Rut ráðin framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2022 12:01 Rut tekur til starfa þann 1. mars. Kvenréttindafélag Íslands Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Hún hefur störf í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Rut tekur við af Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur, sem hefur starfað sem framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins síðan árið 2011. Brynhildur hefur nú störf sem formaður í stéttarfélaginu Fræðagarði, en mun starfa áfram með Kvenréttindafélaginu næstu misseri til að tryggja að þekking sín og reynsla komist til skila. Rut er með BBA gráðu í hagfræði og nýsköpun frá Ritsumeikan Asia Pacific University í Japan og er að ljúka við MSc í átaka-, stríðs- og þróunarfræðum frá SOAS háskólanum í Lundúnum. Rut býr yfir víðtækri reynslu af starfi félagasamtaka, jafnt hérlendis sem erlendis. Í rúman áratug hefur Rut tekið þátt í fjölbreyttu félagsstarfi á vegum ýmissa félagasamtaka víða um heim, m.a. í Bangladess, Japan, Víetnam og Kenya, sem og í heimabyggð sinni, Vesturbyggð. Rut hefur setið í stjórn Kvenréttindafélagsins í tvö ár og gegnir fyrir hönd félagsins embætti varaformanns stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Rut hefur djúpa þekkingu á starfi félagsins og sterka framtíðarsýn á hlutverki Kvenréttindafélagsins í að tryggja stöðu kvenna og jafnrétti kynjanna á öllum sviðum. Hún stígur nú til hliðar úr stjórn Kvenréttindafélagsins og hefur störf á skrifstofu félagsins. Rut hefur veigamikla reynslu af alþjóðastarfi og hefur hún til að mynda setið ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun (UNCTAD), verið ungmennafulltrúi Íslands á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins og setið í ráðgjafaráði Evrópuráðsins um málefni ungs fólks. Þá hefur hún beitt sér fyrir aukinni aðkomu kvenna í öryggismálum og stóð meðal annars fyrir fyrirlestraröðinni „Feminist Leadership in Disarmament“ í gegnum afvopnunarsamtök sem hún starfaði fyrir í Lundúnum,“ segir í tilkynningunni. „Við í stjórn Kvenréttindafélagsins erum himinlifandi glaðar að fá Rut til starfa á skrifstofu félagsins. Hún er sannur femínisti og hefur verið mikilvæg rödd í stjórninni. Við hlökkum til að vinna með henni áfram að þróa og styrkja okkar góða félag,“ segir Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands. „Ég er ótrúlega þakklát traustinu sem mér er sýnt og hlakka til að nýta reynslu mína til þess að styðja áframhaldandi baráttu fyrir kynjajafnrétti, jafnt hér á landi sem og erlendis, í samstarfi við stjórn Kvenréttindafélagsins,“ segir Rut. Jafnréttismál Vistaskipti Félagasamtök Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Rut tekur við af Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur, sem hefur starfað sem framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins síðan árið 2011. Brynhildur hefur nú störf sem formaður í stéttarfélaginu Fræðagarði, en mun starfa áfram með Kvenréttindafélaginu næstu misseri til að tryggja að þekking sín og reynsla komist til skila. Rut er með BBA gráðu í hagfræði og nýsköpun frá Ritsumeikan Asia Pacific University í Japan og er að ljúka við MSc í átaka-, stríðs- og þróunarfræðum frá SOAS háskólanum í Lundúnum. Rut býr yfir víðtækri reynslu af starfi félagasamtaka, jafnt hérlendis sem erlendis. Í rúman áratug hefur Rut tekið þátt í fjölbreyttu félagsstarfi á vegum ýmissa félagasamtaka víða um heim, m.a. í Bangladess, Japan, Víetnam og Kenya, sem og í heimabyggð sinni, Vesturbyggð. Rut hefur setið í stjórn Kvenréttindafélagsins í tvö ár og gegnir fyrir hönd félagsins embætti varaformanns stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Rut hefur djúpa þekkingu á starfi félagsins og sterka framtíðarsýn á hlutverki Kvenréttindafélagsins í að tryggja stöðu kvenna og jafnrétti kynjanna á öllum sviðum. Hún stígur nú til hliðar úr stjórn Kvenréttindafélagsins og hefur störf á skrifstofu félagsins. Rut hefur veigamikla reynslu af alþjóðastarfi og hefur hún til að mynda setið ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun (UNCTAD), verið ungmennafulltrúi Íslands á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins og setið í ráðgjafaráði Evrópuráðsins um málefni ungs fólks. Þá hefur hún beitt sér fyrir aukinni aðkomu kvenna í öryggismálum og stóð meðal annars fyrir fyrirlestraröðinni „Feminist Leadership in Disarmament“ í gegnum afvopnunarsamtök sem hún starfaði fyrir í Lundúnum,“ segir í tilkynningunni. „Við í stjórn Kvenréttindafélagsins erum himinlifandi glaðar að fá Rut til starfa á skrifstofu félagsins. Hún er sannur femínisti og hefur verið mikilvæg rödd í stjórninni. Við hlökkum til að vinna með henni áfram að þróa og styrkja okkar góða félag,“ segir Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands. „Ég er ótrúlega þakklát traustinu sem mér er sýnt og hlakka til að nýta reynslu mína til þess að styðja áframhaldandi baráttu fyrir kynjajafnrétti, jafnt hér á landi sem og erlendis, í samstarfi við stjórn Kvenréttindafélagsins,“ segir Rut.
Jafnréttismál Vistaskipti Félagasamtök Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira