Appelsínugul veðurviðvörun nær yfir allt landið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2022 15:02 Allt landið er appelsínugult. Veðurstofa Íslands Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið fyrir seinnihluta morgundagsins og fram á þriðjudag. Fyrr í dag náði viðvörunin ekki til Austfjarða en Veðurstofan hefur breytt því. Gul veðurviðvörun var í gildi á öllu landinu frá seinnihluta morgundagsins en liturinn hefur nú verið uppfærður í appelsínugulan fyrir allt landið. Seinnipart morgundagsins eru gular viðvaranir í gildi fyrir allt landið fyrir utan Vestfirði, Norðurland eystra, Austurland og Austfirði. Þegar líða fer á kvöldið taka appelsínugular viðvaranir við á öllu landinu. Reiknað er með suðaustan stormi eða roki, 20-28 m/s. Gera ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu. Snjórinn getur valdið ófærð á götum. Rigning og leysing getur valdið vatnselg og því þarf að reyna að tryggja að vatn komist í fráveitukerfi og til að forðast vatnstjón. Útlit er fyrir truflanir á samgöngum. Líkur á foktjóni og er fólki ráðlagt að ganga frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum að því er segir á vef Veðurstofunnar. Viðvaranirnar teygja sig yfir á þriðjudagsmorgun en detta út ein af annarri eftir því sem líður á daginn. Uppfært: Fréttinni hefur verið breytt eftir að appelsínugul viðvörun var einnig sett í gildi fyrir Austfirði. Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Skafrenningur og þungfært víða Aðstæður fyrir akstur eru víða slæmar og á það sérstaklega við með suðurströndinni þar sem vindur er mestur. Á Suðurlandi eru hálkublettir og skafrenningur á hringveginum. Annars staðar er þó víðast þæfingsfærð, hálka eða hálkublettir. 20. febrúar 2022 13:23 Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008 Veðurviðvaranir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vesturlandi síðan í gær. Í Vestmannaeyjum hefur gríðarlegt fannfergi valdið miklum truflunum á samfélaginu og segjast Eyjamenn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman áratug. 20. febrúar 2022 12:53 Hundruð strandaglópa í Bláa lóninu Um 330 ferðamenn eru strandaglópar í Bláa lóninu vegna lokuna á Grindavíkurvegi. Leiðsögumaður á svæðinu hefur helst áhyggjur af þeim ferðamönnum sem eiga bókað flug eldsnemma í fyrramálið. 19. febrúar 2022 22:23 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Gul veðurviðvörun var í gildi á öllu landinu frá seinnihluta morgundagsins en liturinn hefur nú verið uppfærður í appelsínugulan fyrir allt landið. Seinnipart morgundagsins eru gular viðvaranir í gildi fyrir allt landið fyrir utan Vestfirði, Norðurland eystra, Austurland og Austfirði. Þegar líða fer á kvöldið taka appelsínugular viðvaranir við á öllu landinu. Reiknað er með suðaustan stormi eða roki, 20-28 m/s. Gera ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu. Snjórinn getur valdið ófærð á götum. Rigning og leysing getur valdið vatnselg og því þarf að reyna að tryggja að vatn komist í fráveitukerfi og til að forðast vatnstjón. Útlit er fyrir truflanir á samgöngum. Líkur á foktjóni og er fólki ráðlagt að ganga frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum að því er segir á vef Veðurstofunnar. Viðvaranirnar teygja sig yfir á þriðjudagsmorgun en detta út ein af annarri eftir því sem líður á daginn. Uppfært: Fréttinni hefur verið breytt eftir að appelsínugul viðvörun var einnig sett í gildi fyrir Austfirði.
Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Skafrenningur og þungfært víða Aðstæður fyrir akstur eru víða slæmar og á það sérstaklega við með suðurströndinni þar sem vindur er mestur. Á Suðurlandi eru hálkublettir og skafrenningur á hringveginum. Annars staðar er þó víðast þæfingsfærð, hálka eða hálkublettir. 20. febrúar 2022 13:23 Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008 Veðurviðvaranir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vesturlandi síðan í gær. Í Vestmannaeyjum hefur gríðarlegt fannfergi valdið miklum truflunum á samfélaginu og segjast Eyjamenn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman áratug. 20. febrúar 2022 12:53 Hundruð strandaglópa í Bláa lóninu Um 330 ferðamenn eru strandaglópar í Bláa lóninu vegna lokuna á Grindavíkurvegi. Leiðsögumaður á svæðinu hefur helst áhyggjur af þeim ferðamönnum sem eiga bókað flug eldsnemma í fyrramálið. 19. febrúar 2022 22:23 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Skafrenningur og þungfært víða Aðstæður fyrir akstur eru víða slæmar og á það sérstaklega við með suðurströndinni þar sem vindur er mestur. Á Suðurlandi eru hálkublettir og skafrenningur á hringveginum. Annars staðar er þó víðast þæfingsfærð, hálka eða hálkublettir. 20. febrúar 2022 13:23
Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008 Veðurviðvaranir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vesturlandi síðan í gær. Í Vestmannaeyjum hefur gríðarlegt fannfergi valdið miklum truflunum á samfélaginu og segjast Eyjamenn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman áratug. 20. febrúar 2022 12:53
Hundruð strandaglópa í Bláa lóninu Um 330 ferðamenn eru strandaglópar í Bláa lóninu vegna lokuna á Grindavíkurvegi. Leiðsögumaður á svæðinu hefur helst áhyggjur af þeim ferðamönnum sem eiga bókað flug eldsnemma í fyrramálið. 19. febrúar 2022 22:23