Albarn þakkar Íslendingum gestrisnina með tónleikum Árni Sæberg og Snorri Másson skrifa 11. mars 2022 23:25 Einar Örn Benediktsson hefur þekkt Damon Albarn í áratugaraðir. Sjálfur var Albarn enn við undirbúning þegar fréttamaður okkar leit við í Hörpu í kvöld. Stöð 2/Bjarni Einarsson Haldnir voru tónleikar í öllum sölum Hörpu í kvöld og þeirra á meðal voru tónleikar íslenska ríkisborgarans Damon Albarn, sem kveðst vilja þakka Íslendingum fyrir gestrisnina með tónleikunum. Í kvöld voru allir salir Hörpu nýttir undir tónlistarflutning, Friðrik Dór steig á svið og Daníel Bjarnason stýrði Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar hún frumflutti nýtt verk Sveins Lúðvíks Björnssonar, Glerhjalla, og CATAMORPHOSIS eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Þó er öruggt að fullyrða, án þess að hallað sé á nokkurn, að Damon Albarn hafi verið aðalnúmerið í Hörpu í kvöld. Hann steig á svið hér á landi í fyrsta sinn í 25 ár, þrátt fyrir að hafa búið í Grafarvogi um árabil og að vera íslenskur ríkisborgari. Damon Albarn hafði komið í stuttar heimsóknir til Íslands áður en hann kom í hina einu sönnu, til að halda tónleika með Blur í Laugardalshöll. Það er ekki ofsögum sagt að allt hafi orðið brjálað þegar þeir mættu til landsins en sjá má svipmyndir af brjálæðinu í spilaranum hér að neðan. Ekkert breyst á aldarfjórðungi Einar Örn Benediktsson, oftast kenndur við Sykurmolana, hefur þekkt Albarn í áratugaraðir. Hann segir vin sinn alveg óbreyttan frá því að hann tróð upp í Laugardalshöll fyrir 25 árum síðan. „Nei, mér finnst hann ekki hafa breyst neitt. Hann hefur ennþá þennan óbilandi kraft og frumsköpun og ég veit ekki hvað og hvað. Hann hefur ekkert breyst, hann er bara okkar Damon, segir Einar Örn. Þá segir hann Albarn hafa tekið ástfóstri við Ísland og að hann elski Ísland á sama hátt og við hin, enda sé hann nú orðinn íslenskur ríkisborgari. Reiddi fram tilfinningar sínar til Esjunnar Bergrún Snæbjörnsdóttir tónskáld kom að því að skapa tónlistina sem flutt var í Eldborg í kvöld. Sjálf Esjan var listagyðja Albarns og innblástur þegar hann samdi tónlistina. „Ég held að hann hafi verið að reyna, upprunalega, að fanga stemninguna sem hann upplifði þegar hann leit út um stofugluggann sinn og sá Esjuna blasa við. Þannig hann bauð fullt af spunahljóðfæraleikurum til að koma heim til sín í stofu og reyna að túlka það í tónum og hljóðum. Það er held ég það sem er að gerast hér, það er verið að reiða það fram í einhvers konar mynd, þessar tilfinningar sem hann upplifir,“ segir Bergrún. Tónlist Reykjavík Menning Harpa Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Í kvöld voru allir salir Hörpu nýttir undir tónlistarflutning, Friðrik Dór steig á svið og Daníel Bjarnason stýrði Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar hún frumflutti nýtt verk Sveins Lúðvíks Björnssonar, Glerhjalla, og CATAMORPHOSIS eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Þó er öruggt að fullyrða, án þess að hallað sé á nokkurn, að Damon Albarn hafi verið aðalnúmerið í Hörpu í kvöld. Hann steig á svið hér á landi í fyrsta sinn í 25 ár, þrátt fyrir að hafa búið í Grafarvogi um árabil og að vera íslenskur ríkisborgari. Damon Albarn hafði komið í stuttar heimsóknir til Íslands áður en hann kom í hina einu sönnu, til að halda tónleika með Blur í Laugardalshöll. Það er ekki ofsögum sagt að allt hafi orðið brjálað þegar þeir mættu til landsins en sjá má svipmyndir af brjálæðinu í spilaranum hér að neðan. Ekkert breyst á aldarfjórðungi Einar Örn Benediktsson, oftast kenndur við Sykurmolana, hefur þekkt Albarn í áratugaraðir. Hann segir vin sinn alveg óbreyttan frá því að hann tróð upp í Laugardalshöll fyrir 25 árum síðan. „Nei, mér finnst hann ekki hafa breyst neitt. Hann hefur ennþá þennan óbilandi kraft og frumsköpun og ég veit ekki hvað og hvað. Hann hefur ekkert breyst, hann er bara okkar Damon, segir Einar Örn. Þá segir hann Albarn hafa tekið ástfóstri við Ísland og að hann elski Ísland á sama hátt og við hin, enda sé hann nú orðinn íslenskur ríkisborgari. Reiddi fram tilfinningar sínar til Esjunnar Bergrún Snæbjörnsdóttir tónskáld kom að því að skapa tónlistina sem flutt var í Eldborg í kvöld. Sjálf Esjan var listagyðja Albarns og innblástur þegar hann samdi tónlistina. „Ég held að hann hafi verið að reyna, upprunalega, að fanga stemninguna sem hann upplifði þegar hann leit út um stofugluggann sinn og sá Esjuna blasa við. Þannig hann bauð fullt af spunahljóðfæraleikurum til að koma heim til sín í stofu og reyna að túlka það í tónum og hljóðum. Það er held ég það sem er að gerast hér, það er verið að reiða það fram í einhvers konar mynd, þessar tilfinningar sem hann upplifir,“ segir Bergrún.
Tónlist Reykjavík Menning Harpa Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira