„Hugmyndin var í mörg ár að malla í hausnum á okkur“ Elísabet Hanna skrifar 28. febrúar 2022 07:30 Parið var lengi búið að eiga þann draum að opna kaffihús. Atli Þór Einarsson. Í dag opnar kaffihúsið Melodía formlega en þar eru allar veitingarnar sem eru í boði vegan. Kaffihúsið er rekið af ungu pari þeim Andra Má Magnasyni og Karen Sif Heimisdóttur en það er opnað í samstarfi við tónlistarklasann Tónhyl í Ártúnsholtinu. Gamall draumur Karen er viðburðastjóri og förðunarfræðingur að mennt og Andri starfar sem kennari í Árbæjarskóla. Hann er einnig gítarleikari í ballhljómsveitinni Bandmönnum ásamt því að sitja í stjórn Tónhyls. „Hugmyndin var í mörg ár að malla í hausnum á okkur. Alltaf þegar við fórum í bíltúr eða ferðalag og sáum eitthvað krúttlegt húsnæði þá hugsuðum við að hérna væri geggjað að opna kaffihús" segir Karen um það hvaðan hugmyndin kom. Sjálf stunda þau það mjög mikið að fara á kaffihús og eru miklir kaffiunnendur. View this post on Instagram A post shared by MELODÍA (@melodia_cafe) Fundu rými Tónlistarfélag Árbæjar rekur tónlistarklasann Tónhyl en kaffihúsið Melodía er staðsett í hjarta klasans. Þeir Kristján Sturla Bjarnason, Brynjar Ingi Unnsteinsson, Andri Már Magnason, Pétur Finnbogason og Ásgrímur Geir Logason tóku höndum saman, stofnuðu Tónhyl og gerðu upp allt húsnæðið til að uppfylla þær þarfir sem fylgja starfseminni í dag. Starfsemin þar er lifandi og þar starfa tónlistarmenn úr öllum geirum tónlistarheimsins. View this post on Instagram A post shared by To nhylur (@tonhylur) Á síðasta ári ákvað félagið sem er ört stækkandi að taka yfir stærri part af húsnæðinu og þá kom upp sú hugmynd að Andri og Karen myndu nýta hluta af því í að opna Melodíu. Við tóku miklar framkvæmdir og stefnumótun en hefur parinu tekist vel að gera rýmið að sínu innan hússins. Allt vegan Á Melodíu er allt bakkelsi án mjólkur og eggja sem gerir kaffihúsið 100% vegan og aðgengilegt fyrir mjög breiðan hóp af fólki. Sjálf gerðust Karen og Andri grænkerar eftir að sonur þeirra greindist með mjólkur- og eggjaofnæmi. View this post on Instagram A post shared by MELODÍA (@melodia_cafe) „Í öllum okkar kaffihúsaferðum var alltaf jafn leiðinlegt að sonur okkar gæti ekki fengið allt sem hann vildi og oft þurfti hann að fá að heyra „nei það er egg eða mjólk í þessu" nokkrum sinnum áður en hann fann eitthvað sem hann mátti fá.“ Segir Karen um hugmyndina að opna vegan kaffihús. Allt bakkelsið á Melódíu kemur frá Hérastubbi, bakaríi í Grindavík. „Sonur okkar er allavega hæstánægður með að fá loksins svona mikið úrval af góðum kaffihúsamat,“ bætir hún við. View this post on Instagram A post shared by MELODÍA (@melodia_cafe) Hlýlegt umhverfi sem býður þig velkomin Karen sá um að hanna staðinn en hún sótti mestan innblástur í kaffihús erlendis frá eins og Skandinavíu og Balí. Hún hefur brennandi áhuga á innanhúshönnun enda ekki langt að sækja það frá móður sinni Margréti Sigfúsdóttur innanhúsarktítekts. View this post on Instagram A post shared by MELODÍA (@melodia_cafe) „Hugmyndin var að þér á að finnast þú vera komin í örlítið annan heim þegar þú kemur inn á Melodíu, finnst þú vera velkomin og upplifa ákveðinn hlýleika,“ segir hún. Framkvæmdirnar hófust síðasta sumar og stóðu meira og minna fram í byrjun febrúar á þessu ári, með hléum og hefur það skilað sér í fallegu umhverfi á kaffihúsinu. Framkvæmdirnar á rýminu voru miklar en það leit svona út þegar þau fengu það í hendurnar.Aðsend „Við erum svo heppin að eiga harðduglegt fólk í kringum okkur sem var viljugt til þess að hjálpa okkur gríðarlega mikið við uppbyggingu staðarins og svo verðum við að gefa okkur sjálfum klapp á bakið fyrir að vinna dag og nótt í að láta drauminn rætast.“ Matur Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Gróðurhúsið í Hveragerði formlega opnað Gróðurhúsið opnaði formlega í Hveragerði í dag og var haldið partý þar á laugardag til að halda upp á opnunina. Fjölbreytt starfsemi er í byggingunni sem á að höfða bæði til Íslendinga og erlendra ferðamanna en þar er að finna hótel, mathöll, bar, verslanir, kaffihús, matarmarkað og ísbúð. 9. desember 2021 13:27 Opnuðu kattakaffihús í miðbænum Þær Gígja og Ragnheiður létu drauminn rætast og opnuðu fyrsta og eina kattakaffihúsið á Íslandi. Þar geta gestir kynnst köttunum og jafnvel fundið nýjan fjölskyldumeðlim. 26. júlí 2019 06:00 Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Sjá meira
Gamall draumur Karen er viðburðastjóri og förðunarfræðingur að mennt og Andri starfar sem kennari í Árbæjarskóla. Hann er einnig gítarleikari í ballhljómsveitinni Bandmönnum ásamt því að sitja í stjórn Tónhyls. „Hugmyndin var í mörg ár að malla í hausnum á okkur. Alltaf þegar við fórum í bíltúr eða ferðalag og sáum eitthvað krúttlegt húsnæði þá hugsuðum við að hérna væri geggjað að opna kaffihús" segir Karen um það hvaðan hugmyndin kom. Sjálf stunda þau það mjög mikið að fara á kaffihús og eru miklir kaffiunnendur. View this post on Instagram A post shared by MELODÍA (@melodia_cafe) Fundu rými Tónlistarfélag Árbæjar rekur tónlistarklasann Tónhyl en kaffihúsið Melodía er staðsett í hjarta klasans. Þeir Kristján Sturla Bjarnason, Brynjar Ingi Unnsteinsson, Andri Már Magnason, Pétur Finnbogason og Ásgrímur Geir Logason tóku höndum saman, stofnuðu Tónhyl og gerðu upp allt húsnæðið til að uppfylla þær þarfir sem fylgja starfseminni í dag. Starfsemin þar er lifandi og þar starfa tónlistarmenn úr öllum geirum tónlistarheimsins. View this post on Instagram A post shared by To nhylur (@tonhylur) Á síðasta ári ákvað félagið sem er ört stækkandi að taka yfir stærri part af húsnæðinu og þá kom upp sú hugmynd að Andri og Karen myndu nýta hluta af því í að opna Melodíu. Við tóku miklar framkvæmdir og stefnumótun en hefur parinu tekist vel að gera rýmið að sínu innan hússins. Allt vegan Á Melodíu er allt bakkelsi án mjólkur og eggja sem gerir kaffihúsið 100% vegan og aðgengilegt fyrir mjög breiðan hóp af fólki. Sjálf gerðust Karen og Andri grænkerar eftir að sonur þeirra greindist með mjólkur- og eggjaofnæmi. View this post on Instagram A post shared by MELODÍA (@melodia_cafe) „Í öllum okkar kaffihúsaferðum var alltaf jafn leiðinlegt að sonur okkar gæti ekki fengið allt sem hann vildi og oft þurfti hann að fá að heyra „nei það er egg eða mjólk í þessu" nokkrum sinnum áður en hann fann eitthvað sem hann mátti fá.“ Segir Karen um hugmyndina að opna vegan kaffihús. Allt bakkelsið á Melódíu kemur frá Hérastubbi, bakaríi í Grindavík. „Sonur okkar er allavega hæstánægður með að fá loksins svona mikið úrval af góðum kaffihúsamat,“ bætir hún við. View this post on Instagram A post shared by MELODÍA (@melodia_cafe) Hlýlegt umhverfi sem býður þig velkomin Karen sá um að hanna staðinn en hún sótti mestan innblástur í kaffihús erlendis frá eins og Skandinavíu og Balí. Hún hefur brennandi áhuga á innanhúshönnun enda ekki langt að sækja það frá móður sinni Margréti Sigfúsdóttur innanhúsarktítekts. View this post on Instagram A post shared by MELODÍA (@melodia_cafe) „Hugmyndin var að þér á að finnast þú vera komin í örlítið annan heim þegar þú kemur inn á Melodíu, finnst þú vera velkomin og upplifa ákveðinn hlýleika,“ segir hún. Framkvæmdirnar hófust síðasta sumar og stóðu meira og minna fram í byrjun febrúar á þessu ári, með hléum og hefur það skilað sér í fallegu umhverfi á kaffihúsinu. Framkvæmdirnar á rýminu voru miklar en það leit svona út þegar þau fengu það í hendurnar.Aðsend „Við erum svo heppin að eiga harðduglegt fólk í kringum okkur sem var viljugt til þess að hjálpa okkur gríðarlega mikið við uppbyggingu staðarins og svo verðum við að gefa okkur sjálfum klapp á bakið fyrir að vinna dag og nótt í að láta drauminn rætast.“
Matur Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Gróðurhúsið í Hveragerði formlega opnað Gróðurhúsið opnaði formlega í Hveragerði í dag og var haldið partý þar á laugardag til að halda upp á opnunina. Fjölbreytt starfsemi er í byggingunni sem á að höfða bæði til Íslendinga og erlendra ferðamanna en þar er að finna hótel, mathöll, bar, verslanir, kaffihús, matarmarkað og ísbúð. 9. desember 2021 13:27 Opnuðu kattakaffihús í miðbænum Þær Gígja og Ragnheiður létu drauminn rætast og opnuðu fyrsta og eina kattakaffihúsið á Íslandi. Þar geta gestir kynnst köttunum og jafnvel fundið nýjan fjölskyldumeðlim. 26. júlí 2019 06:00 Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Sjá meira
Gróðurhúsið í Hveragerði formlega opnað Gróðurhúsið opnaði formlega í Hveragerði í dag og var haldið partý þar á laugardag til að halda upp á opnunina. Fjölbreytt starfsemi er í byggingunni sem á að höfða bæði til Íslendinga og erlendra ferðamanna en þar er að finna hótel, mathöll, bar, verslanir, kaffihús, matarmarkað og ísbúð. 9. desember 2021 13:27
Opnuðu kattakaffihús í miðbænum Þær Gígja og Ragnheiður létu drauminn rætast og opnuðu fyrsta og eina kattakaffihúsið á Íslandi. Þar geta gestir kynnst köttunum og jafnvel fundið nýjan fjölskyldumeðlim. 26. júlí 2019 06:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp