Sprakk á rúmlega tíu bílum í röð eftir sömu holuna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. mars 2022 22:09 Ökumaðurinn telur að nú búið sé að setja upp einhvers konar varúðarmerkingar við holuna. Vísir/Vilhelm Fjöldi bíla sat fastur með sprungin dekk eftir holu á vegi í Kópavogi fyrr í kvöld. Ökumaður segist hafa talið rúmlega tíu bíla í bílaröðinni sem myndaðist, allir með sprungið á dekkjum. „Á Arnarnesvegi, milli Rjúpnavegar og Fífuhvammsvegar, er risastór hola á veginum sem allir ættu að varast,“ segir íbúi í Íbúahóp Kópavogsbúa á Facebook. Fjöldi bíla sat fastur úti í kanti eftir að hafa lent í holu á veginum, sem virðist hafa verið nokkuð slæm ef marka má bílafjöldann sem varð holunni að bráð á svo skömmum tíma. Anna Krasniqi var meðal ökumanna en á bíl hennar sprungu tvö dekk hægra megin. Hún segist hafa talið þrettán bíla í röðinni; allir höfðu lent í því sama. „Ég sá ekki holuna, ég var bara að keyra og svo heyrðist eitthvað. Svo sá ég allt fólkið fyrir framan mig sem hafði lent í því sama. Þá fattaði ég að það væri örugglega einhver hola sem allir væru að lenda í,“ segir Anna í samtali við fréttastofu. Hún segir að sami dráttarbíll hafi komið líklega tíu sinnum og hún þurfti því að bíða nokkuð. Anna ræddi við ökumenn á vettvangi og segir að flestir hafi tekið þessu með stóískri ró. Sem betur fer hafi ekki farið verr en fólk var sammála um að það hafi ekki séð svo slæma holu áður. Vegagerð Kópavogur Bílar Umferðaröryggi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
„Á Arnarnesvegi, milli Rjúpnavegar og Fífuhvammsvegar, er risastór hola á veginum sem allir ættu að varast,“ segir íbúi í Íbúahóp Kópavogsbúa á Facebook. Fjöldi bíla sat fastur úti í kanti eftir að hafa lent í holu á veginum, sem virðist hafa verið nokkuð slæm ef marka má bílafjöldann sem varð holunni að bráð á svo skömmum tíma. Anna Krasniqi var meðal ökumanna en á bíl hennar sprungu tvö dekk hægra megin. Hún segist hafa talið þrettán bíla í röðinni; allir höfðu lent í því sama. „Ég sá ekki holuna, ég var bara að keyra og svo heyrðist eitthvað. Svo sá ég allt fólkið fyrir framan mig sem hafði lent í því sama. Þá fattaði ég að það væri örugglega einhver hola sem allir væru að lenda í,“ segir Anna í samtali við fréttastofu. Hún segir að sami dráttarbíll hafi komið líklega tíu sinnum og hún þurfti því að bíða nokkuð. Anna ræddi við ökumenn á vettvangi og segir að flestir hafi tekið þessu með stóískri ró. Sem betur fer hafi ekki farið verr en fólk var sammála um að það hafi ekki séð svo slæma holu áður.
Vegagerð Kópavogur Bílar Umferðaröryggi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira