Prófaðu þurrflugu í sjóbirting Karl Lúðvíksson skrifar 9. mars 2022 14:51 Brúnn Bomber Nú styttist í að sjóbirtingsveiðin hefjist en það er samkvæmt venju 1. apríl hvert ár sem veiðimenn mega byrja að egna fyrir þennan magnaða fisk. Í gegnum tíðina hefur aðferðafræðin við veiðar á sjóbirtingi tekið nokkrum stakkaskiptum en nú er að langmestu leiti aðeins veitt á flugu og sífellt fleiri veiðisvæði hafa sett sleppiskyldu, sérstaklega á vorfiski. Veiðimenn hafa flestir tekið þessu fagnandi enda hefur það sýnt sig og sannað á þeim veiðisvæðum sem voru fyrst að taka þetta upp að þar hefur birtingurinn bara stækkað. En að sama skapi með breyttri umgengni við sjóbirtinginn þá hefur líka orðið nokkur breyting á þeim flugum sem eru mest notaðar og eins hafa aðferðir sem fáum hefði dottið í hug að virki á sjóbirting vaxið í vinsældum. Ein þeirra er að nota þurrflugur við veiðarnar. Það er um að gera að prófa þetta því eins og fluguveiðimenn vita er fátt eins skemmtilegt og að setja í fisk á þurrflugu. Valið á flugunni fer auðvitað mikið eftir aðstæðum en ætli meginreglan sé ekki sú að í tæru vatni sé ágætt að byrja á litlum flugum en í skoluðu vatni hefur til að mynda Bomber virkað vel. Sjóbirtingur er í eðli sínu mjög gráðugur fiskur og ætli hann sér í fluguna kemur hann jafnvel úr töluverði dýpi til að sækja hana. Ég held að það sé ekki spurning fyrir þá sem eru farnir að fara í gegnum veiðidótið og plana fyrstu túrana í vorveiðinni að taka þurrfluguboxið með, þó það sé ekki nema til að gefa því tækifæri. Stangveiði Mest lesið Ytri Rangá að ná 5.000 löxum Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Hvað sem þú gerir ekki gleyma flugnaneti Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði
Í gegnum tíðina hefur aðferðafræðin við veiðar á sjóbirtingi tekið nokkrum stakkaskiptum en nú er að langmestu leiti aðeins veitt á flugu og sífellt fleiri veiðisvæði hafa sett sleppiskyldu, sérstaklega á vorfiski. Veiðimenn hafa flestir tekið þessu fagnandi enda hefur það sýnt sig og sannað á þeim veiðisvæðum sem voru fyrst að taka þetta upp að þar hefur birtingurinn bara stækkað. En að sama skapi með breyttri umgengni við sjóbirtinginn þá hefur líka orðið nokkur breyting á þeim flugum sem eru mest notaðar og eins hafa aðferðir sem fáum hefði dottið í hug að virki á sjóbirting vaxið í vinsældum. Ein þeirra er að nota þurrflugur við veiðarnar. Það er um að gera að prófa þetta því eins og fluguveiðimenn vita er fátt eins skemmtilegt og að setja í fisk á þurrflugu. Valið á flugunni fer auðvitað mikið eftir aðstæðum en ætli meginreglan sé ekki sú að í tæru vatni sé ágætt að byrja á litlum flugum en í skoluðu vatni hefur til að mynda Bomber virkað vel. Sjóbirtingur er í eðli sínu mjög gráðugur fiskur og ætli hann sér í fluguna kemur hann jafnvel úr töluverði dýpi til að sækja hana. Ég held að það sé ekki spurning fyrir þá sem eru farnir að fara í gegnum veiðidótið og plana fyrstu túrana í vorveiðinni að taka þurrfluguboxið með, þó það sé ekki nema til að gefa því tækifæri.
Stangveiði Mest lesið Ytri Rangá að ná 5.000 löxum Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Hvað sem þú gerir ekki gleyma flugnaneti Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði