Mannréttindi, umhverfismál og menntun í brennidepli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. mars 2022 15:09 Frá Barnaþinginu árið 2019. Vísir/SigurjónÓ Stjórnvöld ætla að nýta tillögur Barnaþings markvisst í opinberri stefnumótun að sögn umboðsmanns barna en þingið verður sett í annað skipti í dag í Hörpu. Ríflega hundrað börn ræða þar um um mannréttindi umhverfismál og menntun. Krakkarnir eru á aldrinum ellefu til fimmtán ára og eru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Þjóðfundarfyrirkomulag er notað á þinginu þar sem þátttakendum er skipt á borð þar sem umræðan á sér stað undir stjórn sérþjálfaðra borðstjóra. Þingið fór í fyrsta skipti fram árið 2019. Þá lögðu börnin áherslu menntamál en meðal þess sem börnin kröfðust þá var betri og fjölbreyttari matur í skólum og jafnrétti til náms og heilbrigðisþjónustu. Salvör Nordal umboðsmaður barna sem heldur utan um Barnaþingið segir að krakkarnir sjálfir valið áhersluatriðin sem ræða á. „Þau munu leggja áherslu á mannréttindi, umhverfismál og menntun,“ segir Salvör. Hún segir að niðurstöður þingsins muni koma að margvíslegum notum. „Við höfum verið dugleg við að halda því á lofti sem þau fjölluðu um þá. En síðan ákvað Alþingi síðasta vor að nýta tillögur Barnaþings markvisst við opinbera stefnumótun. Það verður tryggt núna og stjórnvöld hafa svona skuldbundið sig til að nýta niðurstöður barnaþings markvisst,“ segir Salvör. Hátíðardagskrá þingsins hófst í dag klukkan þrjú en á morgun hefst svo sjálfur Þjóðfundurinn. Um Barnaþing Barnaþing er nú haldið í annað sinn en samkvæmt lögum um umboðsmann barna er honum ætlað að halda þing um málefni barna á tveggja ára fresti og bjóða til þingsins alþingismönnum, fulltrúum sveitarfélaga, stofnana, félagasamtaka og atvinnulífsins. Í aðdraganda þessa barnaþings hafa barnaþingmenn valið þrjá málaflokka sem þau hyggjast leggja áherslu á: Mannréttindi, umhverfismál og menntun. Barnaþingi er ætlað að efla börn til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um málefni sem snerta þau og veita sjónarmiðum þeirra farveg inn í almenna stefnumótun og þjóðfélagsumræðu í samræmi við 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hér er um einstæðan viðburð að ræða á heimsvísu enda börnin valin með slembivali úr þjóðskrá með það að markmiði að ná til sem fjölbreyttasts hóps barna frá ólíkum stöðum á landinu. Einnig er lögð áhersla á að tryggja þeim börnum stuðning sem á því þurfa að halda sem og táknmálstúlkun og túlk á pólsku. Þá er embætti umboðsmanns barna í samvinnu við Þroskahjálp um sérstakan stuðning við fötluð börn á þinginu. Í þingsályktunartillögu um barnvænt Ísland sem Alþingi samþykkti síðast liðið vor er kveðið á um að niðurstöður barnaþings verði nýttar markvisst við opinbera stefnumótun hjá stjórnvöldum og eftirfylgni með niðurstöðunum innan stjórnarráðsins verði tryggð. Barnaþing er því einn mikilvægasti samráðsvettvangur fyrir börn hér á landi og þar fer fram mikilvæg samræða barna og fullorðinna um þau mál sem á börnum brenna. Réttindi barna Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Krakkarnir eru á aldrinum ellefu til fimmtán ára og eru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Þjóðfundarfyrirkomulag er notað á þinginu þar sem þátttakendum er skipt á borð þar sem umræðan á sér stað undir stjórn sérþjálfaðra borðstjóra. Þingið fór í fyrsta skipti fram árið 2019. Þá lögðu börnin áherslu menntamál en meðal þess sem börnin kröfðust þá var betri og fjölbreyttari matur í skólum og jafnrétti til náms og heilbrigðisþjónustu. Salvör Nordal umboðsmaður barna sem heldur utan um Barnaþingið segir að krakkarnir sjálfir valið áhersluatriðin sem ræða á. „Þau munu leggja áherslu á mannréttindi, umhverfismál og menntun,“ segir Salvör. Hún segir að niðurstöður þingsins muni koma að margvíslegum notum. „Við höfum verið dugleg við að halda því á lofti sem þau fjölluðu um þá. En síðan ákvað Alþingi síðasta vor að nýta tillögur Barnaþings markvisst við opinbera stefnumótun. Það verður tryggt núna og stjórnvöld hafa svona skuldbundið sig til að nýta niðurstöður barnaþings markvisst,“ segir Salvör. Hátíðardagskrá þingsins hófst í dag klukkan þrjú en á morgun hefst svo sjálfur Þjóðfundurinn. Um Barnaþing Barnaþing er nú haldið í annað sinn en samkvæmt lögum um umboðsmann barna er honum ætlað að halda þing um málefni barna á tveggja ára fresti og bjóða til þingsins alþingismönnum, fulltrúum sveitarfélaga, stofnana, félagasamtaka og atvinnulífsins. Í aðdraganda þessa barnaþings hafa barnaþingmenn valið þrjá málaflokka sem þau hyggjast leggja áherslu á: Mannréttindi, umhverfismál og menntun. Barnaþingi er ætlað að efla börn til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um málefni sem snerta þau og veita sjónarmiðum þeirra farveg inn í almenna stefnumótun og þjóðfélagsumræðu í samræmi við 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hér er um einstæðan viðburð að ræða á heimsvísu enda börnin valin með slembivali úr þjóðskrá með það að markmiði að ná til sem fjölbreyttasts hóps barna frá ólíkum stöðum á landinu. Einnig er lögð áhersla á að tryggja þeim börnum stuðning sem á því þurfa að halda sem og táknmálstúlkun og túlk á pólsku. Þá er embætti umboðsmanns barna í samvinnu við Þroskahjálp um sérstakan stuðning við fötluð börn á þinginu. Í þingsályktunartillögu um barnvænt Ísland sem Alþingi samþykkti síðast liðið vor er kveðið á um að niðurstöður barnaþings verði nýttar markvisst við opinbera stefnumótun hjá stjórnvöldum og eftirfylgni með niðurstöðunum innan stjórnarráðsins verði tryggð. Barnaþing er því einn mikilvægasti samráðsvettvangur fyrir börn hér á landi og þar fer fram mikilvæg samræða barna og fullorðinna um þau mál sem á börnum brenna.
Réttindi barna Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira