Leiftrandi sóknarbolti Börsunga skilaði fjórum mörkum Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. febrúar 2022 22:09 Ousmane Dembele með mark og stoðsendingu í kvöld. vísir/Getty Sóknarleikur Barcelona hélt áfram að svínvirka í kvöld þegar liðið fékk Athletic Bilbao í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni. Koma Pierre Emerick Aubameyang, Adama Traore og Ferran Torres í janúarhefur glætt sóknarleik liðsins nýju lífi og kveikt í öðrum sóknarmönnum sem höfðu verið heillum horfnir í langan tíma en nýja þríeykið hóf leik í fremstu víglínu Börsunga í kvöld. Aubameyang kom Barcelona á bragðið á 37.mínútu og sá til þess að liðið færi með forystu í leikhléið. Ousmane Dembele kom inn af bekknum á 67.mínútu og lét til sín taka en hann skoraði annað mark Barcelona á 73.mínútu. Skömmu síðar komu Luuk De Jong og Memphis Depay inn af bekknum og þeir náðu báðir að skora mark í uppbótartíma. Lokatölur því 4-0 fyrir Barcelona sem er í fjórða sæti deildarinnar. Spænski boltinn
Sóknarleikur Barcelona hélt áfram að svínvirka í kvöld þegar liðið fékk Athletic Bilbao í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni. Koma Pierre Emerick Aubameyang, Adama Traore og Ferran Torres í janúarhefur glætt sóknarleik liðsins nýju lífi og kveikt í öðrum sóknarmönnum sem höfðu verið heillum horfnir í langan tíma en nýja þríeykið hóf leik í fremstu víglínu Börsunga í kvöld. Aubameyang kom Barcelona á bragðið á 37.mínútu og sá til þess að liðið færi með forystu í leikhléið. Ousmane Dembele kom inn af bekknum á 67.mínútu og lét til sín taka en hann skoraði annað mark Barcelona á 73.mínútu. Skömmu síðar komu Luuk De Jong og Memphis Depay inn af bekknum og þeir náðu báðir að skora mark í uppbótartíma. Lokatölur því 4-0 fyrir Barcelona sem er í fjórða sæti deildarinnar.