„Oftast hlusta fullorðnir ekki á okkur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. mars 2022 19:31 Sigtryggur Máni Guðmundsson sem sat í ráðgjafahóp fyrir barnaþing segir fullorðna ekki hlusta á krakka. Ráðherrar mættu á þingið í dag. Svandís Svavarsdóttir sendi sjálfri sér ellefu ára gamalli skilaboð á þinginu í dag. Vísir/Egill Við viljum að röddin okkar heyrist og að það sé tekið mark á henni segja þáttakendur á Barnaþingi sem var sett í Hörpu í dag. Ráðherrar sem mættu gáfu krökkunum ráð eins og að þau ættu að varðveita barnið í sjálfum sér og ræða við aðra um líðan sína. Barnaþing var sett í annað skipti í Hörpu í dag en þátttakendur sem eru á aldrinum ellefu til fimmtán ára voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Þingið verður með þjóðfundarfyrirkomulagi þar sem áhersla verður lögð á mannréttindi, umhverfismál og menntun. Krakkarnir voru ánægðir með að fá að láta rödd sína heyrast. „Oftast hlustar fullorðna fólkið ekki á okkur krakkana og tekur ekki eftir okkur, hlusta bara á annað fullorðið fólk,“ segir Sigtryggur Máni Guðmundsson sem sat í ráðgjafahópi Barnaþings og tekur þátt í því í ár. „Það er svo frábært að vera partur af þessu á svona ungum aldri og fá að segja sínar skoðanir,“ segir Kristjana Erla Kjartasdóttir sem sat líka í ráðgjafahópnum. Þau Kristjana Erla Kjartasdóttir og Sigtryggur Máni Guðmundsson taka þátt í Barnaþinginu þetta árið.Vísir/Egill Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að nota niðurstöður Barnaþings í opinberri stefnumótun. Fulltrúar þeirra voru mættir á þingið og beðnir um að senda sjálfum sér skilaboð væru þeir unglingar í dag. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að nota niðurstöður Barnaþings í opinbera stefnumótun.Vísir/Egill Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sem var orðin einn og áttatíu að hæð ellefu ára og átti erfitt þegar hún vangaði við stráka sem náðu henni upp að mitti sendi sér þessi skilaboð. „Sennilega hefði ég sagt við þessa stelpu þetta á eftir að lagast,“ sagði Svandís sem hvatti krakkana til að halda í barnið í sér og leika sér alla ævi. Svandís talaði til sín þegar hún var ellefu ára og langstærst og skilaboðin voru: „Þetta á eftir að lagast.“Vísir/Egill Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hvatti krakkana til að segja öðrum frá líði þeim illa. Því fyrr sem krakkarnir geri það því fljótari verði þau að átta sig á hver þau vilji verða. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hvatti svo krakkana í sinni ræðu til að varðveita barnið í sjálfum sér. Þjóðfundurinn hefst á morgun í Hörpu klukkan níu. Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Krakkar Réttindi barna Harpa Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Barnaþing var sett í annað skipti í Hörpu í dag en þátttakendur sem eru á aldrinum ellefu til fimmtán ára voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Þingið verður með þjóðfundarfyrirkomulagi þar sem áhersla verður lögð á mannréttindi, umhverfismál og menntun. Krakkarnir voru ánægðir með að fá að láta rödd sína heyrast. „Oftast hlustar fullorðna fólkið ekki á okkur krakkana og tekur ekki eftir okkur, hlusta bara á annað fullorðið fólk,“ segir Sigtryggur Máni Guðmundsson sem sat í ráðgjafahópi Barnaþings og tekur þátt í því í ár. „Það er svo frábært að vera partur af þessu á svona ungum aldri og fá að segja sínar skoðanir,“ segir Kristjana Erla Kjartasdóttir sem sat líka í ráðgjafahópnum. Þau Kristjana Erla Kjartasdóttir og Sigtryggur Máni Guðmundsson taka þátt í Barnaþinginu þetta árið.Vísir/Egill Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að nota niðurstöður Barnaþings í opinberri stefnumótun. Fulltrúar þeirra voru mættir á þingið og beðnir um að senda sjálfum sér skilaboð væru þeir unglingar í dag. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að nota niðurstöður Barnaþings í opinbera stefnumótun.Vísir/Egill Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sem var orðin einn og áttatíu að hæð ellefu ára og átti erfitt þegar hún vangaði við stráka sem náðu henni upp að mitti sendi sér þessi skilaboð. „Sennilega hefði ég sagt við þessa stelpu þetta á eftir að lagast,“ sagði Svandís sem hvatti krakkana til að halda í barnið í sér og leika sér alla ævi. Svandís talaði til sín þegar hún var ellefu ára og langstærst og skilaboðin voru: „Þetta á eftir að lagast.“Vísir/Egill Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hvatti krakkana til að segja öðrum frá líði þeim illa. Því fyrr sem krakkarnir geri það því fljótari verði þau að átta sig á hver þau vilji verða. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hvatti svo krakkana í sinni ræðu til að varðveita barnið í sjálfum sér. Þjóðfundurinn hefst á morgun í Hörpu klukkan níu.
Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Krakkar Réttindi barna Harpa Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira