Sérfræðiráðgjöf og minni miðasala kostuðu KSÍ tugi milljóna Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2022 12:01 Færri áhorfendur mættu á landsleiki Íslands en gert var ráð fyrir, bæði vegna samkomutakmarkana og einnig vegna minni áhuga á karlalandsliðinu en áður. vísir/Hulda Margrét Tap var á rekstri Knattspyrnusambands Íslands á síðasta ári sem nemur 24,4 milljónum króna. Áætlanir gera ráð fyrir að vinna það tap upp að miklu leyti á þessu ári. Nokkrar meginástæður eru nefndar fyrir taprekstrinum, í greinargerð KSÍ. Miklu ræður til að mynda hve litlar tekjur voru af miðasölu á landsleikjum, sérstaklega vegna samkomutakmarkana vegna Covid-19 en einnig minni áhuga landsmanna á að sækja leiki. Tekjur af landsleikjum voru 25% lægri en gert var ráð fyrir, eða sem nemur 37 milljónum króna. Þá kemur fram að skrifstofu- og stjórnunarkostnaður hafi farið 16 milljónir fram úr áætlun, eða um 5%, þrátt fyrir að KSÍ hafi nýtt sér endurgreiðsluúrræði Vinnumálastofnunar vegna verkefnafalls. Vanda segir tapið eiga sér eðlilegar skýringar Þar ræður mestu aðkeypt sérfræðiþjónusta á stormasömum tímum um mánaðamótin ágúst-september, þegar á endanum formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér í tengslum við frásagnir af ofbeldismálum landsliðsmanna. Í greinargerð með ársreikningi segir að sérfræðiþjónustan hafi verið í formi almannatengsla- og lögfræðirágjafar, nefndarstarfa, skýrslugerðar og þýðinga. Við það bættist svo kostnaður við að halda sérstakt aukaþing 2. október þar sem nýr formaður og stjórn voru kosin til bráðabirgða. „Þetta var erfitt ár fjárhagslega fyrir KSÍ, eins og svo marga aðra innan íþróttahreyfingarinnar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir formaður í ávarpi í ársskýrslunni. „Tap var á rekstrinum upp á tæpar 25 milljónir króna. Tapið á sér þó eðlilegar skýringar í þeim aðgerðum sem gripið var til í kjölfar ástandsins sem skapaðist í ágúst og september. Til að tapið yrði ekki meira en raun bar vitni var hagrætt á ýmsum sviðum,“ segir Vanda. Gert ráð fyrir að útdeila lægri upphæð til aðildarfélaga í ár Þrátt fyrir það útdeildi KSÍ tæplega 145 milljónum króna til aðildarfélaga sinna, í samræmi við áætlanir. Hagnaður ársins, fyrir þessa ráðstöfun, var því um 120 milljónir króna en áætlanir höfðu gert ráð fyrir 182 milljónum. Í áætlun fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að greiðslur til aðildarfélaga lækki og verði tæpar 118 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að eftir þær greiðslur standi eftir rúmlega 21 milljóna hagnaður. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Nokkrar meginástæður eru nefndar fyrir taprekstrinum, í greinargerð KSÍ. Miklu ræður til að mynda hve litlar tekjur voru af miðasölu á landsleikjum, sérstaklega vegna samkomutakmarkana vegna Covid-19 en einnig minni áhuga landsmanna á að sækja leiki. Tekjur af landsleikjum voru 25% lægri en gert var ráð fyrir, eða sem nemur 37 milljónum króna. Þá kemur fram að skrifstofu- og stjórnunarkostnaður hafi farið 16 milljónir fram úr áætlun, eða um 5%, þrátt fyrir að KSÍ hafi nýtt sér endurgreiðsluúrræði Vinnumálastofnunar vegna verkefnafalls. Vanda segir tapið eiga sér eðlilegar skýringar Þar ræður mestu aðkeypt sérfræðiþjónusta á stormasömum tímum um mánaðamótin ágúst-september, þegar á endanum formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér í tengslum við frásagnir af ofbeldismálum landsliðsmanna. Í greinargerð með ársreikningi segir að sérfræðiþjónustan hafi verið í formi almannatengsla- og lögfræðirágjafar, nefndarstarfa, skýrslugerðar og þýðinga. Við það bættist svo kostnaður við að halda sérstakt aukaþing 2. október þar sem nýr formaður og stjórn voru kosin til bráðabirgða. „Þetta var erfitt ár fjárhagslega fyrir KSÍ, eins og svo marga aðra innan íþróttahreyfingarinnar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir formaður í ávarpi í ársskýrslunni. „Tap var á rekstrinum upp á tæpar 25 milljónir króna. Tapið á sér þó eðlilegar skýringar í þeim aðgerðum sem gripið var til í kjölfar ástandsins sem skapaðist í ágúst og september. Til að tapið yrði ekki meira en raun bar vitni var hagrætt á ýmsum sviðum,“ segir Vanda. Gert ráð fyrir að útdeila lægri upphæð til aðildarfélaga í ár Þrátt fyrir það útdeildi KSÍ tæplega 145 milljónum króna til aðildarfélaga sinna, í samræmi við áætlanir. Hagnaður ársins, fyrir þessa ráðstöfun, var því um 120 milljónir króna en áætlanir höfðu gert ráð fyrir 182 milljónum. Í áætlun fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að greiðslur til aðildarfélaga lækki og verði tæpar 118 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að eftir þær greiðslur standi eftir rúmlega 21 milljóna hagnaður.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti