Rússar gagnrýna stuðningsyfirlýsingu Guðna forseta Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2022 18:06 Guðni Th. forseti Íslands bað Rússa að virða sjálfstæði Úkraínu í gær. Vísir/Vilhelm Rússneska sendiráðið á Íslandi segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með stuðningsyfirlýsingu forseta Íslands. Forseti lýsti yfir stuðningi við Úkraínu í gær og bað Rússa um að draga úr viðbúnaði við landamæri landsins. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendi Vólódómír Selenskí forseta Úkraínu kveðju á Twitter-síðu sinni í gær. Þar minnti hann á að Íslendingar væru aðilar að Atlantshafsbandalaginu og kvað þjóðina standa með ríkjum bandalagsins, sem hafa ítrekað beðið Rússa um að draga úr hernaðaruppbyggingu við landamæri Úkraínu. Úkraínuforseti þakkaði Guðna fyrir stuðninginn örfáum klukkustundum síðar. Hann kvað sterka stöðu Úkraínu og samheldni ríkja vera lykilinn að friði og öryggi þjóða í Evrópu. I am grateful to the President of Iceland @PresidentISL for his words of support and unity with 🇺🇦! Strong Ukraine and solidarity of international partners is the key to peace and security in Europe. 🇺🇦🤝🇮🇸 #StrongerTogether— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 16, 2022 Þessu virðast Rússar ekki hafa tekið vel ef marka má færslu á Facebook-síðu rússneska sendiráðsins á Íslandi. Þar lýsa þeir yfir vonbrigðum með Guðna og sögðu að um væri að ræða einhliða og hlutdræga nálgun á málefninu. Rússar segja að Vesturveldin hafi ekki fylgt samþykktum Minsk-sáttmálans, sem undirritaður var af Sameinuðu þjóðunum árið 2015, sem miðaði að því að leysa ágreining á landamærum Úkraínu og með því aukið spennu. Vesturveldin hafi ítrekað sent herþotur og vopn til landsins á þessu ári. Mikil spenna hefur verið á landamærum Rússlands og Úkraínu síðustu vikur. Þeir fyrrnefndu eru taldir hafa komið fyrir um 150 þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu auk vopna og hernaðargagna. Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir að líklegt sé að Rússar hyggist ráðast inn í Úkraínu, jafnvel á næstu dögum, en Rússar hafa vísað ásökunum á bug. Ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur krafist þess að Úkraínu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla framtíð og að NATO fjarlægi alla hermenn og vopn úr Austur-Evrópu. Þeim kröfum hefur NATO hins vegar hafnað á þeim grundvelli að þær fari gegn grunngildum NATO um sjálfsákvörðunarrétt ríkja. Úkraína Forseti Íslands Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segja engin merki um að Rússar séu að draga sig til baka Háttsettur bandarískur embættismaður segir að fullyrðingar Rússa um að þeir hafi fækkað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu séu rangar. 17. febrúar 2022 07:25 Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05 „Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendi Vólódómír Selenskí forseta Úkraínu kveðju á Twitter-síðu sinni í gær. Þar minnti hann á að Íslendingar væru aðilar að Atlantshafsbandalaginu og kvað þjóðina standa með ríkjum bandalagsins, sem hafa ítrekað beðið Rússa um að draga úr hernaðaruppbyggingu við landamæri Úkraínu. Úkraínuforseti þakkaði Guðna fyrir stuðninginn örfáum klukkustundum síðar. Hann kvað sterka stöðu Úkraínu og samheldni ríkja vera lykilinn að friði og öryggi þjóða í Evrópu. I am grateful to the President of Iceland @PresidentISL for his words of support and unity with 🇺🇦! Strong Ukraine and solidarity of international partners is the key to peace and security in Europe. 🇺🇦🤝🇮🇸 #StrongerTogether— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 16, 2022 Þessu virðast Rússar ekki hafa tekið vel ef marka má færslu á Facebook-síðu rússneska sendiráðsins á Íslandi. Þar lýsa þeir yfir vonbrigðum með Guðna og sögðu að um væri að ræða einhliða og hlutdræga nálgun á málefninu. Rússar segja að Vesturveldin hafi ekki fylgt samþykktum Minsk-sáttmálans, sem undirritaður var af Sameinuðu þjóðunum árið 2015, sem miðaði að því að leysa ágreining á landamærum Úkraínu og með því aukið spennu. Vesturveldin hafi ítrekað sent herþotur og vopn til landsins á þessu ári. Mikil spenna hefur verið á landamærum Rússlands og Úkraínu síðustu vikur. Þeir fyrrnefndu eru taldir hafa komið fyrir um 150 þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu auk vopna og hernaðargagna. Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir að líklegt sé að Rússar hyggist ráðast inn í Úkraínu, jafnvel á næstu dögum, en Rússar hafa vísað ásökunum á bug. Ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur krafist þess að Úkraínu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla framtíð og að NATO fjarlægi alla hermenn og vopn úr Austur-Evrópu. Þeim kröfum hefur NATO hins vegar hafnað á þeim grundvelli að þær fari gegn grunngildum NATO um sjálfsákvörðunarrétt ríkja.
Úkraína Forseti Íslands Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segja engin merki um að Rússar séu að draga sig til baka Háttsettur bandarískur embættismaður segir að fullyrðingar Rússa um að þeir hafi fækkað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu séu rangar. 17. febrúar 2022 07:25 Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05 „Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Segja engin merki um að Rússar séu að draga sig til baka Háttsettur bandarískur embættismaður segir að fullyrðingar Rússa um að þeir hafi fækkað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu séu rangar. 17. febrúar 2022 07:25
Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05
„Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31