvart hörundsdökku fólki og hinsegin fólki til föðurhúsanna. „Hefði ég fengið að velja það þá held ég að ég hefði kosið að vera frekar svört. Svart fólk, til dæmis, eldist betur. Nei, ég segi svona. Í alvöru talað. Hafið þið heyrt söngkonu, Whitney Houston? Halló! Ég vildi óska þess.” Hún nefnir máli sínu til stuðnings að kirkjan hafi um tíma haft þeldökkan aðstoðar pastor, hommar og lesbíur séu velkomin og tattú séu ekki illa séð, enda sé hún sjálf með tattú í augabrúnunum. Gefur lítið fyrir mótbyr Steinunn segist í samtali við fréttastofu gefa lítið fyrir þann mótbyr sem hún hefur orðið fyrir af hendi safnaðarmeðlima Smárakirkju eftir viðtalið. Jákvæðu skilaboðin séu mun fleiri en þau neikvæðu og þetta sé þess virði til að varpa ljósi á þau viðhorf sem ríkja innan kristilegra bókstafstrúarsafnaða. Fréttastofa hefur tvívegis beðið Sigurbjörgu um viðtal vegna málsins, bæði áður en Kompás kom út og eftir á, en hún afþakkaði í bæði skiptin.
Trúmál Kompás Tengdar fréttir Sigurbjörg í Smárakirkju hefði kosið að vera svört Sigurbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Smárakirkju, hafnar því að kynþáttafordómar eða fordómar gagnvart hinsegin fólki þrífist innan safnaðarins. Hún segist hefði kosið sjálf að vera svört, eins og Whitney Houston, og segir svart fólk líka eldast betur. Þetta kom fram í guðsþjónustu í Smárakirkju í gær. 14. mars 2022 13:54 Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. 13. mars 2022 19:31 Smárakirkja hafnar því að vera sértrúarsöfnuður Stjórn Smárakirkju, áður Krossins, segir að unglingaleiðtogi sem beitti viðmælanda Kompáss kynferðisofbeldi á meðan hún var í kirkjunni hafi aðeins starfað hjá Smárakirkju í um þrjá mánuði. Honum hafi verið vísað úr þjónustu vegna úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta. 9. mars 2022 12:06 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Sigurbjörg í Smárakirkju hefði kosið að vera svört Sigurbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Smárakirkju, hafnar því að kynþáttafordómar eða fordómar gagnvart hinsegin fólki þrífist innan safnaðarins. Hún segist hefði kosið sjálf að vera svört, eins og Whitney Houston, og segir svart fólk líka eldast betur. Þetta kom fram í guðsþjónustu í Smárakirkju í gær. 14. mars 2022 13:54
Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. 13. mars 2022 19:31
Smárakirkja hafnar því að vera sértrúarsöfnuður Stjórn Smárakirkju, áður Krossins, segir að unglingaleiðtogi sem beitti viðmælanda Kompáss kynferðisofbeldi á meðan hún var í kirkjunni hafi aðeins starfað hjá Smárakirkju í um þrjá mánuði. Honum hafi verið vísað úr þjónustu vegna úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta. 9. mars 2022 12:06
Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda