Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 11:55 Svona er viðvaranastaðan á landinu klukkan 21. í kvöld. Veðurstofan Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. Rauðu viðvaranirnar, sem eru þær alvarlegustu í viðvaranakerfi Veðurstofunnar, taka allar gildi klukkan 19 í kvöld, samkvæmt vef Veðurstofunnar. Þær gilda til 22:30 á höfuðborgarsvæðinu, 23 á Suðurlandi og 00:30 á Faxaflóa. „Suðaustan stormur eða rok 20-30 m/s. Innan tímabilsins má gera ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu. Snjórinn getur valdið ófærð á götum. Rigning og leysing getur valdið vatnselg og því þarf að reyna að tryggja að vatn komist í fráveitukerfi og til að forðast vatnstjón. Útlit er fyrir truflanir á samgöngum. Líkur á foktjóni og er fólki ráðlagt að ganga frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum,“ segir á vef Veðurstofunnar um rauðu viðvörunina á höfuðborgarsvæðinu. Því er bætt við fyrir Suðurland og Faxaflóa að ekkert ferðaveður sé meðan viðvörunin gildir. Þetta er í fjórða sinn síðan viðvaranakerfi Veðurstofunnar var tekið upp sem rauðri viðvörun er komið á á landinu og í þriðja sinn sem viðvörunin tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu. Síðast var rauð viðvörun sett á á landinu 7. febrúar. Meiri vindur fyrir norðan en 7. febrúar Suðaustanstormur er í kortunum en hans byrjar fyrst að gæta á sunnan- og vestanverðu landinu síðdegis. Um ellefuleytið í kvöld er allt landið undirlagt viðvörunum en storminum fylgir mikil úrkoma - fyrst snjór en síðar slydda eða rigning. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur segir að búast megi við alveg bálhvössu veðri; allt að 30 metrum á sekúndu á sunnanverðu landinu. Þá hvessir einnig hressilega fyrir norðan í kvöld. „Það er oft talað um, verið að bera saman við veðrið 7. febrúar þá er í rauninni búist við meiri vindi norðan heldur en þá, svona til viðmiðunar og þar er alveg búist við upp undir 28-30 metrum á sekúndu,“ segir Birta. Annar hvellur í fyrramálið Víða er allt á kafi í snjó og því gæti hlánað hressilega í kvöld og nótt, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að það þarf að passa að vatn eigi greiða leið niður í niðurföll en þetta er klassískt vatnsskemmdaveður, að það verði einhver flóð og það verði erfiðleikar vegna þess,“ segir Birta. Í fyrramálið, eftir stutt viðvaranahlé suðvestanlands tekur svo við suðvestanstormur, það kólnar aftur og byrjar aftur að snjóa með éljum. Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói eru þar undir. Ferðaveður verður slæmt og spáð er hárri sjávarstöðu. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Rauðu viðvaranirnar, sem eru þær alvarlegustu í viðvaranakerfi Veðurstofunnar, taka allar gildi klukkan 19 í kvöld, samkvæmt vef Veðurstofunnar. Þær gilda til 22:30 á höfuðborgarsvæðinu, 23 á Suðurlandi og 00:30 á Faxaflóa. „Suðaustan stormur eða rok 20-30 m/s. Innan tímabilsins má gera ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu. Snjórinn getur valdið ófærð á götum. Rigning og leysing getur valdið vatnselg og því þarf að reyna að tryggja að vatn komist í fráveitukerfi og til að forðast vatnstjón. Útlit er fyrir truflanir á samgöngum. Líkur á foktjóni og er fólki ráðlagt að ganga frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum,“ segir á vef Veðurstofunnar um rauðu viðvörunina á höfuðborgarsvæðinu. Því er bætt við fyrir Suðurland og Faxaflóa að ekkert ferðaveður sé meðan viðvörunin gildir. Þetta er í fjórða sinn síðan viðvaranakerfi Veðurstofunnar var tekið upp sem rauðri viðvörun er komið á á landinu og í þriðja sinn sem viðvörunin tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu. Síðast var rauð viðvörun sett á á landinu 7. febrúar. Meiri vindur fyrir norðan en 7. febrúar Suðaustanstormur er í kortunum en hans byrjar fyrst að gæta á sunnan- og vestanverðu landinu síðdegis. Um ellefuleytið í kvöld er allt landið undirlagt viðvörunum en storminum fylgir mikil úrkoma - fyrst snjór en síðar slydda eða rigning. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur segir að búast megi við alveg bálhvössu veðri; allt að 30 metrum á sekúndu á sunnanverðu landinu. Þá hvessir einnig hressilega fyrir norðan í kvöld. „Það er oft talað um, verið að bera saman við veðrið 7. febrúar þá er í rauninni búist við meiri vindi norðan heldur en þá, svona til viðmiðunar og þar er alveg búist við upp undir 28-30 metrum á sekúndu,“ segir Birta. Annar hvellur í fyrramálið Víða er allt á kafi í snjó og því gæti hlánað hressilega í kvöld og nótt, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að það þarf að passa að vatn eigi greiða leið niður í niðurföll en þetta er klassískt vatnsskemmdaveður, að það verði einhver flóð og það verði erfiðleikar vegna þess,“ segir Birta. Í fyrramálið, eftir stutt viðvaranahlé suðvestanlands tekur svo við suðvestanstormur, það kólnar aftur og byrjar aftur að snjóa með éljum. Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói eru þar undir. Ferðaveður verður slæmt og spáð er hárri sjávarstöðu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira