Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2022 19:02 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddi við fréttastofu frá London, þar sem hún er nú stödd. „Fundir síðustu daga hafa verið með varnarmálaráðherrum þessara ríkja og hljóðið er mjög þungt, og hefur þyngst mjög, sérstaklega síðastliðinn sólarhring,“ sagði Þórdís Kolbrún og bætti við að svartsýnustu sviðsmyndir um stöðuna væru nú að raungerast. Verði að hafa afleiðingar Þórdís segir ljóst að athæfi Rússa í Úkraínu sé brot á alþjóðalögum sem ekki megi láta óátalið. „Þessi háttsemi verður að hafa afleiðingar, það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum, heldur þarf það að vera á borði, það þarf að vera í ákvörðunum. Þær ákvarðanir eru til að mynda þessar efnahagslegu þvinganir sem bæði Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin, og svo þjóðir með Evrópusambandinu ætla að sameinast um og hafa gert. Það skiptir máli, því þetta þarf að hafa afleiðingar,“ segir utanríkisráðherrann. Hún segir mikilvægt að alþjóðalög séu virt, sem og landamæri og lögsaga ríkja. Hér sé um skýrt brot á alþjóðalögum að ræða og það verði að hafa afleiðingar. Íslenska ríkið sé með í þeirri vegferð. Staðan ekki verið verri í áratugi Utanríkisráðherra segist þá telja að ógn stafi af þeim aðstæðum sem skapast hafa í Úkraínu. „Fyrst og síðast eru þetta miklar afleiðingar fyrir óbreytta borgara í Úkraínu. Svo veit maður ekki hver atburðarásin verður, þannig að við erum komin með þetta ástand inn í álfuna og það eru þarna nágrannaþjóðir við Úkraínu sem eru einfaldlega NATO-ríki, Evrópusambandsríki, þannig að staðan er einfaldlega alvarleg.“ Hún segir atburði síðasta sólarhrings vera í takt við svartsýnustu spár. „Þrátt fyrir að leiðir fyrir diplómatíska lausn séu alltaf opnar þá má alveg segja að þessar alvarlegri sviðsmyndir séu að raungerast og staðan hefur ekki verið eins alvarleg í áratugi á þessu svæði,“ segir Þórdís Kolbrún. Átök í Úkraínu Úkraína Rússland Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. 22. febrúar 2022 14:01 Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Pútín viðurkennir sjálfstæði Luhansk og Donetsk Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Hann sagði í ávarpi í kvöld að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð. 21. febrúar 2022 19:02 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddi við fréttastofu frá London, þar sem hún er nú stödd. „Fundir síðustu daga hafa verið með varnarmálaráðherrum þessara ríkja og hljóðið er mjög þungt, og hefur þyngst mjög, sérstaklega síðastliðinn sólarhring,“ sagði Þórdís Kolbrún og bætti við að svartsýnustu sviðsmyndir um stöðuna væru nú að raungerast. Verði að hafa afleiðingar Þórdís segir ljóst að athæfi Rússa í Úkraínu sé brot á alþjóðalögum sem ekki megi láta óátalið. „Þessi háttsemi verður að hafa afleiðingar, það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum, heldur þarf það að vera á borði, það þarf að vera í ákvörðunum. Þær ákvarðanir eru til að mynda þessar efnahagslegu þvinganir sem bæði Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin, og svo þjóðir með Evrópusambandinu ætla að sameinast um og hafa gert. Það skiptir máli, því þetta þarf að hafa afleiðingar,“ segir utanríkisráðherrann. Hún segir mikilvægt að alþjóðalög séu virt, sem og landamæri og lögsaga ríkja. Hér sé um skýrt brot á alþjóðalögum að ræða og það verði að hafa afleiðingar. Íslenska ríkið sé með í þeirri vegferð. Staðan ekki verið verri í áratugi Utanríkisráðherra segist þá telja að ógn stafi af þeim aðstæðum sem skapast hafa í Úkraínu. „Fyrst og síðast eru þetta miklar afleiðingar fyrir óbreytta borgara í Úkraínu. Svo veit maður ekki hver atburðarásin verður, þannig að við erum komin með þetta ástand inn í álfuna og það eru þarna nágrannaþjóðir við Úkraínu sem eru einfaldlega NATO-ríki, Evrópusambandsríki, þannig að staðan er einfaldlega alvarleg.“ Hún segir atburði síðasta sólarhrings vera í takt við svartsýnustu spár. „Þrátt fyrir að leiðir fyrir diplómatíska lausn séu alltaf opnar þá má alveg segja að þessar alvarlegri sviðsmyndir séu að raungerast og staðan hefur ekki verið eins alvarleg í áratugi á þessu svæði,“ segir Þórdís Kolbrún.
Átök í Úkraínu Úkraína Rússland Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. 22. febrúar 2022 14:01 Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Pútín viðurkennir sjálfstæði Luhansk og Donetsk Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Hann sagði í ávarpi í kvöld að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð. 21. febrúar 2022 19:02 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Sjá meira
„Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. 22. febrúar 2022 14:01
Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39
Pútín viðurkennir sjálfstæði Luhansk og Donetsk Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Hann sagði í ávarpi í kvöld að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð. 21. febrúar 2022 19:02