16. umferð CS:GO lokið: Toppliðin enn á toppnum Snorri Rafn Hallsson skrifar 19. febrúar 2022 17:01 16. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk með sigri Vallea á Ármanni. Dusty, Þór og XY unnu einnig sína leiki. Leikir vikunnar Þór – Fylki Umferðin hófst á leik Þórs og Fylkis í Inferno, en ein óvæntustu úrslitin á tímabilinu voru þegar Fylkir vann Þór í framlengingu, 19–15, í 9. umferð deildarinnar. Á þriðjudaginn áttu Fylkismenn þó í erfiðleikum með að fella Þórsara og lentu því langt undir. Þórsarar fóru með öll völd á kortinu í fyrri hálfleik þar sem bæði lið voru árásargjörn. Örlítið líf færðist í Fylkismenn í síðari hálfleik en á bakinu á góðri vörn höfðu Þórsarar betur og unnu öruggan sigur 16–8 Kórdrengir – XY Síðari leikur þriðjudagskvöldsins var svo á milli Kórdrengja og XY. XY hafði tapað síðustu fimm leikjunum á undan en létu það aftra sér frá því að stilla upp þéttri vörn og skapa tækifæri fyrir margfaldarfellur. Sóknarleikur Kórdrengja var ómarkviss og hægur sem skilaði sér í því að útlitið var ekki gott þegar XY voru 10–5 yfir í hálfleik. Kórdrengir voru þó vel viðbúnir í vörninni og sáu við XY mönnum þar. Hvort sem XY sótti hratt eða hægt lásu Kórdrengir leikinn vel og þrátt fyrir að vera skrefinu á eftir allan tímann tókst þeim að koma leiknum í framlengingu. Í framlengingu voru XY hins vegar beittari og stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar, 19–16. Dusty – Saga Á föstudagskvöldið mættust svo Dusty og Saga. Dusty hafði verið í örlitlum vandræðum og tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum. Leikurinn einkenndist af því að liðin skiptust á að tengja fjölmargar lotur saman. Saga hóf leikinn á að vinna fyrstu þrjár loturnar en þá bættu Dusty um betur og unnu átta í röð. Klóraði Saga þá í bakkann og minnkaði muninn í 8–7 og var leikurinn í járnum þegar farið var inn í síðari hálfleikinn. Þar bætti Dusty fimm lotum við strax í upphafi en líkt og fyrir kraftaverk tókst Sögu næstum að jafna. Veiktu þeir sókn Dusty snemma í lotunum og áttu auðvelt með að aftengja sprengjurnar. Um tíma var því tvísýnt hvort framlengingar yrði þörf en Dusty vann leikinn í 30. lotu, 16–14. Ármann – Vallea Lokaleikur umferðarinnar var svo á milli Ármanns og Vallea, liðanna í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Eftir sigur Ármanns á Dusty var hiti í leikmönnum liðsins og fór leikurinn vel af stað fyrir Ármann í sókninni. Vallea tókst að jafna þegar Ármann lenti í vandræðum með þétta vörn Vallea en skiptust liðin svo á lotum þar sem Ármann olli miklum glundroða og tókst að brjótast í gegn. Mátti oft litlu muna á liðunum og sigrarnir oft ansi tæpir. Vallea byggði sér þó upp örlítið forskot undir lok fyrri hálfleiksins og hélt því það sem eftir var. Varnarleikur Ármanns var ekki uppi á marga fiska þar sem Vallea fór hægt og rólega um kortið og tók þá út einn af öðrum. Vallea vann þannig öruggan sigur með skipulögðum og beittum aðgerðum í síðari hálfleik, 16–8. Staðan Að 16. umferð lokinni hefur uppröðun töflunnar ekkert breyst. Dusty er enn sem áður á toppnum, 4 stigum á undan Þór en Vallea hefur fikrað sig nær þeim og er nú 8 stigum á undan Ármanni. Hafa toppliðin þrjú því skilið sig frá öðrum í deildinni þar sem XY og Saga eru enn jöfn í fimmta og sjötta sæti en Fylkir og Kórdrengir reka lestina Næstu leikir Ljósleiðaradeildin heldur áfram í þarnæstu viku og fer 17. umferðin fram dagana 1. og 4. mars. Í millitíðinni opnar leikmannaglugginn og því við því að búast að einhverjar breytingar verði á liðunum á næstunni. Dagskrá 17. umferðar er svona: Saga – Vallea, 1. mars. kl. 20:30. Þór – Ármann, 1. mars. kl. 21:30. XY – Fylkir, 4. mars. kl. 20:30. Kórdrengur – Dusty, 4. mars. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn
Leikir vikunnar Þór – Fylki Umferðin hófst á leik Þórs og Fylkis í Inferno, en ein óvæntustu úrslitin á tímabilinu voru þegar Fylkir vann Þór í framlengingu, 19–15, í 9. umferð deildarinnar. Á þriðjudaginn áttu Fylkismenn þó í erfiðleikum með að fella Þórsara og lentu því langt undir. Þórsarar fóru með öll völd á kortinu í fyrri hálfleik þar sem bæði lið voru árásargjörn. Örlítið líf færðist í Fylkismenn í síðari hálfleik en á bakinu á góðri vörn höfðu Þórsarar betur og unnu öruggan sigur 16–8 Kórdrengir – XY Síðari leikur þriðjudagskvöldsins var svo á milli Kórdrengja og XY. XY hafði tapað síðustu fimm leikjunum á undan en létu það aftra sér frá því að stilla upp þéttri vörn og skapa tækifæri fyrir margfaldarfellur. Sóknarleikur Kórdrengja var ómarkviss og hægur sem skilaði sér í því að útlitið var ekki gott þegar XY voru 10–5 yfir í hálfleik. Kórdrengir voru þó vel viðbúnir í vörninni og sáu við XY mönnum þar. Hvort sem XY sótti hratt eða hægt lásu Kórdrengir leikinn vel og þrátt fyrir að vera skrefinu á eftir allan tímann tókst þeim að koma leiknum í framlengingu. Í framlengingu voru XY hins vegar beittari og stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar, 19–16. Dusty – Saga Á föstudagskvöldið mættust svo Dusty og Saga. Dusty hafði verið í örlitlum vandræðum og tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum. Leikurinn einkenndist af því að liðin skiptust á að tengja fjölmargar lotur saman. Saga hóf leikinn á að vinna fyrstu þrjár loturnar en þá bættu Dusty um betur og unnu átta í röð. Klóraði Saga þá í bakkann og minnkaði muninn í 8–7 og var leikurinn í járnum þegar farið var inn í síðari hálfleikinn. Þar bætti Dusty fimm lotum við strax í upphafi en líkt og fyrir kraftaverk tókst Sögu næstum að jafna. Veiktu þeir sókn Dusty snemma í lotunum og áttu auðvelt með að aftengja sprengjurnar. Um tíma var því tvísýnt hvort framlengingar yrði þörf en Dusty vann leikinn í 30. lotu, 16–14. Ármann – Vallea Lokaleikur umferðarinnar var svo á milli Ármanns og Vallea, liðanna í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Eftir sigur Ármanns á Dusty var hiti í leikmönnum liðsins og fór leikurinn vel af stað fyrir Ármann í sókninni. Vallea tókst að jafna þegar Ármann lenti í vandræðum með þétta vörn Vallea en skiptust liðin svo á lotum þar sem Ármann olli miklum glundroða og tókst að brjótast í gegn. Mátti oft litlu muna á liðunum og sigrarnir oft ansi tæpir. Vallea byggði sér þó upp örlítið forskot undir lok fyrri hálfleiksins og hélt því það sem eftir var. Varnarleikur Ármanns var ekki uppi á marga fiska þar sem Vallea fór hægt og rólega um kortið og tók þá út einn af öðrum. Vallea vann þannig öruggan sigur með skipulögðum og beittum aðgerðum í síðari hálfleik, 16–8. Staðan Að 16. umferð lokinni hefur uppröðun töflunnar ekkert breyst. Dusty er enn sem áður á toppnum, 4 stigum á undan Þór en Vallea hefur fikrað sig nær þeim og er nú 8 stigum á undan Ármanni. Hafa toppliðin þrjú því skilið sig frá öðrum í deildinni þar sem XY og Saga eru enn jöfn í fimmta og sjötta sæti en Fylkir og Kórdrengir reka lestina Næstu leikir Ljósleiðaradeildin heldur áfram í þarnæstu viku og fer 17. umferðin fram dagana 1. og 4. mars. Í millitíðinni opnar leikmannaglugginn og því við því að búast að einhverjar breytingar verði á liðunum á næstunni. Dagskrá 17. umferðar er svona: Saga – Vallea, 1. mars. kl. 20:30. Þór – Ármann, 1. mars. kl. 21:30. XY – Fylkir, 4. mars. kl. 20:30. Kórdrengur – Dusty, 4. mars. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn