Orkan í nýsköpun Ríkarður Ríkarðsson og Sigurður H. Markússon skrifa 7. mars 2022 14:01 Samtök Iðnaðarins tilnefndu árið 2022 sem ár grænnar iðnbyltingar og í nýlegum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar eru lagðar línur um hvernig ný og græn tækifæri, með áherslu á nýsköpun, umhverfi og loftslag, geti best tryggt velsæld okkar til framtíðar. Aukin og víðtæk áhersla á þessa mikilvægu málaflokka kemur nú fram af meiri krafti en nokkru sinni og mun að öllum líkindum gerbreyta heimshagkerfunum á komandi árum. Þar verða orkumál í brennipunkti umræðu og aðgerða. Viðamestu áskoranir okkar tíma eru loftslagsbreytingar og hröð hnignun vistkerfa jarðar. Mikil og hröð losun koldíoxíðs, aðallega vegna jarðefnaeldsneytis, iðnaðar og landnotkunar, stuðlar að of snöggum breytingum á hitastigi og veðurfari til að lífverur geti aðlagað sig á sama hraða. Þar að auki hnigna vistkerfi jarðar nú svo hratt vegna athafna mannsins að vísindamenn spá því að lítið verði eftir af villtu dýralífi innan fárra áratuga, ef haldið verður áfram á sömu braut. Því þurfum við að bregðast hratt við og innleiða lausnir sem virka. Þær lausnir sem höfða til þessa tveggja áðurnefndu áskorana verða í forgrunni í fjárfestingum, tækniþróun og nýsköpun á komandi árum. Lausnir knúnar endurnýjanlegri orku Lausnirnar eru í raun einfaldar. Við þurfum að leggja áherslu á að fasa út jarðefnaeldsneyti og nýta þess í stað endurnýjanlega orku og orkubera eins og vetni. Draga úr losun iðnaðar með nýsköpun og hringrásarhugsun og grænka matvælaframleiðslu heimsins sem nýtir of mikið land, ferskvatn og eiturefni. Þannig er hægt að ná utan um stærstan hluta áskorunarinnar. Það er hins vegar umfangið sem er bæði flókið og risavaxið þar sem mannkynið telur orðið nálægt 8 milljörðum samanborið við tæpa 2 milljarða fyrir einni öld síðan. Álag á loftslagog vistkerfi hefur aukist stórkostlega á þessu tímabili, umfram burðargetu umhverfisins, og mun halda áfram að gera það á komandi árum þar sem enn býr stór hluti jarðarbúa við mjög takmörkuð lífsgæði. Þannig spáir Alþjóða Orkustofnuninn (IEA) því að heildar raforkunotkun heimsins muni tvöfaldast fyrir árið 2050 vegna aukinnar rafvæðingar, batnandi lífskjara og orkuskipta. Óumflýjanlegt er að nýting endurnýjanlegrar orku þurfi að margfaldast þar sem um 80% allrar orkunotkunar mannkyns treystir enn á jarðefnaeldsneyti, og eitthvað verður að koma í stað þess eigi þessi umskipti að ganga upp. Orkusparnaður og bætt nýting orku eru mikilvægar aðgerðir og skipta miklu máli en þær munu ekki einar og sér duga til að losa okkur við jarðefnaeldsneyti. Orkuskipti í fjölbreyttum greinum Orkuskipti í samgöngum og flutningum eru hafin og er horft til fjölbreyttra lausna. Rafhlöður fyrir minni farartæki á meðan stærri farartæki þurfa að öllum líkindum að horfa til annarra lausna, svo sem vetni á stærri flutningabíla og rafeldsneyti á skip og síðar flugvélar. Það eitt og sér dugar þó ekki til og þarf að horfa til orkuskipta í öllum greinum þar sem notast er við jarðefnaeldsneyti. Þannig þarf stærsta iðngrein heims, matvælaframleiðslan, að stíga stórtæk skref í orkuskiptum og nýsköpun. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) telur að framleiðsla matvæla þurfi að vaxa um 50-70% til ársins 2050 til að mæta vaxandi eftirspurn og breyttum neysluháttum. Því eru nýjar lausnir sem draga úr umhverfisálagi nauðsynlegar þar sem matvælakerfið er nú þegar vaxið umfram burðargetu umhverfisins. Í heild sinni standa virðiskeðjur matvæla fyrir allt að um þriðjungi allrar koldíoxíðlosunar, tveimur þriðju allrar ferskvatnsnotkunar auk gríðarlegrar og vaxandi landnotkunar. Leita þarf lausna þar sem hægt er að auka framleiðslu án aukins umhverfisálags. Flestar þeirra greina sem horft er til í því samhengi byggja á stýrðu umhverfi og nýtingu á endurnýjanlegri orku, svo sem gróðurhús og lóðrétt ræktun, fiskeldi á landi og nýstárlegum lausnum svo sem próteinframleiðslu beint úr vetni og koldíoxíð. Á sama tíma mun nýsköpun minnka losun og vistspor annarra greina ásamt því að fanga og nýta eða binda kolefni og koma öðrum nauðsynlegum efnum inn í virka hringrás hagkerfisins. Það er t.d. hægt að gera með þróun grænna iðngarða þar sem samtenging fyrirtækja gerir það þeim mögulegt að endurnýta það sem fellur til við framleiðslu í nytsamlegar vörur, svo sem grænt eldsneyti. Aukinn kraftur í nýsköpun Til að þetta takist þarf vilja, ásetning og öflugt samstarf vísinda- og háskólasamfélagsins, atvinnulífsins og stjórnvalda, frumkvöðla, leiðtoga og aðgerðarsinna sem knýja fram breytingar. Dæmi um hreyfiafl slíkrar samstöðu sést vel með ótrúlegri þróun rafbílsins undanfarinn áratug og þróun vindmylla þar sem með rannsóknum og stöðugri tækniþróun tókst að lækka kostnað vindorkunýtingar um 70% milli áranna 2009 og 2019 og gera hana að samkeppnishæfum kosti. Þarna má glöggt sjá kraftinn í nýsköpun sé markmiðið skýrt, eftirspurnin til staðar og hvatarnir réttir. Þetta er rétt að byrja og á komandi árum mun stöðugt aukið fjármagn leita til frumkvöðla og nýrra fyrirtækja í þessum greinum til að þróa og raungera þá tækni sem morgundagurinn þarf. Má áætla að fram undan sé gróskumikið tímabil nýsköpunar þar sem orka, umhverfismál og tækniþróun mætast. Einstök staða Íslands Fáar þjóðir eru í betri stöðu en Ísland til að leiða þessa þróun. Á meðan aðrar þjóðir keppast við að fasa út jarðefnaeldsneyti í raforkukerfinu, getum við byggt á uppbyggingu undanfarinna áratuga og einbeitt okkur að orkuskiptum og nýjum grænum tækifærum, tækifærum sem byggja á styrkleikum okkar sem felast í endurnýjanlegum auðlindum, vatninu, jarðvarmanum og vindinum. Við getum orðið fyrst til að búa við jarðefnaeldsneytislaust hagkerfi. Þannig mætti spara okkur um 50 milljarða króna árlega í gjaldeyri fyrir innflutt eldsneyti sem og gera alla orkunotkun hérlendis kolefnishlutlausa. Við getum byggt á þekkingu okkar í sjávarútvegi og landbúnaði og horft til nýrra matvælagreina til að nýta þá reynslu sem fyrir er. Reynslu þar sem nýsköpunardrifin nálgun hefur skilað okkur fjölda öflugra tækni- og þekkingarfyrirtækja sem í dag eru mikilvægar stoðir í hagkerfinu. Við getum verið vettvangur fyrir prófanir og innleiðingu á nýrri tækni og nýjum lausnum og stuðlað þannig að öflugum þekkingariðnaði. Samstarf um þróun lausna um allt land Af þessum ástæðum er Landsvirkjun að leggja stöðugt aukna áherslu á nýsköpun og tækifæri í orkuskiptum og matvælaframleiðslu. Við höfum notið samstarfs í nýsköpunarverkefnum víða um land sem dregið hefur að vísindamenn, erlend og innlend fyrirtæki og heimamenn. Til dæmis vinnur EIMUR á Norðurlandi að bættri nýtingu orku og auðlindastrauma, Blámi á Vestfjörðum skoðar orkuskipti í sjávarútvegi og tengdum greinum og Orkídea á Suðurlandi styður við þróun og uppbyggingu á sjálfbærri hátæknimatvælaframleiðslu. Við vinnum með viðskiptavinum okkar að þróun lausna til að draga úr útblæstri og með sveitarfélögum við að innleiða ný verkefni og hringrásarhugsun. Öflugur jarðvegur fyrir sprota Við höfum stutt sprotafyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessum greinum, m.a. með nýsköpunarhröðlum, beinu samstarfi og miðlun þekkingar. Slíkt samstarf hefur nú þegar leitt af sér stofnun nýrra og vaxandi fyrirtækja sem stigu sín fyrstu skref í samstarfi við Landsvirkjun. Þannig hafa spennandi fyrirtæki eins og Atmonia, sem ætla sér að umbylta áburðarframleiðslu með nýrri tækni, KeyNatura sem framleiðir fæðubótarefni með þörungum, og fyrirtækið Krakkakropp, sem ætlar að framleiða barnamat með innlendum hreinum hráefnum og auðlindum, öll fengið hluta af fyrstu fjármögnun og stuðning í gegnum nýsköpunarhraðla sem Landvirkjun hefur staðið fyrir. Önnur fyrirtæki sem útfæra nýsköpun í orku- og iðnaði eins og Laki Power og DTE hafa farið sömu leið. Þessi fyrirtæki hafa svo vaxið og eflst og sótt sér milljarða í styrki og fjárfestingar innanlands og erlendis og búið til fjölda hátækni- og þekkingarstarfa undanfarin ár. Það þarf öflugan jarðveg til að sprotar geti vaxið og dafnað og orðið að spennandi tækifærum. Þetta gerum við því tækifærin eru mikil og ábyrgð okkar sem nýtum sameiginlegar auðlindir landsins sömuleiðis. Við getum og eigum að útbúa jarðveg og vettvang fyrir fyrirtæki og frumkvöðla að stíga hér skref í grænum lausnum sem skipta okkur öll máli til framtíðar. Við getum ákveðið og útfært að vera leiðandi í grænu hagkerfi framtíðar, rétt eins og þegar við réðumst í þau risavöxnu verkefni að hitaveituvæða landið og raforkuvæða orkusækinn iðnað, ákvarðanir sem tryggðu hér öfluga innviði og spara og veita hundruðum milljarða í hagkerfi okkar árlega. Við getum sýnt fordæmi sem um munar ef við hugum vel að orkumálum og nýsköpun. Ríkarður er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun og Sigurður er forstöðumaður nýsköpunardeildar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Samtök Iðnaðarins tilnefndu árið 2022 sem ár grænnar iðnbyltingar og í nýlegum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar eru lagðar línur um hvernig ný og græn tækifæri, með áherslu á nýsköpun, umhverfi og loftslag, geti best tryggt velsæld okkar til framtíðar. Aukin og víðtæk áhersla á þessa mikilvægu málaflokka kemur nú fram af meiri krafti en nokkru sinni og mun að öllum líkindum gerbreyta heimshagkerfunum á komandi árum. Þar verða orkumál í brennipunkti umræðu og aðgerða. Viðamestu áskoranir okkar tíma eru loftslagsbreytingar og hröð hnignun vistkerfa jarðar. Mikil og hröð losun koldíoxíðs, aðallega vegna jarðefnaeldsneytis, iðnaðar og landnotkunar, stuðlar að of snöggum breytingum á hitastigi og veðurfari til að lífverur geti aðlagað sig á sama hraða. Þar að auki hnigna vistkerfi jarðar nú svo hratt vegna athafna mannsins að vísindamenn spá því að lítið verði eftir af villtu dýralífi innan fárra áratuga, ef haldið verður áfram á sömu braut. Því þurfum við að bregðast hratt við og innleiða lausnir sem virka. Þær lausnir sem höfða til þessa tveggja áðurnefndu áskorana verða í forgrunni í fjárfestingum, tækniþróun og nýsköpun á komandi árum. Lausnir knúnar endurnýjanlegri orku Lausnirnar eru í raun einfaldar. Við þurfum að leggja áherslu á að fasa út jarðefnaeldsneyti og nýta þess í stað endurnýjanlega orku og orkubera eins og vetni. Draga úr losun iðnaðar með nýsköpun og hringrásarhugsun og grænka matvælaframleiðslu heimsins sem nýtir of mikið land, ferskvatn og eiturefni. Þannig er hægt að ná utan um stærstan hluta áskorunarinnar. Það er hins vegar umfangið sem er bæði flókið og risavaxið þar sem mannkynið telur orðið nálægt 8 milljörðum samanborið við tæpa 2 milljarða fyrir einni öld síðan. Álag á loftslagog vistkerfi hefur aukist stórkostlega á þessu tímabili, umfram burðargetu umhverfisins, og mun halda áfram að gera það á komandi árum þar sem enn býr stór hluti jarðarbúa við mjög takmörkuð lífsgæði. Þannig spáir Alþjóða Orkustofnuninn (IEA) því að heildar raforkunotkun heimsins muni tvöfaldast fyrir árið 2050 vegna aukinnar rafvæðingar, batnandi lífskjara og orkuskipta. Óumflýjanlegt er að nýting endurnýjanlegrar orku þurfi að margfaldast þar sem um 80% allrar orkunotkunar mannkyns treystir enn á jarðefnaeldsneyti, og eitthvað verður að koma í stað þess eigi þessi umskipti að ganga upp. Orkusparnaður og bætt nýting orku eru mikilvægar aðgerðir og skipta miklu máli en þær munu ekki einar og sér duga til að losa okkur við jarðefnaeldsneyti. Orkuskipti í fjölbreyttum greinum Orkuskipti í samgöngum og flutningum eru hafin og er horft til fjölbreyttra lausna. Rafhlöður fyrir minni farartæki á meðan stærri farartæki þurfa að öllum líkindum að horfa til annarra lausna, svo sem vetni á stærri flutningabíla og rafeldsneyti á skip og síðar flugvélar. Það eitt og sér dugar þó ekki til og þarf að horfa til orkuskipta í öllum greinum þar sem notast er við jarðefnaeldsneyti. Þannig þarf stærsta iðngrein heims, matvælaframleiðslan, að stíga stórtæk skref í orkuskiptum og nýsköpun. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) telur að framleiðsla matvæla þurfi að vaxa um 50-70% til ársins 2050 til að mæta vaxandi eftirspurn og breyttum neysluháttum. Því eru nýjar lausnir sem draga úr umhverfisálagi nauðsynlegar þar sem matvælakerfið er nú þegar vaxið umfram burðargetu umhverfisins. Í heild sinni standa virðiskeðjur matvæla fyrir allt að um þriðjungi allrar koldíoxíðlosunar, tveimur þriðju allrar ferskvatnsnotkunar auk gríðarlegrar og vaxandi landnotkunar. Leita þarf lausna þar sem hægt er að auka framleiðslu án aukins umhverfisálags. Flestar þeirra greina sem horft er til í því samhengi byggja á stýrðu umhverfi og nýtingu á endurnýjanlegri orku, svo sem gróðurhús og lóðrétt ræktun, fiskeldi á landi og nýstárlegum lausnum svo sem próteinframleiðslu beint úr vetni og koldíoxíð. Á sama tíma mun nýsköpun minnka losun og vistspor annarra greina ásamt því að fanga og nýta eða binda kolefni og koma öðrum nauðsynlegum efnum inn í virka hringrás hagkerfisins. Það er t.d. hægt að gera með þróun grænna iðngarða þar sem samtenging fyrirtækja gerir það þeim mögulegt að endurnýta það sem fellur til við framleiðslu í nytsamlegar vörur, svo sem grænt eldsneyti. Aukinn kraftur í nýsköpun Til að þetta takist þarf vilja, ásetning og öflugt samstarf vísinda- og háskólasamfélagsins, atvinnulífsins og stjórnvalda, frumkvöðla, leiðtoga og aðgerðarsinna sem knýja fram breytingar. Dæmi um hreyfiafl slíkrar samstöðu sést vel með ótrúlegri þróun rafbílsins undanfarinn áratug og þróun vindmylla þar sem með rannsóknum og stöðugri tækniþróun tókst að lækka kostnað vindorkunýtingar um 70% milli áranna 2009 og 2019 og gera hana að samkeppnishæfum kosti. Þarna má glöggt sjá kraftinn í nýsköpun sé markmiðið skýrt, eftirspurnin til staðar og hvatarnir réttir. Þetta er rétt að byrja og á komandi árum mun stöðugt aukið fjármagn leita til frumkvöðla og nýrra fyrirtækja í þessum greinum til að þróa og raungera þá tækni sem morgundagurinn þarf. Má áætla að fram undan sé gróskumikið tímabil nýsköpunar þar sem orka, umhverfismál og tækniþróun mætast. Einstök staða Íslands Fáar þjóðir eru í betri stöðu en Ísland til að leiða þessa þróun. Á meðan aðrar þjóðir keppast við að fasa út jarðefnaeldsneyti í raforkukerfinu, getum við byggt á uppbyggingu undanfarinna áratuga og einbeitt okkur að orkuskiptum og nýjum grænum tækifærum, tækifærum sem byggja á styrkleikum okkar sem felast í endurnýjanlegum auðlindum, vatninu, jarðvarmanum og vindinum. Við getum orðið fyrst til að búa við jarðefnaeldsneytislaust hagkerfi. Þannig mætti spara okkur um 50 milljarða króna árlega í gjaldeyri fyrir innflutt eldsneyti sem og gera alla orkunotkun hérlendis kolefnishlutlausa. Við getum byggt á þekkingu okkar í sjávarútvegi og landbúnaði og horft til nýrra matvælagreina til að nýta þá reynslu sem fyrir er. Reynslu þar sem nýsköpunardrifin nálgun hefur skilað okkur fjölda öflugra tækni- og þekkingarfyrirtækja sem í dag eru mikilvægar stoðir í hagkerfinu. Við getum verið vettvangur fyrir prófanir og innleiðingu á nýrri tækni og nýjum lausnum og stuðlað þannig að öflugum þekkingariðnaði. Samstarf um þróun lausna um allt land Af þessum ástæðum er Landsvirkjun að leggja stöðugt aukna áherslu á nýsköpun og tækifæri í orkuskiptum og matvælaframleiðslu. Við höfum notið samstarfs í nýsköpunarverkefnum víða um land sem dregið hefur að vísindamenn, erlend og innlend fyrirtæki og heimamenn. Til dæmis vinnur EIMUR á Norðurlandi að bættri nýtingu orku og auðlindastrauma, Blámi á Vestfjörðum skoðar orkuskipti í sjávarútvegi og tengdum greinum og Orkídea á Suðurlandi styður við þróun og uppbyggingu á sjálfbærri hátæknimatvælaframleiðslu. Við vinnum með viðskiptavinum okkar að þróun lausna til að draga úr útblæstri og með sveitarfélögum við að innleiða ný verkefni og hringrásarhugsun. Öflugur jarðvegur fyrir sprota Við höfum stutt sprotafyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessum greinum, m.a. með nýsköpunarhröðlum, beinu samstarfi og miðlun þekkingar. Slíkt samstarf hefur nú þegar leitt af sér stofnun nýrra og vaxandi fyrirtækja sem stigu sín fyrstu skref í samstarfi við Landsvirkjun. Þannig hafa spennandi fyrirtæki eins og Atmonia, sem ætla sér að umbylta áburðarframleiðslu með nýrri tækni, KeyNatura sem framleiðir fæðubótarefni með þörungum, og fyrirtækið Krakkakropp, sem ætlar að framleiða barnamat með innlendum hreinum hráefnum og auðlindum, öll fengið hluta af fyrstu fjármögnun og stuðning í gegnum nýsköpunarhraðla sem Landvirkjun hefur staðið fyrir. Önnur fyrirtæki sem útfæra nýsköpun í orku- og iðnaði eins og Laki Power og DTE hafa farið sömu leið. Þessi fyrirtæki hafa svo vaxið og eflst og sótt sér milljarða í styrki og fjárfestingar innanlands og erlendis og búið til fjölda hátækni- og þekkingarstarfa undanfarin ár. Það þarf öflugan jarðveg til að sprotar geti vaxið og dafnað og orðið að spennandi tækifærum. Þetta gerum við því tækifærin eru mikil og ábyrgð okkar sem nýtum sameiginlegar auðlindir landsins sömuleiðis. Við getum og eigum að útbúa jarðveg og vettvang fyrir fyrirtæki og frumkvöðla að stíga hér skref í grænum lausnum sem skipta okkur öll máli til framtíðar. Við getum ákveðið og útfært að vera leiðandi í grænu hagkerfi framtíðar, rétt eins og þegar við réðumst í þau risavöxnu verkefni að hitaveituvæða landið og raforkuvæða orkusækinn iðnað, ákvarðanir sem tryggðu hér öfluga innviði og spara og veita hundruðum milljarða í hagkerfi okkar árlega. Við getum sýnt fordæmi sem um munar ef við hugum vel að orkumálum og nýsköpun. Ríkarður er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun og Sigurður er forstöðumaður nýsköpunardeildar.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar