Ólína telur smáa letrið lýsa hrappshætti Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2022 10:03 Ólína lenti í leka vegna asahláku. Í ákvæði heimilistryggingar hennar er svokallað asahlákuákvæði en þó er tjón ekki bætt ef vatn kemur utanfrá. Ólína spyr hvaðan vatn eigi eiginlega að koma nema utanfrá ef asahláka og skýfall orsakar leka? vísir/vilhelm Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir rithöfundur sem búsett er í Reykjavík lenti í leka vegna asahláku og skýfalls. Af því að vatnið kemur að utan segir hún tryggingafélagið Vörð stikkfrí. Hún telur sig og aðra fórnarlambs hins svokallaða smáaleturs. „Jæja - nú reyndi á húseigendatrygginguna hjá Verði. Asahlákuákvæðið … því eins og allir vita hafa veðurskilyrði verið með eindæmum síðustu tvo sólarhringa og nú byrjaði skyndilega mikill leki í íbúðinni hjá okkur,“ segir Ólína á Facebook-síðu sinni. Hún birtir með myndir sem sýna mikinn leka, fötur og bala sem sett hafa verið upp til að reyna að koma í veg fyrir að flæði um allt. En tryggingarnar reynast ekki það haldreipi sem mætti ætla: „En nei, því miður. Tryggingaákvæðið um tjón af völdum „skýfalls og asahláku“ bætir ekki tjón vegna „utanaðkomandi vatns,“ segir Ólína og telur þetta ósvífna blekkingu: „Með öðrum orðum – ákvæðið er merkingarlaust, því hvaðan ætti vatn vegna „asahláku eða skýfalls“ að koma ef ekki að utan? Það ættu að vera sektarákvæði í lögum um blekkingar í tryggingaskilmálum.“ Að neðan má sjá skilmálana hjá Verði eins og þeir birtast á heimasíðu Varðar. Vatnstjón - tryggt Tjón af völdum vatns, gufu eða olíu sem óvænt og skyndilega streymir fram og á upptök sín innan útveggja fasteignar og sökkuls hennar. Tjón af völdum vatns sem vegna óvenjumikils skýfalls eða asahláku nær ekki að streyma í niðurföll og flæðir inn í húsnæði vátryggðs. Tjón vegna óveðurs sem veldur því að hús eða hluti húss rofnar, þar sem vindhraði fer yfir 30 m/sek. Vatnstjón - ekki tryggt Tjón sem orsakast af úrkomu, hvers kyns flóðum, snjóbráð eða regnvatni frá þakrennum, niðurfallsrennum eða svölum. Tjón sem orsakast af langvarandi raka eða vökvasmitun. Tjón sem orsakast af niðurhellingu vökva úr handílátum. Veður Tryggingar Reykjavík Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Jæja - nú reyndi á húseigendatrygginguna hjá Verði. Asahlákuákvæðið … því eins og allir vita hafa veðurskilyrði verið með eindæmum síðustu tvo sólarhringa og nú byrjaði skyndilega mikill leki í íbúðinni hjá okkur,“ segir Ólína á Facebook-síðu sinni. Hún birtir með myndir sem sýna mikinn leka, fötur og bala sem sett hafa verið upp til að reyna að koma í veg fyrir að flæði um allt. En tryggingarnar reynast ekki það haldreipi sem mætti ætla: „En nei, því miður. Tryggingaákvæðið um tjón af völdum „skýfalls og asahláku“ bætir ekki tjón vegna „utanaðkomandi vatns,“ segir Ólína og telur þetta ósvífna blekkingu: „Með öðrum orðum – ákvæðið er merkingarlaust, því hvaðan ætti vatn vegna „asahláku eða skýfalls“ að koma ef ekki að utan? Það ættu að vera sektarákvæði í lögum um blekkingar í tryggingaskilmálum.“ Að neðan má sjá skilmálana hjá Verði eins og þeir birtast á heimasíðu Varðar. Vatnstjón - tryggt Tjón af völdum vatns, gufu eða olíu sem óvænt og skyndilega streymir fram og á upptök sín innan útveggja fasteignar og sökkuls hennar. Tjón af völdum vatns sem vegna óvenjumikils skýfalls eða asahláku nær ekki að streyma í niðurföll og flæðir inn í húsnæði vátryggðs. Tjón vegna óveðurs sem veldur því að hús eða hluti húss rofnar, þar sem vindhraði fer yfir 30 m/sek. Vatnstjón - ekki tryggt Tjón sem orsakast af úrkomu, hvers kyns flóðum, snjóbráð eða regnvatni frá þakrennum, niðurfallsrennum eða svölum. Tjón sem orsakast af langvarandi raka eða vökvasmitun. Tjón sem orsakast af niðurhellingu vökva úr handílátum.
Vatnstjón - tryggt Tjón af völdum vatns, gufu eða olíu sem óvænt og skyndilega streymir fram og á upptök sín innan útveggja fasteignar og sökkuls hennar. Tjón af völdum vatns sem vegna óvenjumikils skýfalls eða asahláku nær ekki að streyma í niðurföll og flæðir inn í húsnæði vátryggðs. Tjón vegna óveðurs sem veldur því að hús eða hluti húss rofnar, þar sem vindhraði fer yfir 30 m/sek. Vatnstjón - ekki tryggt Tjón sem orsakast af úrkomu, hvers kyns flóðum, snjóbráð eða regnvatni frá þakrennum, niðurfallsrennum eða svölum. Tjón sem orsakast af langvarandi raka eða vökvasmitun. Tjón sem orsakast af niðurhellingu vökva úr handílátum.
Veður Tryggingar Reykjavík Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira