Óvæntur sigur Kórdrengja Snorri Rafn Hallsson skrifar 9. mars 2022 17:00 Vallea er eitt allra heitasta liðið í Ljósleiðaradeildinni í dag. Eftir erfiðleika í upphafi tímabilsins hefur Vallea náð að slípa sig saman á ný og hefur liðið unnið 9 af síðustu 10 leikjum sínum. Innkoma Minidegreez á vappann hjá Vallea var því mikið heillaspor og hefur gert Spike kleift að vera bæði hreyfanlegri og árásargjarnari. Með sigri gátu Kórdrengir jafnað Fylki að stigumá botninum en til þess þyrftu þeir að skapa mikla pressu víðs vegar um kortið. Leikurinn fór fram í Mirage og vann Vallea hnífalotuna. Kórdrengir hófu því leikinn í sókn (Counter-Terrorists) en Mirage kortið er eitt af þeim sem hentar þeirri hlið ágætlega og Kórdrengir kunna vel við sig í. Kórdrengir voru snöggir að flétta sig inn á sprengjusvæðið og fella alla leikmenn Vallea, þar af Blazter með þrjá. Endurtók hann leikinn strax í næstu lotu héldu Kórdrengir sig þétt saman til vinna þá þriðju einnig. Þá fyrst fékk Vallea uppbótarpening og gat vopnast vel en það breytti engu. Kórdrengir voru stórhættulegir í sókninni, fljótir í gang og reiðubúnir til að sækja framarlega og verja sprengjuna. Það þurfti fjórfalda fellu frá Goa7er í sjöttu lotu til að koma Vallea á blað og inn í leikinn aftur. Tengdu þeir saman nokkrar lotur í röð enda búnir að lesa leikskipulag Kórdrengja. Vallea hélt aftur af Blazter með góðum opnunum og var efnahagur Kórdrengja ekki upp á sitt besta. Goa7er og félagar voru greinilega komnir í gang og eftir harða baráttu jafnaði Vallea metin í 5–5. Ekki vantaði upp á einstaklingsframtökin hjá báðum liðum. Það var Snky á vappanum hjá Kórdrengjum sem felldi fjóra leikmenn Vallea á stórkostlegan hátt til að stöðva valtarann sem Vallea var á. Kórdrengir náðu ekki að nýta sér stöðu sína á kortinu nægilega vel og komst því Vallea á endanum yfir í fyrsta sinn í leiknum, 7–6. Kórdrengir urðu uppiskroppa með handsprengjur og annan búnað og fór Vallea því inn í síðari hálfleikinn með eins stigs forskoti. Staða í hálfleik: Vallea 8 – 7 Kórdrengir Kórdrengir jöfnuðu á nýjan leik strax í upphafi síðari hálfleiks. Ekki nóg með það heldur áttu Kórdrengir þægilegar lotur þar sem Vallea náði varla að eignast nokkuð svæði á kortinu eða fella neinn. Í nítjándu lotu gat Vallea vopnast á ný. Kórdrengir mættu þeim af mikilli árásargirni og snjöllum staðsetningum til að geta brugðist við hreyfingum Vallea. Blazter náði þar sinni fimmtu þreföldu fellu og útlitið gott fyrir Kórdrengi. Slagurinn var enn sem áður harður en Kórdrengir voru snjallir í að sækja sér upplýsingar, halda svæðum og brjóta bankann hjá Vallea. Kórdrengir voru komnir í fantastuð, Xeny náði ási í 24. lotu og þrefaldri fellu í þeirri næstu til að koma Kórdrengjum í 15–9. Vallea náði sinni annarri lotu í síðari hálfleik og þurfti fimm til viðbótar þegar hurðinni var snögglega lokað af Kórdrengjum. Lokastaða: Vallea 10 – 16 Kórdrengir Úrslitin komu nokkuð á óvart en kortavalið kom sér vel fyrir Kórdrengi. Blazter var stigahæstur hjá Kórdrengjum með 28 fellur líkt og Goa7er hjá Vallea. Kórdrengir eru nú jafnir Fylki að stigum í 7.-8. sæti deildarinnar, en vinni Þór sinn leik gegn XY næsta föstudag taka þeir annað sætið aftur til baka frá Vallea. Í næstu umferð mætir Vallea Fylki föstudaginn 18. mars og sama kvöld taka Kórdrengir á móti Ármanni. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Kórdrengir
Vallea er eitt allra heitasta liðið í Ljósleiðaradeildinni í dag. Eftir erfiðleika í upphafi tímabilsins hefur Vallea náð að slípa sig saman á ný og hefur liðið unnið 9 af síðustu 10 leikjum sínum. Innkoma Minidegreez á vappann hjá Vallea var því mikið heillaspor og hefur gert Spike kleift að vera bæði hreyfanlegri og árásargjarnari. Með sigri gátu Kórdrengir jafnað Fylki að stigumá botninum en til þess þyrftu þeir að skapa mikla pressu víðs vegar um kortið. Leikurinn fór fram í Mirage og vann Vallea hnífalotuna. Kórdrengir hófu því leikinn í sókn (Counter-Terrorists) en Mirage kortið er eitt af þeim sem hentar þeirri hlið ágætlega og Kórdrengir kunna vel við sig í. Kórdrengir voru snöggir að flétta sig inn á sprengjusvæðið og fella alla leikmenn Vallea, þar af Blazter með þrjá. Endurtók hann leikinn strax í næstu lotu héldu Kórdrengir sig þétt saman til vinna þá þriðju einnig. Þá fyrst fékk Vallea uppbótarpening og gat vopnast vel en það breytti engu. Kórdrengir voru stórhættulegir í sókninni, fljótir í gang og reiðubúnir til að sækja framarlega og verja sprengjuna. Það þurfti fjórfalda fellu frá Goa7er í sjöttu lotu til að koma Vallea á blað og inn í leikinn aftur. Tengdu þeir saman nokkrar lotur í röð enda búnir að lesa leikskipulag Kórdrengja. Vallea hélt aftur af Blazter með góðum opnunum og var efnahagur Kórdrengja ekki upp á sitt besta. Goa7er og félagar voru greinilega komnir í gang og eftir harða baráttu jafnaði Vallea metin í 5–5. Ekki vantaði upp á einstaklingsframtökin hjá báðum liðum. Það var Snky á vappanum hjá Kórdrengjum sem felldi fjóra leikmenn Vallea á stórkostlegan hátt til að stöðva valtarann sem Vallea var á. Kórdrengir náðu ekki að nýta sér stöðu sína á kortinu nægilega vel og komst því Vallea á endanum yfir í fyrsta sinn í leiknum, 7–6. Kórdrengir urðu uppiskroppa með handsprengjur og annan búnað og fór Vallea því inn í síðari hálfleikinn með eins stigs forskoti. Staða í hálfleik: Vallea 8 – 7 Kórdrengir Kórdrengir jöfnuðu á nýjan leik strax í upphafi síðari hálfleiks. Ekki nóg með það heldur áttu Kórdrengir þægilegar lotur þar sem Vallea náði varla að eignast nokkuð svæði á kortinu eða fella neinn. Í nítjándu lotu gat Vallea vopnast á ný. Kórdrengir mættu þeim af mikilli árásargirni og snjöllum staðsetningum til að geta brugðist við hreyfingum Vallea. Blazter náði þar sinni fimmtu þreföldu fellu og útlitið gott fyrir Kórdrengi. Slagurinn var enn sem áður harður en Kórdrengir voru snjallir í að sækja sér upplýsingar, halda svæðum og brjóta bankann hjá Vallea. Kórdrengir voru komnir í fantastuð, Xeny náði ási í 24. lotu og þrefaldri fellu í þeirri næstu til að koma Kórdrengjum í 15–9. Vallea náði sinni annarri lotu í síðari hálfleik og þurfti fimm til viðbótar þegar hurðinni var snögglega lokað af Kórdrengjum. Lokastaða: Vallea 10 – 16 Kórdrengir Úrslitin komu nokkuð á óvart en kortavalið kom sér vel fyrir Kórdrengi. Blazter var stigahæstur hjá Kórdrengjum með 28 fellur líkt og Goa7er hjá Vallea. Kórdrengir eru nú jafnir Fylki að stigum í 7.-8. sæti deildarinnar, en vinni Þór sinn leik gegn XY næsta föstudag taka þeir annað sætið aftur til baka frá Vallea. Í næstu umferð mætir Vallea Fylki föstudaginn 18. mars og sama kvöld taka Kórdrengir á móti Ármanni. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti