Nóg að gera hjá forsætisráðherra í Brussel Árni Sæberg skrifar 3. mars 2022 22:16 Forsætisráðherra ásamt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Facebook/Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra varði síðastliðnum sólarhring í Brussel þar sem hún fundaði meðal annars með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins um stríðið í Úkraínu og flutti ávarp í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur haft nóg að gera undanfarinn sólarhring en á dagskránni voru hvorki meira né minna en þrír fundir og ávarp á viðburði jafnréttisnefndar Evrópuþingsins í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Frá þessu greinir Katrín í færslu á Facebook-síðu sinni. Í gærkvöldi fundaði hún með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, um stöðuna sem komin er upp í Úkraínu eftri innrás Rússa í landið. Katrín segir stöðuna skelfilega. Í morgun fundaði hún svo með Robertu Metsola, forseta Evrópuþingsins og Elisabeth Moreno, jafnréttisráðherra Frakklands. Mikið verk óunnið í baráttunni við kynbundið ofbeldi Í dag flutti forsætisráðherra svo ávarp á viðburði jafnréttisnefndar Evrópuþingsins í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Þar fór ég yfir stöðu jafnréttismála á Íslandi og hvernig kvennahreyfingin hefði byggt á samstöðu kvenna, þvert á flokka, kynslóðir og stéttir,“ segir hún. Þá ræddi hún mikilvægar kerfibreytingar á borð við fæðingarorlof sem skiptist jafnt milli beggja foreldra, jafnlaunavottun og breytingar á þungunarrofslöggjöf sem styrkja sjálfsákvörðunarrétt kvenna, sem hafi stuðlað að jafnrétti. „Þessar kerfisbreytingar hafa ekki komið af sjálfu sér heldur eru þær afrakstur baráttu sem hefur skilað sér í pólitískri stefnumótun og raunverulegri viðhorfsbreytingu til jafnréttis,“ segir Katrín. Þá lagði hún sérstaka áherslu á baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi en hún segir að þó mikið hafi verið gert á undanförnum sé mikið verk enn óunnið í þeim efnum. „Það er til dæmis sláandi staðreynd að helmingur allra ofbeldisglæpa á Íslandi er heimilisofbeldi. Bara sú staðreynd segir okkur að við eigum langt í land,“ segir hún. Forsætisráðherra Belga gaf Katrínu bók Að lokum fundaði Katrín með Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, en þau ræddu orkuskipti, loftslagsmál, jafnréttismál og auðvitað mál málanna um þessar mundir, stöðuna í Úkraínu og áhrif innrásar Rússa á öryggismál í Evrópu. „Hann gaf mér bók sem hann skrifaði um jafnréttismál sem fjallar um hvernig femínismi getur bjargað körlum – ekki síður en konum,“ segir Katrín um fund þeirra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Belgía Jafnréttismál Utanríkismál Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur haft nóg að gera undanfarinn sólarhring en á dagskránni voru hvorki meira né minna en þrír fundir og ávarp á viðburði jafnréttisnefndar Evrópuþingsins í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Frá þessu greinir Katrín í færslu á Facebook-síðu sinni. Í gærkvöldi fundaði hún með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, um stöðuna sem komin er upp í Úkraínu eftri innrás Rússa í landið. Katrín segir stöðuna skelfilega. Í morgun fundaði hún svo með Robertu Metsola, forseta Evrópuþingsins og Elisabeth Moreno, jafnréttisráðherra Frakklands. Mikið verk óunnið í baráttunni við kynbundið ofbeldi Í dag flutti forsætisráðherra svo ávarp á viðburði jafnréttisnefndar Evrópuþingsins í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Þar fór ég yfir stöðu jafnréttismála á Íslandi og hvernig kvennahreyfingin hefði byggt á samstöðu kvenna, þvert á flokka, kynslóðir og stéttir,“ segir hún. Þá ræddi hún mikilvægar kerfibreytingar á borð við fæðingarorlof sem skiptist jafnt milli beggja foreldra, jafnlaunavottun og breytingar á þungunarrofslöggjöf sem styrkja sjálfsákvörðunarrétt kvenna, sem hafi stuðlað að jafnrétti. „Þessar kerfisbreytingar hafa ekki komið af sjálfu sér heldur eru þær afrakstur baráttu sem hefur skilað sér í pólitískri stefnumótun og raunverulegri viðhorfsbreytingu til jafnréttis,“ segir Katrín. Þá lagði hún sérstaka áherslu á baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi en hún segir að þó mikið hafi verið gert á undanförnum sé mikið verk enn óunnið í þeim efnum. „Það er til dæmis sláandi staðreynd að helmingur allra ofbeldisglæpa á Íslandi er heimilisofbeldi. Bara sú staðreynd segir okkur að við eigum langt í land,“ segir hún. Forsætisráðherra Belga gaf Katrínu bók Að lokum fundaði Katrín með Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, en þau ræddu orkuskipti, loftslagsmál, jafnréttismál og auðvitað mál málanna um þessar mundir, stöðuna í Úkraínu og áhrif innrásar Rússa á öryggismál í Evrópu. „Hann gaf mér bók sem hann skrifaði um jafnréttismál sem fjallar um hvernig femínismi getur bjargað körlum – ekki síður en konum,“ segir Katrín um fund þeirra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Belgía Jafnréttismál Utanríkismál Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira