Barnaleg trú á samstarfsvilja VG hafi orðið Samfylkingunni að falli Árni Sæberg skrifar 12. mars 2022 13:14 Logi Einarsson ávarpaði flokksstjórn Samfylkingarinnar í dag. Vísir/Vilhelm Formaður Samkfylkingarinnar segir flokkinnn ekki hafa náð markmiði sínu fyrir síðustu alþingiskosningar, að leiða saman ríkisstjórn frá miðju til vinstri. Barnaleg tiltrú flokksmanna á að Vinstri græn hefðu raunverulegan áhuga á ríkisstjórnarsamstarfi til vinstri hafi verið þeirra stærstu mistök. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpaði flokkstjórnarfund Samfylkingarinnar í Hljómahöll í Keflavík í morgun. Hann hóf ávarpið á því að líta í baksýnisspegilinn, en hann telur flokkinn geta dregið dýrmætan lærdóm af alþingiskosningunum síðasta haust. „Það er erfitt að benda á einhvern einn þátt sem olli því að okkur tókst ekki ætlunarverkið - að leiða saman annars konar ríkisstjórn frá miðju til vinstri. Á endanum eru það ótal þættir í aðdraganda kosninga sem að raðast saman í eina mynd og úrslitin eiga sér bæði ytri og innri skýringar,“ segir hann. Hann segir heimsfaraldur Covid-19 hafa veitt stjórnarflokkunum þremur fjarvistarsönnun í erfiðum pólitískum málum hálft síðasta kjörtímabil. Ríkisstjórnin endurnýjaði umboð sitt í kosningunum á kostnað þeirrar stjórnar sem Logi vildi leiða saman. Þá telur hann að Samfylkingin hafi ofmetið vilja þjóðarinnar til breytinga við þær aðstæður sem voru uppi þegar kosið var til Alþingis síðast. „Þeir flokkar sem mynda hina frjálslyndi miðju mældust t.d. allir mun betur vikurnar fyrir kosningar en kom upp úr kössunum á kjördag,“ segir Logi. Hann vandaði Vinstri grænum ekki kveðjurnar í ræðu sinni. „Ákvörðun Vinstri-grænna í kosningabaráttunni að velja núverandi stjórnarmynstur sem fyrsta valkost, veikti tilboð okkar um annars konar ríkisstjórn - enda byggði sú hugmynd á því að forysta VG gæti hugsað sér að velja sér heppilegri samstarfsfélaga.Barnaleg tiltrú okkar á að Vinstri-græn hefðu raunverulegan áhuga á ríkisstjórnarsamstarfi til vinstri – reyndust því ein okkar stærstu mistök,“ segir Logi. Varar við bergmálshelli á samfélagsmiðlum Logi leit einnig fram á veg og nefndi sérstaklega að Samfylkingin þyrfti að ræða stóru myndina í stjórnmálum. Hann veltir því fyrir sér hvort flokkurinn uni þeim mikla fjölbreytileika sem er í samfélaginu, hvort afdráttarlausar útfærslur hans í hinum ýmsu málum fái jafnaðarfólk til að finnast það ekki eiga samleið með flokknum. „Við dveljum líka örugglega of mikið inni í þeim bergmálshellum sem samfélagsmiðlar eru. Við ættum ef til vill að fara sjaldnar inn á FaceBook, Twitter, Tik Tok og hvað þetta nú allt heitir – þar hittum við fyrst og fremst fyrir viðhorf sem okkur þykja þægileg og speglum okkur í fólki sem er sammála okkur. Fáum einfaldlega skakka mynd af veruleika stórs hluta landsmanna,“ segir Logi. Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpaði flokkstjórnarfund Samfylkingarinnar í Hljómahöll í Keflavík í morgun. Hann hóf ávarpið á því að líta í baksýnisspegilinn, en hann telur flokkinn geta dregið dýrmætan lærdóm af alþingiskosningunum síðasta haust. „Það er erfitt að benda á einhvern einn þátt sem olli því að okkur tókst ekki ætlunarverkið - að leiða saman annars konar ríkisstjórn frá miðju til vinstri. Á endanum eru það ótal þættir í aðdraganda kosninga sem að raðast saman í eina mynd og úrslitin eiga sér bæði ytri og innri skýringar,“ segir hann. Hann segir heimsfaraldur Covid-19 hafa veitt stjórnarflokkunum þremur fjarvistarsönnun í erfiðum pólitískum málum hálft síðasta kjörtímabil. Ríkisstjórnin endurnýjaði umboð sitt í kosningunum á kostnað þeirrar stjórnar sem Logi vildi leiða saman. Þá telur hann að Samfylkingin hafi ofmetið vilja þjóðarinnar til breytinga við þær aðstæður sem voru uppi þegar kosið var til Alþingis síðast. „Þeir flokkar sem mynda hina frjálslyndi miðju mældust t.d. allir mun betur vikurnar fyrir kosningar en kom upp úr kössunum á kjördag,“ segir Logi. Hann vandaði Vinstri grænum ekki kveðjurnar í ræðu sinni. „Ákvörðun Vinstri-grænna í kosningabaráttunni að velja núverandi stjórnarmynstur sem fyrsta valkost, veikti tilboð okkar um annars konar ríkisstjórn - enda byggði sú hugmynd á því að forysta VG gæti hugsað sér að velja sér heppilegri samstarfsfélaga.Barnaleg tiltrú okkar á að Vinstri-græn hefðu raunverulegan áhuga á ríkisstjórnarsamstarfi til vinstri – reyndust því ein okkar stærstu mistök,“ segir Logi. Varar við bergmálshelli á samfélagsmiðlum Logi leit einnig fram á veg og nefndi sérstaklega að Samfylkingin þyrfti að ræða stóru myndina í stjórnmálum. Hann veltir því fyrir sér hvort flokkurinn uni þeim mikla fjölbreytileika sem er í samfélaginu, hvort afdráttarlausar útfærslur hans í hinum ýmsu málum fái jafnaðarfólk til að finnast það ekki eiga samleið með flokknum. „Við dveljum líka örugglega of mikið inni í þeim bergmálshellum sem samfélagsmiðlar eru. Við ættum ef til vill að fara sjaldnar inn á FaceBook, Twitter, Tik Tok og hvað þetta nú allt heitir – þar hittum við fyrst og fremst fyrir viðhorf sem okkur þykja þægileg og speglum okkur í fólki sem er sammála okkur. Fáum einfaldlega skakka mynd af veruleika stórs hluta landsmanna,“ segir Logi.
Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira