Sigurbjörg í Smárakirkju hefði kosið að vera svört Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2022 13:54 Sigurbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Smárakirkju, í guðsþjónustu í gær. Sigurbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Smárakirkju, hafnar því að kynþáttafordómar eða fordómar gagnvart hinsegin fólki þrífist innan safnaðarins. Hún segist hefði kosið sjálf að vera svört, eins og Whitney Houston, og segir svart fólk líka eldast betur. Þetta kom fram í guðsþjónustu í Smárakirkju í gær. Steinunn Anna Radha gekk í sértrúarsöfnuðinn Smárakirkju, áður Krossinn, í kring um 2015 þá fimmtán ára gömul. Hún sagði sögu sína í umfjöllun Kompáss um sértrúarsöfnuði í síðustu viku. Hún var beitt alvarlegu kynferðisofbeldi af unglingastarfsleiðtoga. Hann bauð Steinunni reglulega heim til sín og braut á henni þar og beitti hana líkamlegu ofbeldi til að „reka út djöflana sem gerðu hana samkynhneigða.” Steinunn Anna sagði fordóma gegn samkynhneigð og ótta við syndina alltumlykjandi í Smárakirkju. Hún er sjálf samkynhneigð og því hafi verið tekið mjög illa innan kirkjunnar. Fyrrnefndur unglingaleiðtogi kom þar líka við sögu. Steinunn Anna Radha upplifði fordóma innan veggja Smárakirkju.Vísir/ArnarHalldórs Sigurbjörg hefur tvívegis hafnað boði um viðtal en sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku sem fjallað var um á Vísi. Unglingaleiðtoganum hefði aðeins verið við störf í þrjá mánuði, ekki væri hægt að skilgreina Smárakirkju sem sértrúarsöfnuð og þá væri mikið lagt upp úr að eyða mismunun í kirkjulegu starfi enda hefði oft hallað á hlut bæði kvenna og samkynhneigðra. „Hér inni eru ekki rasistar,“ sagði Sigurbjörg í predikun sinni í gær þar sem hún snerti á umfjöllun Kompás sem hún telur ósanngjarna. „Hefði ég fengið að velja það þá held ég að ég hefði kosið að vera frekar svört. Svart fólk, til dæmis, eldist betur. Nei, ég segi svona. Í alvöru talað. Hafið þið heyrt söngkonu, Whitney Houston? Halló! Ég vildi óska þess.“ Sigurbjörg nefnir að Ron nokkur Botha, sem hafi verið aðstoðarpastor hjá Smárakirkju, hafi verið þeldökkur. „Þannig að þetta á ekki við rök að styðjast. Svo því sé algjörlega haldið til haga. Allt sem kemur í sjónvarpinu er ekki endilega rétt. Við erum ekki á móti hommum og lesbíum. Það er af og frá. Það eru allir velkomnir hérna.“ Að neðan má sjá brot úr predikun Sigurbjargar þar sem hún lætur þessi orð falla. Klippa: Segir enga rasista í Smárakirkju Steinunn tjáði Kompási á sínum tíma að það hefði verið illa séð að vera með húðflúr. „Tattú, ég er sjálf með tattú. Þetta á bara ekki við rök að styðjast. Ég er reyndar með tattú í augabrúnunum. Mamma meira að segja líka,“ sagði Sigurbjörg og talaði til móður sinnar á fremsta bekk kirkjunnar. Mamma hennar leiðrétti dóttur sína og sagðist gera það sjálf. „Nei, þú setur þetta sjálf. Allavega, það skiptir ekki máli. Þetta á bara ekki við rök að styðjast,“ sagði Sigurbjörg. Guðsþjónustuna í gær má sjá að neðan. Kompás Trúmál Tengdar fréttir Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. 14. mars 2022 07:00 Smárakirkja hafnar því að vera sértrúarsöfnuður Stjórn Smárakirkju, áður Krossins, segir að unglingaleiðtogi sem beitti viðmælanda Kompáss kynferðisofbeldi á meðan hún var í kirkjunni hafi aðeins starfað hjá Smárakirkju í um þrjá mánuði. Honum hafi verið vísað úr þjónustu vegna úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta. 9. mars 2022 12:06 Leiðtogar Frelsisins enn virk í kristilegu starfi hér á landi Stofnendur sértrúarsafnaðarins Frelsisins, kristilegrar miðstöðvar, eru enn virk í kristilegu starfi hér á landi. Hvorugt hefur viljað svara fyrir það sem gekk á í söfnuðinum á þeim sex árum sem hann var starfandi. Pastorsfrúin fyrrverandi sat um tíma í fangelsi í Bandaríkjunum en hefur nú stofnað nýtt kristilegt starf á Íslandi. 9. mars 2022 11:50 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Steinunn Anna Radha gekk í sértrúarsöfnuðinn Smárakirkju, áður Krossinn, í kring um 2015 þá fimmtán ára gömul. Hún sagði sögu sína í umfjöllun Kompáss um sértrúarsöfnuði í síðustu viku. Hún var beitt alvarlegu kynferðisofbeldi af unglingastarfsleiðtoga. Hann bauð Steinunni reglulega heim til sín og braut á henni þar og beitti hana líkamlegu ofbeldi til að „reka út djöflana sem gerðu hana samkynhneigða.” Steinunn Anna sagði fordóma gegn samkynhneigð og ótta við syndina alltumlykjandi í Smárakirkju. Hún er sjálf samkynhneigð og því hafi verið tekið mjög illa innan kirkjunnar. Fyrrnefndur unglingaleiðtogi kom þar líka við sögu. Steinunn Anna Radha upplifði fordóma innan veggja Smárakirkju.Vísir/ArnarHalldórs Sigurbjörg hefur tvívegis hafnað boði um viðtal en sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku sem fjallað var um á Vísi. Unglingaleiðtoganum hefði aðeins verið við störf í þrjá mánuði, ekki væri hægt að skilgreina Smárakirkju sem sértrúarsöfnuð og þá væri mikið lagt upp úr að eyða mismunun í kirkjulegu starfi enda hefði oft hallað á hlut bæði kvenna og samkynhneigðra. „Hér inni eru ekki rasistar,“ sagði Sigurbjörg í predikun sinni í gær þar sem hún snerti á umfjöllun Kompás sem hún telur ósanngjarna. „Hefði ég fengið að velja það þá held ég að ég hefði kosið að vera frekar svört. Svart fólk, til dæmis, eldist betur. Nei, ég segi svona. Í alvöru talað. Hafið þið heyrt söngkonu, Whitney Houston? Halló! Ég vildi óska þess.“ Sigurbjörg nefnir að Ron nokkur Botha, sem hafi verið aðstoðarpastor hjá Smárakirkju, hafi verið þeldökkur. „Þannig að þetta á ekki við rök að styðjast. Svo því sé algjörlega haldið til haga. Allt sem kemur í sjónvarpinu er ekki endilega rétt. Við erum ekki á móti hommum og lesbíum. Það er af og frá. Það eru allir velkomnir hérna.“ Að neðan má sjá brot úr predikun Sigurbjargar þar sem hún lætur þessi orð falla. Klippa: Segir enga rasista í Smárakirkju Steinunn tjáði Kompási á sínum tíma að það hefði verið illa séð að vera með húðflúr. „Tattú, ég er sjálf með tattú. Þetta á bara ekki við rök að styðjast. Ég er reyndar með tattú í augabrúnunum. Mamma meira að segja líka,“ sagði Sigurbjörg og talaði til móður sinnar á fremsta bekk kirkjunnar. Mamma hennar leiðrétti dóttur sína og sagðist gera það sjálf. „Nei, þú setur þetta sjálf. Allavega, það skiptir ekki máli. Þetta á bara ekki við rök að styðjast,“ sagði Sigurbjörg. Guðsþjónustuna í gær má sjá að neðan.
Kompás Trúmál Tengdar fréttir Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. 14. mars 2022 07:00 Smárakirkja hafnar því að vera sértrúarsöfnuður Stjórn Smárakirkju, áður Krossins, segir að unglingaleiðtogi sem beitti viðmælanda Kompáss kynferðisofbeldi á meðan hún var í kirkjunni hafi aðeins starfað hjá Smárakirkju í um þrjá mánuði. Honum hafi verið vísað úr þjónustu vegna úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta. 9. mars 2022 12:06 Leiðtogar Frelsisins enn virk í kristilegu starfi hér á landi Stofnendur sértrúarsafnaðarins Frelsisins, kristilegrar miðstöðvar, eru enn virk í kristilegu starfi hér á landi. Hvorugt hefur viljað svara fyrir það sem gekk á í söfnuðinum á þeim sex árum sem hann var starfandi. Pastorsfrúin fyrrverandi sat um tíma í fangelsi í Bandaríkjunum en hefur nú stofnað nýtt kristilegt starf á Íslandi. 9. mars 2022 11:50 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. 14. mars 2022 07:00
Smárakirkja hafnar því að vera sértrúarsöfnuður Stjórn Smárakirkju, áður Krossins, segir að unglingaleiðtogi sem beitti viðmælanda Kompáss kynferðisofbeldi á meðan hún var í kirkjunni hafi aðeins starfað hjá Smárakirkju í um þrjá mánuði. Honum hafi verið vísað úr þjónustu vegna úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta. 9. mars 2022 12:06
Leiðtogar Frelsisins enn virk í kristilegu starfi hér á landi Stofnendur sértrúarsafnaðarins Frelsisins, kristilegrar miðstöðvar, eru enn virk í kristilegu starfi hér á landi. Hvorugt hefur viljað svara fyrir það sem gekk á í söfnuðinum á þeim sex árum sem hann var starfandi. Pastorsfrúin fyrrverandi sat um tíma í fangelsi í Bandaríkjunum en hefur nú stofnað nýtt kristilegt starf á Íslandi. 9. mars 2022 11:50