„Við þurftum að horfa á hana í öndunarvél og kælingu í þrjá daga“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. febrúar 2022 13:01 Arnar Gauti og Berglind eignuðust stúlku árið 2020, þeirra eina barn saman. vísir/vilhelm Arnar Gauti Sverrisson hefur verið tísku og hönnunarbransanum í yfir þrjá áratugi. Hann starfar í dag sem upplifunarhönnuður og heldur úti sjónvarpsþættinum Sir Arnar Gauti á Hringbraut. Arnar er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum ræðir hann fallega um samband sitt við unnustu sína Berglindi Sif Valdemarsdóttur en þau kynntust fyrir nokkrum árum. Saman eiga þau eina stúlku, Viktoríu Ivy, sem kom í heiminn 13. ágúst 2020. Þau eiga bæði börn úr fyrri samböndum og mynda saman fallega fjölskyldu. Í þættinum fer Arnar Gauti yfir fæðingu Ivy sem var erfið í meira lagi. „Að fá þetta tækifæri að eignast dóttur mína með konunni sem ég elska og ætla deyja með var guðsgjöf,“ segir Arnar og heldur áfram. „Við áttum erfitt með Ivy þótt fáir viti þessa sögu, en þetta er nú Einkalífið. Við misstum Ivy í fæðingu. Ef við hefðum komið korteri seinna hefðum við ekki átt hana. Hún var komin aðeins fram yfir og búin að missa einhver millibelg. Svo gerðist ekkert. Það sem gerist hjá ungabörnum þegar þau taka þessar fyrstu dökku hægðir þá eru þau yfirleitt fædd. Það gerist hjá Ivy í maganum,“ segir Arnar og bætir við að dóttir þeirra hafi því fengið hægðir í gegnum öndunarveginn. Klippa: Einkalífið - Arnar Gauti Sverrisson „Hún fer að anda að sér þessu slími sem síðan fer að þrengja að henni. Við vissum ekkert að það væri eitthvað að gerast en við förum upp á spítala með einhverja tilfinningu að hún væri komin af stað í fæðingu. Þá er tekið eitthvað sýni af legvatninu og þá er sagt við okkur að við þurfum að fara strax í keisara,“ segir Arnar. Á þessum tímapunkti fyllist fæðingarstofan af heilbrigðisstarfsfólki. „Læknarnir koma til mín og segja, þetta er komið og hún er fædd en hún er rosalega lasin og við þurftum að blása hana til lífs. Berglind kemur síðan inn eftir svæfingu og við horfðum í augun á hvort öðru og sögðum, það verður allt betra. Við þurftum að horfa á hana í öndunarvél og kælingu í þrjá daga sem var rosalega erfiður tími,“ segir Arnar en Ivy jafnaði sig með tímanum og lýsir hann því fallega þegar hann heyrði dóttur sína gráta í fyrsta sinn nokkrum dögum eftir fæðingu. Hún er í dag alveg heyrnarlaus á öðru eyra en að öðru leyti fullkomin eins og Arnar segir sjálfur. Í þættinum hér að ofan fer Arnar Gauti einnig yfir árin í tískubransanum, æskuárin á Suðurnesjunum, frægt innslag sem hann gerði með Ásgeiri Kolbeins á sínum tíma á Skjá Einum, samband sitt við Berglindi og komandi brúðkaup og margt fleira. Einkalífið Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Í þættinum ræðir hann fallega um samband sitt við unnustu sína Berglindi Sif Valdemarsdóttur en þau kynntust fyrir nokkrum árum. Saman eiga þau eina stúlku, Viktoríu Ivy, sem kom í heiminn 13. ágúst 2020. Þau eiga bæði börn úr fyrri samböndum og mynda saman fallega fjölskyldu. Í þættinum fer Arnar Gauti yfir fæðingu Ivy sem var erfið í meira lagi. „Að fá þetta tækifæri að eignast dóttur mína með konunni sem ég elska og ætla deyja með var guðsgjöf,“ segir Arnar og heldur áfram. „Við áttum erfitt með Ivy þótt fáir viti þessa sögu, en þetta er nú Einkalífið. Við misstum Ivy í fæðingu. Ef við hefðum komið korteri seinna hefðum við ekki átt hana. Hún var komin aðeins fram yfir og búin að missa einhver millibelg. Svo gerðist ekkert. Það sem gerist hjá ungabörnum þegar þau taka þessar fyrstu dökku hægðir þá eru þau yfirleitt fædd. Það gerist hjá Ivy í maganum,“ segir Arnar og bætir við að dóttir þeirra hafi því fengið hægðir í gegnum öndunarveginn. Klippa: Einkalífið - Arnar Gauti Sverrisson „Hún fer að anda að sér þessu slími sem síðan fer að þrengja að henni. Við vissum ekkert að það væri eitthvað að gerast en við förum upp á spítala með einhverja tilfinningu að hún væri komin af stað í fæðingu. Þá er tekið eitthvað sýni af legvatninu og þá er sagt við okkur að við þurfum að fara strax í keisara,“ segir Arnar. Á þessum tímapunkti fyllist fæðingarstofan af heilbrigðisstarfsfólki. „Læknarnir koma til mín og segja, þetta er komið og hún er fædd en hún er rosalega lasin og við þurftum að blása hana til lífs. Berglind kemur síðan inn eftir svæfingu og við horfðum í augun á hvort öðru og sögðum, það verður allt betra. Við þurftum að horfa á hana í öndunarvél og kælingu í þrjá daga sem var rosalega erfiður tími,“ segir Arnar en Ivy jafnaði sig með tímanum og lýsir hann því fallega þegar hann heyrði dóttur sína gráta í fyrsta sinn nokkrum dögum eftir fæðingu. Hún er í dag alveg heyrnarlaus á öðru eyra en að öðru leyti fullkomin eins og Arnar segir sjálfur. Í þættinum hér að ofan fer Arnar Gauti einnig yfir árin í tískubransanum, æskuárin á Suðurnesjunum, frægt innslag sem hann gerði með Ásgeiri Kolbeins á sínum tíma á Skjá Einum, samband sitt við Berglindi og komandi brúðkaup og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira