Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 11:43 Sjö rafmagnslínur Landsnets eru enn ónýtar eftir nóttina. Vísir/Vilhelm Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Frá því klukkan fjögur í gær hafa tuttugu línur farið út og sumar þeirra nokkrum sinnum. Sjö línur eru enn bilaðar eftir nóttina og viðgerðir að hefjast. Truflunum fylgdi rafmagnsleysi á ákveðnum svæðum og önnur voru keyrð á varaafli. Tjón varð í Laxárvatnslínu þar sem stæður skemmdust og í Selfosslínu 1 er brotin þverslá. Verið er að fara yfir aðrar línur og það á eftir að koma í ljós hvort um meiri skemmdir er að ræða. Um tíma í gær var rafmagnslaust á Vesturlandi og Vestfjörðum en Vestfirðir eru enn keyrðir á varaafli. Undir morgun var rafmagnslaust á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Varaalf var ræst og verið er að vinna í að koma rafmagni aftur á. Tvær stórar línur sem liggja inn til höfuðborgarsvæðisins fóru út í gærkvöldi en því fylgdi ekki rafmagnsleysi. Önnur þeirra, Sultartangalína 3 er enn úti en ekki hin, Búrfellslína 3. Talið er líklegt að bilun sé á línunni þar sem hún liggur yfir hálendi og þarf sértækt tæki til að fara á staðinn en tafir verða á því þar sem veður er mjög slæmt á svæðinu. Í tilkynningunni segir að spennuhögg hafi komið á kerfið og því hafi fylgt flökt á ljósum. Skerða hafi þurft flutning til stórnotenda í kjölfarið. Landhelgisgæslan hafi svo flogið í nótt til að skoða línuna en frá hafi þurft að hverfa vegna veðurs. Línan verður skoðuð aftur í dag ef færi gefst. Fram undan eru viðgerðir á eim sjö línum sem enn eru bilaðar eftir nóttina. EKki er vitað hvað þær viðgerðir munu taka langan tíma en ljóst að tjón hleypur á tugum milljóna. Orkumál Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Töluvert er um að skemmdir hafi orðið á rafdreifikerfi Veitna vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Rafmagnsstaurar hafa víða brotnað, línur slitnað auk þess sem ísing hefur safnast upp á þeim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. 22. febrúar 2022 11:22 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Frá því klukkan fjögur í gær hafa tuttugu línur farið út og sumar þeirra nokkrum sinnum. Sjö línur eru enn bilaðar eftir nóttina og viðgerðir að hefjast. Truflunum fylgdi rafmagnsleysi á ákveðnum svæðum og önnur voru keyrð á varaafli. Tjón varð í Laxárvatnslínu þar sem stæður skemmdust og í Selfosslínu 1 er brotin þverslá. Verið er að fara yfir aðrar línur og það á eftir að koma í ljós hvort um meiri skemmdir er að ræða. Um tíma í gær var rafmagnslaust á Vesturlandi og Vestfjörðum en Vestfirðir eru enn keyrðir á varaafli. Undir morgun var rafmagnslaust á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Varaalf var ræst og verið er að vinna í að koma rafmagni aftur á. Tvær stórar línur sem liggja inn til höfuðborgarsvæðisins fóru út í gærkvöldi en því fylgdi ekki rafmagnsleysi. Önnur þeirra, Sultartangalína 3 er enn úti en ekki hin, Búrfellslína 3. Talið er líklegt að bilun sé á línunni þar sem hún liggur yfir hálendi og þarf sértækt tæki til að fara á staðinn en tafir verða á því þar sem veður er mjög slæmt á svæðinu. Í tilkynningunni segir að spennuhögg hafi komið á kerfið og því hafi fylgt flökt á ljósum. Skerða hafi þurft flutning til stórnotenda í kjölfarið. Landhelgisgæslan hafi svo flogið í nótt til að skoða línuna en frá hafi þurft að hverfa vegna veðurs. Línan verður skoðuð aftur í dag ef færi gefst. Fram undan eru viðgerðir á eim sjö línum sem enn eru bilaðar eftir nóttina. EKki er vitað hvað þær viðgerðir munu taka langan tíma en ljóst að tjón hleypur á tugum milljóna.
Orkumál Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Töluvert er um að skemmdir hafi orðið á rafdreifikerfi Veitna vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Rafmagnsstaurar hafa víða brotnað, línur slitnað auk þess sem ísing hefur safnast upp á þeim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. 22. febrúar 2022 11:22 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Töluvert er um að skemmdir hafi orðið á rafdreifikerfi Veitna vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Rafmagnsstaurar hafa víða brotnað, línur slitnað auk þess sem ísing hefur safnast upp á þeim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. 22. febrúar 2022 11:22