Allt á kafi í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 2. mars 2022 09:00 Veiðivötn eru klárlega eitt vinsælasta veiðisvæði landsins og það eru margir sem bíða með ofvæni eftir fyrsta veiðidegi þar. Eitt af því sem unnendur Veiðivatna fylgjast vel með eru snjóalög á svæðinu en sum árin þegar vetur hefur verið snjóléttur hafa vatnsstaðan verið heldur lág. Þetta getur vissulega haft mikil áhrif á veiðina en að sama skapi er sama staða uppi þegar vatnsstaðan er há en þá, eins og í litlu vatni, þarf að leita frá hinum hefðbundnu veiðistöðum að fiski. Vefmyndavélarnar uppfrá sína glögglega munin á snjóalögum við vötnin en eins og sést á meðfylgjandi myndum sem eru teknar sama dag milli ára er ansi mikill munur. Það gæti því orðið eins og sum árin ansi góðir skaflar við vötnin þegar veiði hefst. Sum árin hefur hluti vatnana meira að segja ennþá verið ísilagður að hluta sem hefur gert veiðimönnum ansi erfitt fyrir. Veiðivötn opna sem fyrr 18. júní og það er eflaust mikil spenna hjá þeim sem fara í vötnin á hverju ári enda fáir staðir jafn rómaðir fyrir fallegt umhverfi og veiði á landinu. Stangveiði Mest lesið 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Fín byrjun í Straumfjarðará Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn á land í Ytri Rangá Veiði Miklir möguleikar í vetrarveiði á Íslandi Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði
Eitt af því sem unnendur Veiðivatna fylgjast vel með eru snjóalög á svæðinu en sum árin þegar vetur hefur verið snjóléttur hafa vatnsstaðan verið heldur lág. Þetta getur vissulega haft mikil áhrif á veiðina en að sama skapi er sama staða uppi þegar vatnsstaðan er há en þá, eins og í litlu vatni, þarf að leita frá hinum hefðbundnu veiðistöðum að fiski. Vefmyndavélarnar uppfrá sína glögglega munin á snjóalögum við vötnin en eins og sést á meðfylgjandi myndum sem eru teknar sama dag milli ára er ansi mikill munur. Það gæti því orðið eins og sum árin ansi góðir skaflar við vötnin þegar veiði hefst. Sum árin hefur hluti vatnana meira að segja ennþá verið ísilagður að hluta sem hefur gert veiðimönnum ansi erfitt fyrir. Veiðivötn opna sem fyrr 18. júní og það er eflaust mikil spenna hjá þeim sem fara í vötnin á hverju ári enda fáir staðir jafn rómaðir fyrir fallegt umhverfi og veiði á landinu.
Stangveiði Mest lesið 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Fín byrjun í Straumfjarðará Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn á land í Ytri Rangá Veiði Miklir möguleikar í vetrarveiði á Íslandi Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði