Morðingjar Arbery eiga yfir höfði sér annan lífstíðardóm Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. febrúar 2022 00:17 Fjölskylda og lögmenn Arbery fögnuðu niðurstöðunni fyrir utan dómsalinn í dag. AP/Lewis M. Levine Þrír hvítir karlmenn, sem voru sakfelldir fyrir morðið á hinum 25 ára Ahmaud Arbery í Georgíu, hafa nú verið sakfelldir fyrir hatursglæp en kviðdómur í Brunswick komst að þeirri niðurstöðu að mennirnir höfðu brotið alríkislög með því að meina Arbery um að ganga um almenningsgötu vegna litarhafts hans. Feðgarnir Gregory og Travis McMichael og nágranni þeirra, William Bryan, voru í nóvember í fyrra sakfelldir fyrir hatursglæpi og morðið á Arbery og þeir dæmdir í lífstíðarfangelsi. Kviðdómur komst síðan að því í dag að þeir hefðu ekki aðeins brotið ríkislög heldur einnig alríkislög. Eiga þeir yfir höfði sér annan lífstíðardóm vegna þessa en dómari úrskurðaði fyrr á árinu að feðgarnir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir þrjátíu ár. Í janúar var greint frá því að saksóknari hafi boðið feðgunum að gera samkomulag til að komast hjá frekari réttarhöldum, sem fæli í sér 30 ára fangelsisdóm fyrir hvorn þeirra. Héraðsdómari neitaði þó að verða við slíku samkomulagi eftir að foreldrar Arbery mótmæltu. Þremenningarnir skutu Arbery til bana þar sem hann var úti að skokka í úthverfi Brunswick í febrúar 2020. Feðgarnir veittu honum eftirför á pallbíl og báru fyrir sig að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu. Nágranni þeirra slóst í för með feðgunum og að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis McMichael miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa fram hjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust reyndi óvopnaður Arbery að taka haglabyssuna af Travis en við það skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Atvikið náðist á myndband og leiddi það myndband til handtöku þremenninganna, rúmum tveimur mánuðum síðar. Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Tengdar fréttir Dómari hafnaði samkomulaginu við feðgana Dómari í Bandaríkjunum hafnaði í gærkvöldi því að gert yrði samkomulag við feðgana Greg og Travis McMichael. Samkomulagið hefði falið í sér að þeir hefðu komist hjá réttarhöldum um það hvort það hafi verið hatursglæpur þegar þeir myrtu Ahmaud Arbery. 1. febrúar 2022 09:26 Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. 7. janúar 2022 20:27 Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. 25. nóvember 2021 13:00 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Feðgarnir Gregory og Travis McMichael og nágranni þeirra, William Bryan, voru í nóvember í fyrra sakfelldir fyrir hatursglæpi og morðið á Arbery og þeir dæmdir í lífstíðarfangelsi. Kviðdómur komst síðan að því í dag að þeir hefðu ekki aðeins brotið ríkislög heldur einnig alríkislög. Eiga þeir yfir höfði sér annan lífstíðardóm vegna þessa en dómari úrskurðaði fyrr á árinu að feðgarnir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir þrjátíu ár. Í janúar var greint frá því að saksóknari hafi boðið feðgunum að gera samkomulag til að komast hjá frekari réttarhöldum, sem fæli í sér 30 ára fangelsisdóm fyrir hvorn þeirra. Héraðsdómari neitaði þó að verða við slíku samkomulagi eftir að foreldrar Arbery mótmæltu. Þremenningarnir skutu Arbery til bana þar sem hann var úti að skokka í úthverfi Brunswick í febrúar 2020. Feðgarnir veittu honum eftirför á pallbíl og báru fyrir sig að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu. Nágranni þeirra slóst í för með feðgunum og að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis McMichael miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa fram hjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust reyndi óvopnaður Arbery að taka haglabyssuna af Travis en við það skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Atvikið náðist á myndband og leiddi það myndband til handtöku þremenninganna, rúmum tveimur mánuðum síðar.
Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Tengdar fréttir Dómari hafnaði samkomulaginu við feðgana Dómari í Bandaríkjunum hafnaði í gærkvöldi því að gert yrði samkomulag við feðgana Greg og Travis McMichael. Samkomulagið hefði falið í sér að þeir hefðu komist hjá réttarhöldum um það hvort það hafi verið hatursglæpur þegar þeir myrtu Ahmaud Arbery. 1. febrúar 2022 09:26 Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. 7. janúar 2022 20:27 Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. 25. nóvember 2021 13:00 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Dómari hafnaði samkomulaginu við feðgana Dómari í Bandaríkjunum hafnaði í gærkvöldi því að gert yrði samkomulag við feðgana Greg og Travis McMichael. Samkomulagið hefði falið í sér að þeir hefðu komist hjá réttarhöldum um það hvort það hafi verið hatursglæpur þegar þeir myrtu Ahmaud Arbery. 1. febrúar 2022 09:26
Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. 7. janúar 2022 20:27
Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. 25. nóvember 2021 13:00