Sveindís Jane lék tæpar 20 mínútur í öruggum 4-1 sigri Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Staðan var orðin 4-0 er Sveindís Jane kom inn af bekknum en gestirnir klóruðu í bakkann undir lok leiks.
Wolfsburg er í harðri baráttu við Íslendingalið Bayern M. um titilinn en liðið situr sem stendur í 2. sæti með 35 stig, tveimur stigum á eftir stórliði Bayern.
Kristín Dís stóð vaktina í hjarta varnarinnar hjá heimakonum er Bröndby tók á móti Fjortuna Hjörring í 8-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar. Eina mark leiksins kom á 16. mínútu og það skoruðu gestirnir. Þær því komnar áfram í undanúrslit með Bröndby er úr leik.
Þá lék Guðný Árnadóttir allan leikinn er AC Milan og Napoli gerðu 1-1 jafntefli í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. AC Milan er sem stendur í 4. sæti deildarinnar með 33 stig að loknum 16 umferðum, átta stigum minna en topplið Juventus.