Erlingur: Sáttur með eitt stig úr því sem komið var Árni Gísli Magnússon skrifar 24. febrúar 2022 20:41 Erlingur Richardsson Vísir/Hulda Margrét KA og ÍBV skildu jöfn, 32-32, í KA heimilinu í kvöld. Leikurinn var jafn til að byrja með en KA menn náðu góðu forskoti undir lok fyrri hálfleiks og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 20-15. Leikmenn ÍBV mættu einbeittir til leiks í þeim síðari og minnkuðu strax muninn og voru einu til tveimur mörkum á eftir KA nær allan seinni hálfleikinn og náðu að jafna í 30-30 þegar fjórar mínútur voru eftir. Staðan var 32-32 þegar 20 sekúndur voru eftir en KA nýtti ekki sína síðustu sókn og því deildu liðin stigunum. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, tók stiginu fagnandi úr því sem komið var. „Já úr því sem komið var, sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn. Við fáum á okkur 20 mörk í fyrri hálfleiknum en aðeins 12 í seinni þannig að við náum að koma okkur svona þannig aðeins inn í leikinn og þess vegna er ég sáttur með eitt stig úr því sem komið var.” KA skoraði 7 mörk á einungis nokkrum mínútum undir lok fyrri hálfleiks og breyttu stöðunni úr 14-13 í 20-14 og voru fimm mörkum yfir í hálfleik. Eyjamenn mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og minnkuðu munninn strax í tvö mörk. Hvað sagði Erlingur við strákana í hálfleik? „Við fórum nú bara yfir okkar leik sko, fórum aðeins yfir varnarleikinn okkar og sókn. Við ræddum bara hvernig við vildum gera hlutina og það gekk svona nokkurnveginn eftir í seinni hálfleiknum.” KA vörnin var ekki nægilega góð í fyrri hálfleik þar sem þeir spiluðu mestmegnis flata 6-0 vörn sem Eyjamenn hefði getað nýtt sér betur. „Við gætum eflaust nýtt plássið meira og allt það en við skorum samt á endanum 32 mörk og það er nú bara nokkuð mikið þannig að það var kannski ekki vandamálið, það var varnarleikurinn í fyrri.” Jón Heiðar Sigurðsson, fyrirliði KA, fékk að líta beint rautt spjald á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks þegar hann braut á Gabriel Martinez þegar hann var að stökkva inn í teig í hraðaupphlaupi. Í kjölfarið urðu stympingar við varamannabekkina. Hvað gekk á þar? „Ég veit það ekki, hafa ekki allir skoðun á dómgæslunni svo sem og aðstæðum? Það er náttúrulega hiti í húsinu og við vitum það, það er alltaf mikið líf hérna í KA-heimilinu og gaman að koma hingað og það er kannski ekkert óeðlilegt þó það sjóði aðeins upp úr.” Sigtryggur Daði Rúnarsson er uppalinn Þórsari og það var ljóst frá byrjun að þetta var enginn venjulegur leikur fyrir hann. Erlingur var sammála því að Þórshjartað hefði slegið í dag hjá Sigtryggi. „Það er einhver rígur þarna á milli nokkurra félaga og verst að það vantaði Róbert svo sem líka til að hitta gamla félaga en þess þó heldur var Arnór að spila góða vörn í seinni hálfleiknum og gerði það mjög vel”, sagði Erlingur að lokum og dreif sig áleiðis til að ná flugi aftur til Eyja. Íslenski handboltinn ÍBV KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Leikurinn var jafn til að byrja með en KA menn náðu góðu forskoti undir lok fyrri hálfleiks og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 20-15. Leikmenn ÍBV mættu einbeittir til leiks í þeim síðari og minnkuðu strax muninn og voru einu til tveimur mörkum á eftir KA nær allan seinni hálfleikinn og náðu að jafna í 30-30 þegar fjórar mínútur voru eftir. Staðan var 32-32 þegar 20 sekúndur voru eftir en KA nýtti ekki sína síðustu sókn og því deildu liðin stigunum. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, tók stiginu fagnandi úr því sem komið var. „Já úr því sem komið var, sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn. Við fáum á okkur 20 mörk í fyrri hálfleiknum en aðeins 12 í seinni þannig að við náum að koma okkur svona þannig aðeins inn í leikinn og þess vegna er ég sáttur með eitt stig úr því sem komið var.” KA skoraði 7 mörk á einungis nokkrum mínútum undir lok fyrri hálfleiks og breyttu stöðunni úr 14-13 í 20-14 og voru fimm mörkum yfir í hálfleik. Eyjamenn mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og minnkuðu munninn strax í tvö mörk. Hvað sagði Erlingur við strákana í hálfleik? „Við fórum nú bara yfir okkar leik sko, fórum aðeins yfir varnarleikinn okkar og sókn. Við ræddum bara hvernig við vildum gera hlutina og það gekk svona nokkurnveginn eftir í seinni hálfleiknum.” KA vörnin var ekki nægilega góð í fyrri hálfleik þar sem þeir spiluðu mestmegnis flata 6-0 vörn sem Eyjamenn hefði getað nýtt sér betur. „Við gætum eflaust nýtt plássið meira og allt það en við skorum samt á endanum 32 mörk og það er nú bara nokkuð mikið þannig að það var kannski ekki vandamálið, það var varnarleikurinn í fyrri.” Jón Heiðar Sigurðsson, fyrirliði KA, fékk að líta beint rautt spjald á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks þegar hann braut á Gabriel Martinez þegar hann var að stökkva inn í teig í hraðaupphlaupi. Í kjölfarið urðu stympingar við varamannabekkina. Hvað gekk á þar? „Ég veit það ekki, hafa ekki allir skoðun á dómgæslunni svo sem og aðstæðum? Það er náttúrulega hiti í húsinu og við vitum það, það er alltaf mikið líf hérna í KA-heimilinu og gaman að koma hingað og það er kannski ekkert óeðlilegt þó það sjóði aðeins upp úr.” Sigtryggur Daði Rúnarsson er uppalinn Þórsari og það var ljóst frá byrjun að þetta var enginn venjulegur leikur fyrir hann. Erlingur var sammála því að Þórshjartað hefði slegið í dag hjá Sigtryggi. „Það er einhver rígur þarna á milli nokkurra félaga og verst að það vantaði Róbert svo sem líka til að hitta gamla félaga en þess þó heldur var Arnór að spila góða vörn í seinni hálfleiknum og gerði það mjög vel”, sagði Erlingur að lokum og dreif sig áleiðis til að ná flugi aftur til Eyja.
Íslenski handboltinn ÍBV KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Leik lokið: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03