Ingólfur Bjarni ekki stríðsfréttaritari Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2022 13:22 Ingólfur Bjarni í Úkraínu. Fréttaskeyti hans þaðan og þá ekki síður þegar hann yfirgaf landið þegar átökin brutust út hafa vakið verulega athygli. ruv/skjáskot Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks hafa sent út tilkynningar sama efnis þar sem þau lýsa miklum létti, að fréttamaðurinn Ingólfur Bjarni Sigfússon og Ingvar Haukur Guðmundsson tökumaður, séu komnir yfir landamæri Úkraínu og Póllands. En þeir héldu til Úkraínu á miðvikudag til að greina stöðu mála. „Ágætu fjölmiðlanördar. Fréttateymi Kveiks og fréttastofu, sem er nú til allrar lukku komið til Póllands, er ekki stríðsfréttaritarar. Þeir fóru ekki út sem slíkir, heldur á svæði þar sem hafði lengi gætt talsverðrar spennu og markmið þeirra var að gera fréttaskýringu um þá stöðu,“ segir Þóra í pistli sem hún birtir á Facebook-hópnum Fjölmiðlanördum. Ingólfur Bjarni skotspónn gárunga Nokkuð hefur borið á því að Ingólfur Bjarni hafi verið skotspónn gárunga á samfélagsmiðlum þar sem honum er ýmist borið á brýn að hafa verið sjálfhverfur í sinni fréttamennsku af vettvangi og svo að það megi heita einkennileg fréttamennska að flýja af vettvangi þegar átök brjótast út. Ekki er úr vegi að álykta sem svo að pistlar þeirra Heiðars Arnar og Þóru sé viðleitni í þá átt að kveða slíkar glósur í kútinn. „Ferðalagið þeirra tók svo sannarlega aðra stefnu en var áætlað þegar þeir lentu á miðvikudagskvöld. Rússneskar hersveitir hófu innrás nokkrum klukkustundum síðar, og ólíkt því sem flestir bjuggust við létu þeir ekki duga að ráðast inn í austurhéruðin heldur hófst allsherjarinnrás með árásum á höfuðborgina,“ segir Heiðar Örn í pistli sem hann birtir um málið á sinni Facebooksíðu. Hann segir að fæstir hafi gert ráð fyrir því að Pútín léti til skara skríða. Mikilvæg innsýn „Ferðalagið var vel undirbúið og tilgangurinn var að sækja efni í fréttaskýringu um spennuna á svæðinu og samband ríkjanna tveggja. Þegar árásir hófust voru allar áætlanir lagðar til hliðar enda engar forsendur fyrir því að halda þeim áfram í landinu. Margir fréttamiðlar voru í sömu spörum og kölluðu sína fréttamenn frá höfuðborginni á sama tíma.“ Nokkra athygli vakti að Ingólfur Bjarni táraðist í fréttaskeyti frá Úkraínu þegar fyrir lá að innrás rússneska hersins væri hafin. Bæði Þóra og Heiðar Örn segja að ferðalag Ingólfs Bjarna veiti mikilvæga innsýn í heimssögulega atburði og Þóra segir þeir Ingólfur Bjarni og Ingvar Haukur hafi aldrei sett sig í forgrunn í fréttaflutningi frá Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
„Ágætu fjölmiðlanördar. Fréttateymi Kveiks og fréttastofu, sem er nú til allrar lukku komið til Póllands, er ekki stríðsfréttaritarar. Þeir fóru ekki út sem slíkir, heldur á svæði þar sem hafði lengi gætt talsverðrar spennu og markmið þeirra var að gera fréttaskýringu um þá stöðu,“ segir Þóra í pistli sem hún birtir á Facebook-hópnum Fjölmiðlanördum. Ingólfur Bjarni skotspónn gárunga Nokkuð hefur borið á því að Ingólfur Bjarni hafi verið skotspónn gárunga á samfélagsmiðlum þar sem honum er ýmist borið á brýn að hafa verið sjálfhverfur í sinni fréttamennsku af vettvangi og svo að það megi heita einkennileg fréttamennska að flýja af vettvangi þegar átök brjótast út. Ekki er úr vegi að álykta sem svo að pistlar þeirra Heiðars Arnar og Þóru sé viðleitni í þá átt að kveða slíkar glósur í kútinn. „Ferðalagið þeirra tók svo sannarlega aðra stefnu en var áætlað þegar þeir lentu á miðvikudagskvöld. Rússneskar hersveitir hófu innrás nokkrum klukkustundum síðar, og ólíkt því sem flestir bjuggust við létu þeir ekki duga að ráðast inn í austurhéruðin heldur hófst allsherjarinnrás með árásum á höfuðborgina,“ segir Heiðar Örn í pistli sem hann birtir um málið á sinni Facebooksíðu. Hann segir að fæstir hafi gert ráð fyrir því að Pútín léti til skara skríða. Mikilvæg innsýn „Ferðalagið var vel undirbúið og tilgangurinn var að sækja efni í fréttaskýringu um spennuna á svæðinu og samband ríkjanna tveggja. Þegar árásir hófust voru allar áætlanir lagðar til hliðar enda engar forsendur fyrir því að halda þeim áfram í landinu. Margir fréttamiðlar voru í sömu spörum og kölluðu sína fréttamenn frá höfuðborginni á sama tíma.“ Nokkra athygli vakti að Ingólfur Bjarni táraðist í fréttaskeyti frá Úkraínu þegar fyrir lá að innrás rússneska hersins væri hafin. Bæði Þóra og Heiðar Örn segja að ferðalag Ingólfs Bjarna veiti mikilvæga innsýn í heimssögulega atburði og Þóra segir þeir Ingólfur Bjarni og Ingvar Haukur hafi aldrei sett sig í forgrunn í fréttaflutningi frá Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira