Ein besta handboltakona heims flytur heim til að vera nær krabbameinsveikri systur sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2022 16:01 Isabelle Gulldén hefur fjórum sinnum verið valin handboltakona ársins í Svíþjóð og var valin besti leikmaður í sögu sænsku úrvalsdeildarinnar. getty/Rafal Rusek Ein þekktasta handboltakona heims og líklega besta handboltakona Svíþjóðar fyrr og síðar, Isabelle Gulldén, gengur í raðir Íslendingaliðsins Lugi eftir tímabilið. Systurnar Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdætur leika með Lugi sem er í 7. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Ásdís Þóra kom til Lugi í sumar en Lilja í byrjun þessa mánaðar. Þær komu báðar frá Val. Gulldén hefur skrifað undir þriggja ára samning við Lugi og kemur til liðsins frá Evrópumeisturum Vipers Kristiansand í Noregi eftir tímabilið. Í viðtali við Aftonbladet greinir Gulldén frá því að hún hafi ákveðið að flytja aftur heim til Svíþjóðar til að geta verið nær yngri systur sinni sem greindist með leghálskrabbamein í byrjun nóvember á síðasta ári. Rebecca Gulldén, sem er tveimur árum yngri en Isabelle, býr í Lundi þar sem Lugi er staðsett. „Þetta er ágengt og hefur dreift sér. Þú veist aldrei hvernig hlutirnir fara. Hún hefur svarað meðferðinni vel hingað til og vonandi heldur það áfram. En þú veist aldrei. Þetta er þungt. Handboltinn skiptir svo litlu máli í svona stöðu,“ sagði Gulldén. Hún hefur um langt árabil verið einn besti leikmaður heims og unnið fjölda titla með félagsliðum sínum, meðal annars Meistaradeild Evrópu með rúmenska liðinu CSM Bucuresti 2016. Þá hefur hún orðið landsmeistari í Svíþjóð, Danmörku, Rúmeníu og Frakklandi. Hin 32 ára Gulldén lagði landsliðskóna á hilluna eftir EM 2020. Hún var í sænska liðinu sem lenti í 2. sæti á EM 2010 og 3. sæti 2014. Hún var valin besti leikmaður EM 2014 og var markahæst á mótinu. Gulldén yfirgaf Sävehof 2011 og hefur ekki leikið í Svíþjóð síðan. Hún snýr því aftur til heimalandsins í sumar eftir ellefu ára fjarveru. Gulldén lék með Viborg í Danmörku á árunum 2011-15, CSM Bucuresti 2015-18, Brest í Frakklandi 2018-21 og hefur verið hjá Vipers Kristiansand síðan í sumar. Sænski handboltinn Svíþjóð Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Systurnar Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdætur leika með Lugi sem er í 7. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Ásdís Þóra kom til Lugi í sumar en Lilja í byrjun þessa mánaðar. Þær komu báðar frá Val. Gulldén hefur skrifað undir þriggja ára samning við Lugi og kemur til liðsins frá Evrópumeisturum Vipers Kristiansand í Noregi eftir tímabilið. Í viðtali við Aftonbladet greinir Gulldén frá því að hún hafi ákveðið að flytja aftur heim til Svíþjóðar til að geta verið nær yngri systur sinni sem greindist með leghálskrabbamein í byrjun nóvember á síðasta ári. Rebecca Gulldén, sem er tveimur árum yngri en Isabelle, býr í Lundi þar sem Lugi er staðsett. „Þetta er ágengt og hefur dreift sér. Þú veist aldrei hvernig hlutirnir fara. Hún hefur svarað meðferðinni vel hingað til og vonandi heldur það áfram. En þú veist aldrei. Þetta er þungt. Handboltinn skiptir svo litlu máli í svona stöðu,“ sagði Gulldén. Hún hefur um langt árabil verið einn besti leikmaður heims og unnið fjölda titla með félagsliðum sínum, meðal annars Meistaradeild Evrópu með rúmenska liðinu CSM Bucuresti 2016. Þá hefur hún orðið landsmeistari í Svíþjóð, Danmörku, Rúmeníu og Frakklandi. Hin 32 ára Gulldén lagði landsliðskóna á hilluna eftir EM 2020. Hún var í sænska liðinu sem lenti í 2. sæti á EM 2010 og 3. sæti 2014. Hún var valin besti leikmaður EM 2014 og var markahæst á mótinu. Gulldén yfirgaf Sävehof 2011 og hefur ekki leikið í Svíþjóð síðan. Hún snýr því aftur til heimalandsins í sumar eftir ellefu ára fjarveru. Gulldén lék með Viborg í Danmörku á árunum 2011-15, CSM Bucuresti 2015-18, Brest í Frakklandi 2018-21 og hefur verið hjá Vipers Kristiansand síðan í sumar.
Sænski handboltinn Svíþjóð Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira