Metárangur hjá úkraínska íþróttafólkinu á ÓL á meðan ráðist er inn í land þeirra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 09:00 Úkraína vann meðal annars þrefalt í einni grein skíðaskotfiminnar á Ólympíumóti fatlaðra og hér sjást þær Iryna Bui (gull, í miðju), Oleksandra Kononova (silfur, til vinstri) og Liudmyla Liashenko (brons) sýna verðlaun sína á pallinum. AP/Thomas Loveloc Úkraína hefur aldrei unnið fleiri verðlaun á einum Ólympíuleikum en á Vetrarmóti fatlaðra sem lauk um helgina. Aðeins heimafólk frá Kína vann fleiri verðlaun á leikunum í ár. Það er mjög erfitt að vera Úkraínumaður í dag á meðan Rússar ráðast inn í landið með skelfilegum afleiðingum. The Paralympics have officially come to a close.Ukrainian athletes landed a total of 29 medals coming in second place in the overall count.https://t.co/vWbQyUduf8— NPR (@NPR) March 13, 2022 Á þessum hryllilegu tímum fyrir úkraínsku þjóðina þá hefur íþróttafólk landsins sýnt hetjulega framkomu þar á meðal á Ólympíumóti fatlaðra. Úkraína vann alls 29 verðlaun á Vetrarólympíumóti fatlaðra þar af ellefu gullverðlaun, tíu silfurverðlaun og átta bronsverðlaun. UKRAINE S RECORD WINTER PARALYMPIC SHOWING The Winter Paralympics sporting events in Beijing have concluded!For the first time in their history, Ukraine finishes in the overall medals table : 18 20 23 : 11 10 8 : 8 6 11 pic.twitter.com/y05096kKS4— Zorya Londonsk (@ZoryaLondonsk) March 13, 2022 Kínverjar voru reyndar í algjörum sérflokki á heimavelli með 61 verðlaunapening og átján gullverðlaun en Úkraína gerði betur en Kanada og Frakkland sem komu næst á eftir. Fyrir fjórum árum þá vann Úkraína 22 verðlaun þar af sjö gullverðlaun. Þá var þjóðin í sjötta sæti á verðlaunalistanum. Andrew Parsons, forseti Ólympíunefndar fatlaðra, IPC, þakkaði úkraínska íþróttafólkinu sérstaklega fyrir hetjulega framgöngu sína í ræðu sinni á lokahátíð leikanna. #Ukraine has finished Winter Paralympics in @Beijing2022 with historical records! @OlympicUAOur athletes placed second as a team, and the host country, China, placed first. Ukraine has obtained 29 medals, and the Ukrainian flag was up on the pedestal 29 times! pic.twitter.com/HQROiAcE3u— Verkhovna Rada of Ukraine (@ua_parliament) March 13, 2022 Ein af úkraínsku keppendunum fékk þó ekki tækifæri til að vinna verðlaun því hún treysti sér ekki til að keppa eftir að fréttir bárust af því að Rússar höfðu tekið fóður hennar höndum. Annar keppandi Úkraínu frétti það að hús hans í Kharkiv hafði verið sprengt í tætlur af rússneska hernum. Skíðaíþróttir Úkraína Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Það er mjög erfitt að vera Úkraínumaður í dag á meðan Rússar ráðast inn í landið með skelfilegum afleiðingum. The Paralympics have officially come to a close.Ukrainian athletes landed a total of 29 medals coming in second place in the overall count.https://t.co/vWbQyUduf8— NPR (@NPR) March 13, 2022 Á þessum hryllilegu tímum fyrir úkraínsku þjóðina þá hefur íþróttafólk landsins sýnt hetjulega framkomu þar á meðal á Ólympíumóti fatlaðra. Úkraína vann alls 29 verðlaun á Vetrarólympíumóti fatlaðra þar af ellefu gullverðlaun, tíu silfurverðlaun og átta bronsverðlaun. UKRAINE S RECORD WINTER PARALYMPIC SHOWING The Winter Paralympics sporting events in Beijing have concluded!For the first time in their history, Ukraine finishes in the overall medals table : 18 20 23 : 11 10 8 : 8 6 11 pic.twitter.com/y05096kKS4— Zorya Londonsk (@ZoryaLondonsk) March 13, 2022 Kínverjar voru reyndar í algjörum sérflokki á heimavelli með 61 verðlaunapening og átján gullverðlaun en Úkraína gerði betur en Kanada og Frakkland sem komu næst á eftir. Fyrir fjórum árum þá vann Úkraína 22 verðlaun þar af sjö gullverðlaun. Þá var þjóðin í sjötta sæti á verðlaunalistanum. Andrew Parsons, forseti Ólympíunefndar fatlaðra, IPC, þakkaði úkraínska íþróttafólkinu sérstaklega fyrir hetjulega framgöngu sína í ræðu sinni á lokahátíð leikanna. #Ukraine has finished Winter Paralympics in @Beijing2022 with historical records! @OlympicUAOur athletes placed second as a team, and the host country, China, placed first. Ukraine has obtained 29 medals, and the Ukrainian flag was up on the pedestal 29 times! pic.twitter.com/HQROiAcE3u— Verkhovna Rada of Ukraine (@ua_parliament) March 13, 2022 Ein af úkraínsku keppendunum fékk þó ekki tækifæri til að vinna verðlaun því hún treysti sér ekki til að keppa eftir að fréttir bárust af því að Rússar höfðu tekið fóður hennar höndum. Annar keppandi Úkraínu frétti það að hús hans í Kharkiv hafði verið sprengt í tætlur af rússneska hernum.
Skíðaíþróttir Úkraína Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum