Gazprom er aðalstyrktaraðili Schalke en samningur félagsins við rússneska olíufyrirtækið gildir til 2025. Talið er að samningurinn færi Schalke 1,34 milljarð íslenskra króna á ári hverju.
En vegna atburða síðustu daga og innrásar Rússa í Úkraínu hefur Schalke ákveðið að fjarlægja merki Gazprom af treyju félagsins. Í staðinn kemur einfaldlega nafnið Schalke 04.
Following recent developments, FC Schalke 04 have decided to remove the logo of main sponsor GAZPROM from the club's shirts. It will be replaced by lettering reading Schalke 04 instead.#S04 pic.twitter.com/9kpJLRzTQ7
— FC Schalke 04 (@s04_en) February 24, 2022
Schalke er í 5. sæti þýsku B-deildarinnar. Liðið féll úr þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Guðlaugur Victor gekk í raðir Schalke frá Darmstadt síðasta sumar. Hann er fastamaður í liði Schalke og hefur stundum verið fyrirliði þess í vetur.