Stefnir í að skerða þurfi valþjónustu enn frekar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 13:18 Framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri óttast að skerða þurfi valþjónustu enn frekar vegna manneklu. Vísir/Tryggvi/Aðsend Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri segir að með þessu áframhaldi sé útlit fyrir að skerða þurfi valþjónustu enn frekar. Nú liggja níu sjúklingar inni á sjúkrahúsinu með COVID-19 en af þeim eru þrír þeirra sem eru inniliggjandi beinlínis af völdum sjúkdómsins. Ástandið á sjúkrahúsinu er með eindæmum slæmt með tilliti til mönnunar en erfiðlega hefur reynst að manna grunnþjónustu. „Staðan er mjög þröng núna. Sem dæmi má nefna þá eru 56 starfsmenn núna skráðir í fjarveru vegna COVID-19 sem er þessi tala sem hefur verið undanfarna daga. Þetta er orðið ansi þröngt og erfitt á deildunum að manna grunnþjónustuna. Við höfum þurft að kalla fólk inn á aukavaktir og erum að huga að því hvernig við getum haldið þessu áfram. Hugsanlega þarf að skerða eitthvað meira valþjónustu en undanfarið.“ Sigurður var spurður hvernig honum litist á frekar afléttingar sóttvarnaaðgerða í samfélaginu. „Það er bara mjög erfitt að segja til um það. Þetta er vandasamt mat og spurning hvort við höfum í raun og veru mikla stjórn á faraldrinum úti í samfélaginu. Okkur sýnist smitin vera það mörg á degi hverjum að þær takmarkanir sem eru í gildi nái kannski ekkert að draga verulega úr. Aftur á móti þá er fólk að vinna með sóttvarnir á heilbrigðisstofnunum og það er það sem kemur þá kannski helst í veg fyrir að þetta dreifist hratt á meðal þeirra sem veikari eru fyrir. Hvort það verði hætt með þessa fimm daga einangrun og þá sérstaklega hjá einkennalausum; ég veit ekki hvort það breyti miklu. Smitsjúkdómasérfræðingar og faraldursfræðingar kunna betur að meta það og væntanlega verður sú ákvörðun tekin út frá þeirra þekkingu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Tengdar fréttir Næstu tvær vikur verði mjög erfiðar: „Við höfum ekki fleiri til að leita til“ Hátt í tíu prósent starfsmanna Landspítala eru nú frá vinnu vegna Covid og annarra veikinda. Staðan er því mjög þung á spítalanum um þessar mundir og má gera ráð fyrir að hún verði það áfram næstu vikurnar. Framkvæmdastjóri mannauðs á Landspítala vonar að fjöldi starfsmanna með Covid sé á leiðinni niður. 17. febrúar 2022 16:45 Gætu þurft að kalla starfsfólk úr einangrun svo spítalinn geti starfað Til skoðunar er að stytta eða hreinlega aflétta einangrun heilbrigðisstarfsfólks á næstunni til að leysa mönnunarvanda. Rúmlega þrjú hundruð starfsmenn eru frá vinnu á spítalanum vegna þess að þeir eru í einangrun. 14. febrúar 2022 17:47 Minna á bakvarðasveitina vegna mikilla forfalla Þörf er á fleira heilbrigðisstarfsfólki á skrá í bakvarðasveitina svokölluðu vegna mikilla forfalla starfsfólks heilbrigðisstofnana sem er í einangrun. 9. febrúar 2022 15:40 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Nú liggja níu sjúklingar inni á sjúkrahúsinu með COVID-19 en af þeim eru þrír þeirra sem eru inniliggjandi beinlínis af völdum sjúkdómsins. Ástandið á sjúkrahúsinu er með eindæmum slæmt með tilliti til mönnunar en erfiðlega hefur reynst að manna grunnþjónustu. „Staðan er mjög þröng núna. Sem dæmi má nefna þá eru 56 starfsmenn núna skráðir í fjarveru vegna COVID-19 sem er þessi tala sem hefur verið undanfarna daga. Þetta er orðið ansi þröngt og erfitt á deildunum að manna grunnþjónustuna. Við höfum þurft að kalla fólk inn á aukavaktir og erum að huga að því hvernig við getum haldið þessu áfram. Hugsanlega þarf að skerða eitthvað meira valþjónustu en undanfarið.“ Sigurður var spurður hvernig honum litist á frekar afléttingar sóttvarnaaðgerða í samfélaginu. „Það er bara mjög erfitt að segja til um það. Þetta er vandasamt mat og spurning hvort við höfum í raun og veru mikla stjórn á faraldrinum úti í samfélaginu. Okkur sýnist smitin vera það mörg á degi hverjum að þær takmarkanir sem eru í gildi nái kannski ekkert að draga verulega úr. Aftur á móti þá er fólk að vinna með sóttvarnir á heilbrigðisstofnunum og það er það sem kemur þá kannski helst í veg fyrir að þetta dreifist hratt á meðal þeirra sem veikari eru fyrir. Hvort það verði hætt með þessa fimm daga einangrun og þá sérstaklega hjá einkennalausum; ég veit ekki hvort það breyti miklu. Smitsjúkdómasérfræðingar og faraldursfræðingar kunna betur að meta það og væntanlega verður sú ákvörðun tekin út frá þeirra þekkingu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Tengdar fréttir Næstu tvær vikur verði mjög erfiðar: „Við höfum ekki fleiri til að leita til“ Hátt í tíu prósent starfsmanna Landspítala eru nú frá vinnu vegna Covid og annarra veikinda. Staðan er því mjög þung á spítalanum um þessar mundir og má gera ráð fyrir að hún verði það áfram næstu vikurnar. Framkvæmdastjóri mannauðs á Landspítala vonar að fjöldi starfsmanna með Covid sé á leiðinni niður. 17. febrúar 2022 16:45 Gætu þurft að kalla starfsfólk úr einangrun svo spítalinn geti starfað Til skoðunar er að stytta eða hreinlega aflétta einangrun heilbrigðisstarfsfólks á næstunni til að leysa mönnunarvanda. Rúmlega þrjú hundruð starfsmenn eru frá vinnu á spítalanum vegna þess að þeir eru í einangrun. 14. febrúar 2022 17:47 Minna á bakvarðasveitina vegna mikilla forfalla Þörf er á fleira heilbrigðisstarfsfólki á skrá í bakvarðasveitina svokölluðu vegna mikilla forfalla starfsfólks heilbrigðisstofnana sem er í einangrun. 9. febrúar 2022 15:40 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Næstu tvær vikur verði mjög erfiðar: „Við höfum ekki fleiri til að leita til“ Hátt í tíu prósent starfsmanna Landspítala eru nú frá vinnu vegna Covid og annarra veikinda. Staðan er því mjög þung á spítalanum um þessar mundir og má gera ráð fyrir að hún verði það áfram næstu vikurnar. Framkvæmdastjóri mannauðs á Landspítala vonar að fjöldi starfsmanna með Covid sé á leiðinni niður. 17. febrúar 2022 16:45
Gætu þurft að kalla starfsfólk úr einangrun svo spítalinn geti starfað Til skoðunar er að stytta eða hreinlega aflétta einangrun heilbrigðisstarfsfólks á næstunni til að leysa mönnunarvanda. Rúmlega þrjú hundruð starfsmenn eru frá vinnu á spítalanum vegna þess að þeir eru í einangrun. 14. febrúar 2022 17:47
Minna á bakvarðasveitina vegna mikilla forfalla Þörf er á fleira heilbrigðisstarfsfólki á skrá í bakvarðasveitina svokölluðu vegna mikilla forfalla starfsfólks heilbrigðisstofnana sem er í einangrun. 9. febrúar 2022 15:40