Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 11:55 Svona er viðvaranastaðan á landinu klukkan 21. í kvöld. Veðurstofan Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. Rauðu viðvaranirnar, sem eru þær alvarlegustu í viðvaranakerfi Veðurstofunnar, taka allar gildi klukkan 19 í kvöld, samkvæmt vef Veðurstofunnar. Þær gilda til 22:30 á höfuðborgarsvæðinu, 23 á Suðurlandi og 00:30 á Faxaflóa. „Suðaustan stormur eða rok 20-30 m/s. Innan tímabilsins má gera ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu. Snjórinn getur valdið ófærð á götum. Rigning og leysing getur valdið vatnselg og því þarf að reyna að tryggja að vatn komist í fráveitukerfi og til að forðast vatnstjón. Útlit er fyrir truflanir á samgöngum. Líkur á foktjóni og er fólki ráðlagt að ganga frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum,“ segir á vef Veðurstofunnar um rauðu viðvörunina á höfuðborgarsvæðinu. Því er bætt við fyrir Suðurland og Faxaflóa að ekkert ferðaveður sé meðan viðvörunin gildir. Þetta er í fjórða sinn síðan viðvaranakerfi Veðurstofunnar var tekið upp sem rauðri viðvörun er komið á á landinu og í þriðja sinn sem viðvörunin tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu. Síðast var rauð viðvörun sett á á landinu 7. febrúar. Meiri vindur fyrir norðan en 7. febrúar Suðaustanstormur er í kortunum en hans byrjar fyrst að gæta á sunnan- og vestanverðu landinu síðdegis. Um ellefuleytið í kvöld er allt landið undirlagt viðvörunum en storminum fylgir mikil úrkoma - fyrst snjór en síðar slydda eða rigning. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur segir að búast megi við alveg bálhvössu veðri; allt að 30 metrum á sekúndu á sunnanverðu landinu. Þá hvessir einnig hressilega fyrir norðan í kvöld. „Það er oft talað um, verið að bera saman við veðrið 7. febrúar þá er í rauninni búist við meiri vindi norðan heldur en þá, svona til viðmiðunar og þar er alveg búist við upp undir 28-30 metrum á sekúndu,“ segir Birta. Annar hvellur í fyrramálið Víða er allt á kafi í snjó og því gæti hlánað hressilega í kvöld og nótt, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að það þarf að passa að vatn eigi greiða leið niður í niðurföll en þetta er klassískt vatnsskemmdaveður, að það verði einhver flóð og það verði erfiðleikar vegna þess,“ segir Birta. Í fyrramálið, eftir stutt viðvaranahlé suðvestanlands tekur svo við suðvestanstormur, það kólnar aftur og byrjar aftur að snjóa með éljum. Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói eru þar undir. Ferðaveður verður slæmt og spáð er hárri sjávarstöðu. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Rauðu viðvaranirnar, sem eru þær alvarlegustu í viðvaranakerfi Veðurstofunnar, taka allar gildi klukkan 19 í kvöld, samkvæmt vef Veðurstofunnar. Þær gilda til 22:30 á höfuðborgarsvæðinu, 23 á Suðurlandi og 00:30 á Faxaflóa. „Suðaustan stormur eða rok 20-30 m/s. Innan tímabilsins má gera ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu. Snjórinn getur valdið ófærð á götum. Rigning og leysing getur valdið vatnselg og því þarf að reyna að tryggja að vatn komist í fráveitukerfi og til að forðast vatnstjón. Útlit er fyrir truflanir á samgöngum. Líkur á foktjóni og er fólki ráðlagt að ganga frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum,“ segir á vef Veðurstofunnar um rauðu viðvörunina á höfuðborgarsvæðinu. Því er bætt við fyrir Suðurland og Faxaflóa að ekkert ferðaveður sé meðan viðvörunin gildir. Þetta er í fjórða sinn síðan viðvaranakerfi Veðurstofunnar var tekið upp sem rauðri viðvörun er komið á á landinu og í þriðja sinn sem viðvörunin tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu. Síðast var rauð viðvörun sett á á landinu 7. febrúar. Meiri vindur fyrir norðan en 7. febrúar Suðaustanstormur er í kortunum en hans byrjar fyrst að gæta á sunnan- og vestanverðu landinu síðdegis. Um ellefuleytið í kvöld er allt landið undirlagt viðvörunum en storminum fylgir mikil úrkoma - fyrst snjór en síðar slydda eða rigning. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur segir að búast megi við alveg bálhvössu veðri; allt að 30 metrum á sekúndu á sunnanverðu landinu. Þá hvessir einnig hressilega fyrir norðan í kvöld. „Það er oft talað um, verið að bera saman við veðrið 7. febrúar þá er í rauninni búist við meiri vindi norðan heldur en þá, svona til viðmiðunar og þar er alveg búist við upp undir 28-30 metrum á sekúndu,“ segir Birta. Annar hvellur í fyrramálið Víða er allt á kafi í snjó og því gæti hlánað hressilega í kvöld og nótt, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að það þarf að passa að vatn eigi greiða leið niður í niðurföll en þetta er klassískt vatnsskemmdaveður, að það verði einhver flóð og það verði erfiðleikar vegna þess,“ segir Birta. Í fyrramálið, eftir stutt viðvaranahlé suðvestanlands tekur svo við suðvestanstormur, það kólnar aftur og byrjar aftur að snjóa með éljum. Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói eru þar undir. Ferðaveður verður slæmt og spáð er hárri sjávarstöðu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira