„Krefjandi aðstæður og mikil læti“ Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2022 13:00 Arnar Pétursson í höllinni í Kastamonu þar sem íslenska landsliðið freistar þess að taka skref í viðbót í átt að EM sem fram fer í desember. Skjáskot Búist er við 2-3.000 öflugum, tyrkneskum stuðningsmönnum á leik Tyrklands og Íslands í Kastamonu í dag, í undankeppni EM kvenna í handbolta. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari fagnar því. „Okkur líst bara vel á það. Þetta verða klárlega krefjandi aðstæður og mikil læti og stemning en við ætlum að reyna að njóta þess. Það er langt síðan að við höfum spilað fyrir framan svona mikið af fólki, og í svo langan tíma hefur það bara verið fyrir framan örfáar hræður út af þessu Covid-veseni. En við finnum bara tilhlökkun. Við ætlum að njóta þess og hafa gaman af því,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar landsliðsþjálfari um leikinn við Tyrki í dag Ísland á möguleika á því að komast á EM eftir að hafa unnið Serbíu í október. Til að komast á EM er hins vegar ljóst að Ísland má illa við því að vinna ekki báða leikina við Tyrki, í dag og á sunnudaginn, þar sem Tyrkir eru lægst skrifaða liðið í riðlinum. Arnar vill þó ekki meina að um skyldusigra sé að ræða: „Alls ekki. Þetta tyrkneska lið er hættulegur andstæðingur. Þær hafa verið og eru í mikilli sókn í evrópskum handbolta. Þær spiluðu hörkuleiki við bæði Svía og Serba. Svíarnir lentu í hörkubasli með þær tyrknesku hérna þrátt fyrir að vera eitt af bestu liðum heims í dag. Þetta er því langt frá því að vera eitthvað skylduverkefni. Við þurfum að eiga mjög góðan leik og spila gæðahandbolta til að klára þetta verkefni,“ sagði Arnar. „Ef þú ætlar að gefa eitthvað eftir á móti þeim þá grípa þær gæsina“ Tyrkir töpuðu 36-27 á útivelli gegn Serbíu í október og svo 31-23 á heimavelli gegn Svíum eftir að staðan hafði verið 15-12 fyrir Svíþjóð í hálfleik. Arnar segir hins vegar ekkert hægt að slaka á gegn Tyrkjunum: „Þetta eru margir jafnir leikmenn – stelpur sem að vita sín takmörk, berjast í vörn og eru allar í þessu saman. Þær eru hættulegur andstæðingur. Ef þú ætlar að gefa eitthvað eftir á móti þeim þá grípa þær gæsina og nýta öll færi sem við gefum þeim,“ sagði Arnar sem vill sjá íslenska liðið halda áfram að bæta sig, eftir sigurinn flotta gegn Serbum í haust. „Ég vil sjá okkur halda áfram að bæta í, bæði í vörn og sókn. Ég vil sjá okkur leggja okkur hundrað prósent fram, njóta og hafa gaman af þessu. Berjast saman og leggja okkur fram sem ein liðsheild. Það á að skila okkur góðum úrslitum.“ Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Sjá meira
„Okkur líst bara vel á það. Þetta verða klárlega krefjandi aðstæður og mikil læti og stemning en við ætlum að reyna að njóta þess. Það er langt síðan að við höfum spilað fyrir framan svona mikið af fólki, og í svo langan tíma hefur það bara verið fyrir framan örfáar hræður út af þessu Covid-veseni. En við finnum bara tilhlökkun. Við ætlum að njóta þess og hafa gaman af því,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar landsliðsþjálfari um leikinn við Tyrki í dag Ísland á möguleika á því að komast á EM eftir að hafa unnið Serbíu í október. Til að komast á EM er hins vegar ljóst að Ísland má illa við því að vinna ekki báða leikina við Tyrki, í dag og á sunnudaginn, þar sem Tyrkir eru lægst skrifaða liðið í riðlinum. Arnar vill þó ekki meina að um skyldusigra sé að ræða: „Alls ekki. Þetta tyrkneska lið er hættulegur andstæðingur. Þær hafa verið og eru í mikilli sókn í evrópskum handbolta. Þær spiluðu hörkuleiki við bæði Svía og Serba. Svíarnir lentu í hörkubasli með þær tyrknesku hérna þrátt fyrir að vera eitt af bestu liðum heims í dag. Þetta er því langt frá því að vera eitthvað skylduverkefni. Við þurfum að eiga mjög góðan leik og spila gæðahandbolta til að klára þetta verkefni,“ sagði Arnar. „Ef þú ætlar að gefa eitthvað eftir á móti þeim þá grípa þær gæsina“ Tyrkir töpuðu 36-27 á útivelli gegn Serbíu í október og svo 31-23 á heimavelli gegn Svíum eftir að staðan hafði verið 15-12 fyrir Svíþjóð í hálfleik. Arnar segir hins vegar ekkert hægt að slaka á gegn Tyrkjunum: „Þetta eru margir jafnir leikmenn – stelpur sem að vita sín takmörk, berjast í vörn og eru allar í þessu saman. Þær eru hættulegur andstæðingur. Ef þú ætlar að gefa eitthvað eftir á móti þeim þá grípa þær gæsina og nýta öll færi sem við gefum þeim,“ sagði Arnar sem vill sjá íslenska liðið halda áfram að bæta sig, eftir sigurinn flotta gegn Serbum í haust. „Ég vil sjá okkur halda áfram að bæta í, bæði í vörn og sókn. Ég vil sjá okkur leggja okkur hundrað prósent fram, njóta og hafa gaman af þessu. Berjast saman og leggja okkur fram sem ein liðsheild. Það á að skila okkur góðum úrslitum.“ Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Sjá meira