Stofna Strandveiðifélag Íslands til að berjast fyrir réttinum til handfæraveiða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2022 12:36 Félagið segir strandveiðar ákjósanlegar til að uppfylla nýjar kröfur neytenda um „umhverfisvænan“ og ferskan fisk. Stofnað hefur verið Strandveiðifélag Íslands en tilgangur þess verður „að standa vörð um og berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur“. Félagið var stofnað á fundi í gamla Stýrimannaskólanum hinn 5. mars síðastliðinn. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu mættu 50 á fundinn en 60 fylgdust með á netinu. Gunnar Ingiberg Guðmundsson skipstjóri var kjörinn formaður og níu kjörnir í stjórn og varastjórn. Félaginu er ætlað „að koma í veg fyrir mismunun í lögum um fiskveiðistjórnun“ sem félagið segir brjóta í bága við stjórnarskrá Íslands. Þá segir félagið öflugar handfæraveiðar myndu svara ákalli neytenda um „umhverfisvænan“ og ferskan fisk. Stofnfundurinn samþykkti svohljóðandi ályktun: „Strandveiðifélags Íslands skorar á íslensk stjórnvöld að hlúa að og efla strandveiðar við Ísland. Taka þarf stór skref til að uppfylla álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007, þar sem kemur fram að íslensku lögin um stjórn fiskveiða brjóti í bága við 26. gr. Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi um jafnrétti allra manna. Við skorum á löggjafa- og framkvæmdavaldið að taka einnig tillit til niðurstöðu Hæstaréttar Íslands frá 1998, þar sem kemur ótvírætt fram að fiskveiðistjórnunarkerfið eins og það er uppbyggt væri andstætt jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar og ákvæðum um atvinnufrelsi.Með aukinni umhverfisvitund eru neytendur um allan heim tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir umhverfisvænan og ferskan fisk. Öflugar handfæraveiðar myndu svara þessu ákalli neytenda og aukinni umhverfisvitund fyrirtækja.“ Sjávarútvegur Fiskur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Félagið var stofnað á fundi í gamla Stýrimannaskólanum hinn 5. mars síðastliðinn. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu mættu 50 á fundinn en 60 fylgdust með á netinu. Gunnar Ingiberg Guðmundsson skipstjóri var kjörinn formaður og níu kjörnir í stjórn og varastjórn. Félaginu er ætlað „að koma í veg fyrir mismunun í lögum um fiskveiðistjórnun“ sem félagið segir brjóta í bága við stjórnarskrá Íslands. Þá segir félagið öflugar handfæraveiðar myndu svara ákalli neytenda um „umhverfisvænan“ og ferskan fisk. Stofnfundurinn samþykkti svohljóðandi ályktun: „Strandveiðifélags Íslands skorar á íslensk stjórnvöld að hlúa að og efla strandveiðar við Ísland. Taka þarf stór skref til að uppfylla álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007, þar sem kemur fram að íslensku lögin um stjórn fiskveiða brjóti í bága við 26. gr. Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi um jafnrétti allra manna. Við skorum á löggjafa- og framkvæmdavaldið að taka einnig tillit til niðurstöðu Hæstaréttar Íslands frá 1998, þar sem kemur ótvírætt fram að fiskveiðistjórnunarkerfið eins og það er uppbyggt væri andstætt jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar og ákvæðum um atvinnufrelsi.Með aukinni umhverfisvitund eru neytendur um allan heim tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir umhverfisvænan og ferskan fisk. Öflugar handfæraveiðar myndu svara þessu ákalli neytenda og aukinni umhverfisvitund fyrirtækja.“
Sjávarútvegur Fiskur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira