Stuttgart, með þá Andra Má Rúnarsson og Viggó Kristjánsson, tók á móti Arnóri Þór Gunnarssyni og félögum í Bergischer og úr varð hörkuleikur.
Stuttgart leiddi leikinn með þremur mörkum í leikhléi, 15-12 en vann að lokum sigur með minnsta mögulega mun, 27-26.
Viggó skoraði fjögur mörk fyrir Stuttgart en það sama má segja um Arnór Þór fyrir Bergischer. Andri Már komst ekki á blað.