Rivian er á góðri leið að aukinni framleiðslu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. febrúar 2022 07:01 Rivian-pallbíllinn er með risastórar 180 kWh rafhlöður. Framkvæmdastjóri bandaríska rafbílaframleiðandans Rivian, RJ Scaringe segir að fyrirtækið sé „á góðri leið í átt að aukinni framleiðslu.“ Hann hefur einnig sagt að félagið stefni á 10% markaðshlutdeild á rafbílamarkaði fyrir árið 2030. Rivian hóf framleiðslu á R1T rafpallbílnum í september í fyrra og smíðaði 1015 bíla á síðasta ári. Markmiðið voru 1200 bílar en flöguskortur setti strik í reikninginn. Verksmiðja Rivian var stöðvuð fyrstu tíu daga ársins til að gera breytingar í átt að aukinni framleiðslugetu. Einungis örfáir R1S jeppar eru inni í framleiðslutölum síðasta árs. Framleiðslan á R1S byrjaði 15. desember og tveir hafa verið afhendir kaupendum. RJ Scaringe lét hafa þetta eftir sér á Wolfe Research ráðstefnunni sem fram fór í fyrradag. Scaringe bætti við að markmiðið væri að byggja upp vöruframboð sem gæti gert Rivian keift að ná 10% markaðshlutdeild á rafbílamarkaði fyrir árið 2030. Eins og stendur er framleiðslugeta helsti takmarkandi þáttur í ferlum Rivian. Í janúar smíðaði fyrirtækið um 200 bíla á viku. Sem er hvergi nærri nóg til að anna eftirspurn. Rúmlega 71.000 forpantanir eru til staðar í Bandaríkjunum og Kanada á pallbílnum og jeppanum. Auk þess að smíða R1T pallbílinn er Rivian búið að semja við Amazon um smíði 100.000 sendibíla fyrir árið 2025. En 10.000 þeirra eiga að afhendast á þessu ári. Vistvænir bílar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent
Rivian hóf framleiðslu á R1T rafpallbílnum í september í fyrra og smíðaði 1015 bíla á síðasta ári. Markmiðið voru 1200 bílar en flöguskortur setti strik í reikninginn. Verksmiðja Rivian var stöðvuð fyrstu tíu daga ársins til að gera breytingar í átt að aukinni framleiðslugetu. Einungis örfáir R1S jeppar eru inni í framleiðslutölum síðasta árs. Framleiðslan á R1S byrjaði 15. desember og tveir hafa verið afhendir kaupendum. RJ Scaringe lét hafa þetta eftir sér á Wolfe Research ráðstefnunni sem fram fór í fyrradag. Scaringe bætti við að markmiðið væri að byggja upp vöruframboð sem gæti gert Rivian keift að ná 10% markaðshlutdeild á rafbílamarkaði fyrir árið 2030. Eins og stendur er framleiðslugeta helsti takmarkandi þáttur í ferlum Rivian. Í janúar smíðaði fyrirtækið um 200 bíla á viku. Sem er hvergi nærri nóg til að anna eftirspurn. Rúmlega 71.000 forpantanir eru til staðar í Bandaríkjunum og Kanada á pallbílnum og jeppanum. Auk þess að smíða R1T pallbílinn er Rivian búið að semja við Amazon um smíði 100.000 sendibíla fyrir árið 2025. En 10.000 þeirra eiga að afhendast á þessu ári.
Vistvænir bílar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent