Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. mars 2022 12:33 Sóttvarnalæknir segir að landsmenn þurfi að reyna að takmarka útbreiðsluna eins og hægt er. Vísir/Vilhelm Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. Fallið var frá öllum takmörkunum vegna Covid fyrir tæplega þremur vikum, þar á meðal reglum um einangrun og sóttkví, en áfram er útbreiðsla veirunnar mikil í samfélaginu. Starfsfólk heilbrigðisstofnanna leggur mikla áherslu að geta sinnt nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. „Staðan er þó viðkvæm og má lítið út af bregða,“ segir í pistlinum en álagið skýrist af útbreiddu smiti í samfélaginu og þar með útbreiddum veikindum og fjölda innlagna vegna Covid auk þess sem fjöldi starfsmanna er frá vinnu vegna veikinda. Mæla enn með grímunotkun og persónubundnum sóttvörnum Sóttvarnalæknir segir nú mikilvægt að landsmenn vinni áfram að því að að hefta útbreiðsluna eins og hægt er, þrátt fyrir að engar takmarkanir séu í gildi. Þó lægra hlutfall veikist nú alvarlega heldur en áður geta alvarleg veikindi komið fram hjá öllum hópum, þar á meðal hraustum og bólusettum einstaklingum. „Þegar útbreiðslan er orðin eins mikil og raun ber vitni verður meiri fjöldi en áður alvarlega veikur og dauðsföllum fjölgar þrátt fyrir að hlutfallið af heildarfjölda smitaðra sé lægra en t.d. í delta bylgju eða áður en bóluefni komu fram,“ segir í pistlinum. Í ljósi þessa telur sóttvarnalæknir æskilegt að þeir sem greinast með veiruna og eru með einkenni haldi sig frá öðrum í að minnsta kosti fimm daga en ef umgengni er óhjákvæmileg þá sé rétt að smitaðir einstaklingar haldi sig í sem mestri fjarlægð frá öðrum og gæti persónubundinna sóttvarna. Þá þurfi allir að passa upp á sóttvarnir og tekur sóttvarnalæknir nokkur dæmi. Því ekki nota grímu í matvöruverslunum, almenningssamgöngum, á viðburðum þar sem koma saman stórir hópar þótt skiltin séu horfin víða? Því ekki hreinsa hendur áður en þú tekur í innkaupakerruna og þegar þú ert að ganga út úr versluninni með innkaupin? Því ekki nota allt rýmið í fundarherberginu eða veislusalnum? Þá ættu allir að passa sig sérstaklega vel í kringum aldraða og viðkvæma hópa. Þannig ætti fólk að forðast alla umgengni við viðkvæma einstaklinga ef einkenni eru til staðar og takmarka fjölda sem er í nánum samskiptum við viðkvæma hverju sinni, jafnvel þó einkenni séu ekki til staðar. 90 inniliggjandi á spítala Álagið er nú sérstaklega mikið á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem og á Heilbrigðisstofnunum Vesturlands, Norðurlands og Austurlands. Að því er kemur fram á Covid.is eru nú 90 á sjúkrahúsi með Covid, þar af 77 á Landspítala, en sex eru á gjörgæslu. Karlmaður á legudeild með Covid lést á Landspítala í gær og hafa því 77 látist frá upphafi faraldursins vegna Covid. Dregið hefur verulega úr PCR sýnatökum og hraðpróf nú notuð í auknum mæli en jákvætt hlutfall hraðprófa er svipað og hlutfall PCR sýna áður. Hraðpróf eru þó með lakara næmi og því er líklegt að útbreiðslan sé meiri nú en áður. Samkvæmt Covid.is hafa nú tæplega 156 þúsund greinst smitaðir frá upphafi faraldursins, 42,3 prósent íbúa, en rúmlega 2.600 greindust til að mynda í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10. mars 2022 11:11 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Fallið var frá öllum takmörkunum vegna Covid fyrir tæplega þremur vikum, þar á meðal reglum um einangrun og sóttkví, en áfram er útbreiðsla veirunnar mikil í samfélaginu. Starfsfólk heilbrigðisstofnanna leggur mikla áherslu að geta sinnt nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. „Staðan er þó viðkvæm og má lítið út af bregða,“ segir í pistlinum en álagið skýrist af útbreiddu smiti í samfélaginu og þar með útbreiddum veikindum og fjölda innlagna vegna Covid auk þess sem fjöldi starfsmanna er frá vinnu vegna veikinda. Mæla enn með grímunotkun og persónubundnum sóttvörnum Sóttvarnalæknir segir nú mikilvægt að landsmenn vinni áfram að því að að hefta útbreiðsluna eins og hægt er, þrátt fyrir að engar takmarkanir séu í gildi. Þó lægra hlutfall veikist nú alvarlega heldur en áður geta alvarleg veikindi komið fram hjá öllum hópum, þar á meðal hraustum og bólusettum einstaklingum. „Þegar útbreiðslan er orðin eins mikil og raun ber vitni verður meiri fjöldi en áður alvarlega veikur og dauðsföllum fjölgar þrátt fyrir að hlutfallið af heildarfjölda smitaðra sé lægra en t.d. í delta bylgju eða áður en bóluefni komu fram,“ segir í pistlinum. Í ljósi þessa telur sóttvarnalæknir æskilegt að þeir sem greinast með veiruna og eru með einkenni haldi sig frá öðrum í að minnsta kosti fimm daga en ef umgengni er óhjákvæmileg þá sé rétt að smitaðir einstaklingar haldi sig í sem mestri fjarlægð frá öðrum og gæti persónubundinna sóttvarna. Þá þurfi allir að passa upp á sóttvarnir og tekur sóttvarnalæknir nokkur dæmi. Því ekki nota grímu í matvöruverslunum, almenningssamgöngum, á viðburðum þar sem koma saman stórir hópar þótt skiltin séu horfin víða? Því ekki hreinsa hendur áður en þú tekur í innkaupakerruna og þegar þú ert að ganga út úr versluninni með innkaupin? Því ekki nota allt rýmið í fundarherberginu eða veislusalnum? Þá ættu allir að passa sig sérstaklega vel í kringum aldraða og viðkvæma hópa. Þannig ætti fólk að forðast alla umgengni við viðkvæma einstaklinga ef einkenni eru til staðar og takmarka fjölda sem er í nánum samskiptum við viðkvæma hverju sinni, jafnvel þó einkenni séu ekki til staðar. 90 inniliggjandi á spítala Álagið er nú sérstaklega mikið á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem og á Heilbrigðisstofnunum Vesturlands, Norðurlands og Austurlands. Að því er kemur fram á Covid.is eru nú 90 á sjúkrahúsi með Covid, þar af 77 á Landspítala, en sex eru á gjörgæslu. Karlmaður á legudeild með Covid lést á Landspítala í gær og hafa því 77 látist frá upphafi faraldursins vegna Covid. Dregið hefur verulega úr PCR sýnatökum og hraðpróf nú notuð í auknum mæli en jákvætt hlutfall hraðprófa er svipað og hlutfall PCR sýna áður. Hraðpróf eru þó með lakara næmi og því er líklegt að útbreiðslan sé meiri nú en áður. Samkvæmt Covid.is hafa nú tæplega 156 þúsund greinst smitaðir frá upphafi faraldursins, 42,3 prósent íbúa, en rúmlega 2.600 greindust til að mynda í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10. mars 2022 11:11 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10. mars 2022 11:11