Víkingar komust yfir strax á þriðju mínútu með marki frá Nikolaj Hansen, en það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins.
Heimamenn tvöfölduðu loks forystu sína þegar um tíu mínútur voru til leiksloka með marki frá Birni Snæ Helgasyni, áður en Helgi Guðjónsson gulltryggði 3-0 sigur Víkinga í uppbótartíma.
Víkingar eru enn með fullt hús stiga í riðli 1 eftir fjóra leiki, en Grótta hefur aðeins náð í eitt stig.