Feginn að vera á Ítalíu en með áhyggjur af vinum og liðsfélögum Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2022 09:00 Arnór Sigurðsson á ferðinni í landsleik gegn Liechtenstein á síðasta ári. Getty „Þetta er fyrst og fremst ömurlegt eins og ég reikna með að langflestir séu sammála um,“ segir Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, um stríðið í Úkraínu. Arnór er samningsbundinn CSKA Moskvu og viðurkennir að miðað við núverandi ástand sé ekki góð tilhugsun að snúa aftur til Rússlands í sumar. Arnór hefur verið að láni hjá Venezia á Ítalíu í vetur eftir að hafa búið í þrjú ár í Moskvu. Þessi 22 ára Skagamaður hefur því fylgst vel með fréttum af innrás Rússa í Úkraínu og stöðunni hjá sínu fólki í Moskvu sem farið er að finna fyrir ýmsum afleiðingum stríðs sem það sjálft harmar. „Þetta er ömurlegt og farið að hafa þvílík áhrif síðustu daga á allt, og bitnar á svo mörgu fólki sem á það engan veginn skilið. Ég þekki mikið af fólki í Moskvu og hef verið í sambandi við það, og sérstaklega Hörð Björgvin [Magnússon, sem spilar með CSKA]. Ég veit að ættingjar og vinir eru ánægðir með að ég sé á Ítalíu en ekki Moskvu eins og staðan er í dag,“ segir Arnór. Arnór á að baki þrjár leiktíðir með CSKA Moskvu og hefur áhyggjur af félögum sínum í liðinu, þar á meðal Herði Björgvini Magnússyni sem einnig er liðsfélagi Arnórs í íslenska landsliðinu.Getty/David S. Bustamante Venjulegir hlutir ekki lengur í boði í Moskvu „Í Moskvu eru náttúrulega mótmæli gegn stríðinu. Þar eru menn farnir að finna þvílíkt fyrir því að það er verið að loka á allt. Ég reyndi til dæmis að hringja í Hörð Björgvin á Messenger en hann fékk mig bara á Whatsapp því það er bara verið að loka á Messenger. Ég held að maður átti sig kannski ekki á því hvernig svona „basic“ hlutir eru allt í einu ekki í boði lengur þarna. Bankarnir og allt þetta praktíska er hætt að virka sem skyldi og það lamar bara þjóðina. Ég finn aðeins fyrir þessu enda með rússneskt kort sem búið er að loka á. Sem betur fer var ég búinn að færa mína peninga en margt fólk var með háar fjárhæðir á sínum reikningum í Rússlandi og er ekki í góðum málum núna þegar rúblan er að hrynja,“ segir Arnór. Á leið til Rússlands í sumar að óbreyttu En eru félagar hans og vinir í Moskvu ekki óttaslegnir, sem og hann sjálfur? „Það er aðallega óvissa hjá fólki en það væri auðvitað óeðlilegt ef menn væru ekki aðeins stressaðir og það er ekki þægileg staða að vera þarna. Þegar ástandið er svona þá er maður auðvitað ánægður að vera frekar á Ítalíu enda líður mér mjög vel hérna og hér er gott að búa. En á sama tíma hefur maður áhyggjur af vinum sínum og liðsfélögum. Vonandi fer þetta á sem bestan veg.“ Samkvæmt samningi Arnórs við CSKA ætti hann að snúa aftur til Moskvu í sumar, að loknu tímabilinu á Ítalíu og stuttu sumarfríi. Arnór tekur undir að það sé óþægileg tilhugsun miðað við núverandi stöðu: „Það getur enginn sagt til um hvernig þetta verður eftir 4-5 mánuði en ef að ég væri að fara á morgun þá væri það ekkert góð tilhugsun Ég framlengdi samninginn um eitt ár í viðbót áður en ég fór á lán og síðan verður maður bara að taka stöðuna í sumar, og sjá hvort ástandið hefur eitthvað lagast. Ég er náttúrulega samningsbundinn CSKA þannig að eins og staðan er í dag fer ég þangað aftur í sumar.“ Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Rússneski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Arnór hefur verið að láni hjá Venezia á Ítalíu í vetur eftir að hafa búið í þrjú ár í Moskvu. Þessi 22 ára Skagamaður hefur því fylgst vel með fréttum af innrás Rússa í Úkraínu og stöðunni hjá sínu fólki í Moskvu sem farið er að finna fyrir ýmsum afleiðingum stríðs sem það sjálft harmar. „Þetta er ömurlegt og farið að hafa þvílík áhrif síðustu daga á allt, og bitnar á svo mörgu fólki sem á það engan veginn skilið. Ég þekki mikið af fólki í Moskvu og hef verið í sambandi við það, og sérstaklega Hörð Björgvin [Magnússon, sem spilar með CSKA]. Ég veit að ættingjar og vinir eru ánægðir með að ég sé á Ítalíu en ekki Moskvu eins og staðan er í dag,“ segir Arnór. Arnór á að baki þrjár leiktíðir með CSKA Moskvu og hefur áhyggjur af félögum sínum í liðinu, þar á meðal Herði Björgvini Magnússyni sem einnig er liðsfélagi Arnórs í íslenska landsliðinu.Getty/David S. Bustamante Venjulegir hlutir ekki lengur í boði í Moskvu „Í Moskvu eru náttúrulega mótmæli gegn stríðinu. Þar eru menn farnir að finna þvílíkt fyrir því að það er verið að loka á allt. Ég reyndi til dæmis að hringja í Hörð Björgvin á Messenger en hann fékk mig bara á Whatsapp því það er bara verið að loka á Messenger. Ég held að maður átti sig kannski ekki á því hvernig svona „basic“ hlutir eru allt í einu ekki í boði lengur þarna. Bankarnir og allt þetta praktíska er hætt að virka sem skyldi og það lamar bara þjóðina. Ég finn aðeins fyrir þessu enda með rússneskt kort sem búið er að loka á. Sem betur fer var ég búinn að færa mína peninga en margt fólk var með háar fjárhæðir á sínum reikningum í Rússlandi og er ekki í góðum málum núna þegar rúblan er að hrynja,“ segir Arnór. Á leið til Rússlands í sumar að óbreyttu En eru félagar hans og vinir í Moskvu ekki óttaslegnir, sem og hann sjálfur? „Það er aðallega óvissa hjá fólki en það væri auðvitað óeðlilegt ef menn væru ekki aðeins stressaðir og það er ekki þægileg staða að vera þarna. Þegar ástandið er svona þá er maður auðvitað ánægður að vera frekar á Ítalíu enda líður mér mjög vel hérna og hér er gott að búa. En á sama tíma hefur maður áhyggjur af vinum sínum og liðsfélögum. Vonandi fer þetta á sem bestan veg.“ Samkvæmt samningi Arnórs við CSKA ætti hann að snúa aftur til Moskvu í sumar, að loknu tímabilinu á Ítalíu og stuttu sumarfríi. Arnór tekur undir að það sé óþægileg tilhugsun miðað við núverandi stöðu: „Það getur enginn sagt til um hvernig þetta verður eftir 4-5 mánuði en ef að ég væri að fara á morgun þá væri það ekkert góð tilhugsun Ég framlengdi samninginn um eitt ár í viðbót áður en ég fór á lán og síðan verður maður bara að taka stöðuna í sumar, og sjá hvort ástandið hefur eitthvað lagast. Ég er náttúrulega samningsbundinn CSKA þannig að eins og staðan er í dag fer ég þangað aftur í sumar.“
Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Rússneski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira