„Ef fólk er veikt þá er það veikt og verður heima - annað er bara út í Hróa Hött“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 16. febrúar 2022 21:12 Vísir/Egill Forstjóri Hrafnistu segir að nauðsynlegt geti verið að kalla Covid smitað, einkennalaust heilbrigðisstarfsfólk til vinnu vegna mönnunvarvanda. Forstjórinn leggur áherslu á að veikir starfsmenn verði að sjálfsögðu ekki kallað til vinnu enda veikindaréttur starfsfólks tryggður. María Fjóla Harðardóttir forstjóri hjúkrunarheimila Hrafnistu segist vel finna fyrir ástandinu. Smitaðir heimilismenn beri sig blessunarlega almennt vel en mönnunarvandi setji strik í reikninginn. „Við finnum fyrir því að róðurinn er að þyngjast dag frá degi og frekar hratt. Heimilin okkar eru að missa mikið út starfsfólk í veikindi og íbúar eru að veikjast – eða smitast, þeir eru ekki mikið að veikjast sem betur fer og sama gildir um starfsfólkið þó það sé að smitast af Covid,“ segir María Fjóla. „Þetta er rosalega þéttur hópur sem þjappar sér saman þegar á reynir og hefur sýnt það síðastliðin tvö ár þrátt fyrir mikið álag. Það er ástæða fyrir árangri hjúkrunarheimila sem þau hafa sýnt í þessum heimsfaraldri; það er starfsfólkið og stjórnendur.“ María Fjóla segir nauðsynlegt að geta gripið til úrræðisins þegar þau sjái fram á að ná jafnvel ekki að manna hjúkrunarheimilin. „Eins og áður höfum við staðið frammi fyrir því að vera að velja á milli tveggja niðurstaðna eða tveggja valmöguleika: annars vegar að hafa heimilið ómannað eða hafa það mannað. Og þá að sjálfsögðu er þá betra að hafa það mannað en geta tryggt öryggi með sóttvörnum og öðru,“ segir María Fjóla. Aðspurð tekur hún undir áhyggjur Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og ítrekar að veikindaréttur heilbrigðisstarfsfólks verði ekki brotinn. Við sé átt að fólk mæti einkennalaust í vinnu en þeir sem veikir séu fái sinn lögbundna rétt. „Að sjálfsögðu virðum við veikindaréttinn, þetta er mikilvægur réttur, og við virðum hann. Við virðum líka siðareglur hjúkrunarfræðinga en við erum að tala um að kalla inn mögulega einstaklinga sem ekki eru veikir. Ef fólk er veikt, þá er það veikt og verður heima. Annað er bara út í Hróa Hött,“ segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
María Fjóla Harðardóttir forstjóri hjúkrunarheimila Hrafnistu segist vel finna fyrir ástandinu. Smitaðir heimilismenn beri sig blessunarlega almennt vel en mönnunarvandi setji strik í reikninginn. „Við finnum fyrir því að róðurinn er að þyngjast dag frá degi og frekar hratt. Heimilin okkar eru að missa mikið út starfsfólk í veikindi og íbúar eru að veikjast – eða smitast, þeir eru ekki mikið að veikjast sem betur fer og sama gildir um starfsfólkið þó það sé að smitast af Covid,“ segir María Fjóla. „Þetta er rosalega þéttur hópur sem þjappar sér saman þegar á reynir og hefur sýnt það síðastliðin tvö ár þrátt fyrir mikið álag. Það er ástæða fyrir árangri hjúkrunarheimila sem þau hafa sýnt í þessum heimsfaraldri; það er starfsfólkið og stjórnendur.“ María Fjóla segir nauðsynlegt að geta gripið til úrræðisins þegar þau sjái fram á að ná jafnvel ekki að manna hjúkrunarheimilin. „Eins og áður höfum við staðið frammi fyrir því að vera að velja á milli tveggja niðurstaðna eða tveggja valmöguleika: annars vegar að hafa heimilið ómannað eða hafa það mannað. Og þá að sjálfsögðu er þá betra að hafa það mannað en geta tryggt öryggi með sóttvörnum og öðru,“ segir María Fjóla. Aðspurð tekur hún undir áhyggjur Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og ítrekar að veikindaréttur heilbrigðisstarfsfólks verði ekki brotinn. Við sé átt að fólk mæti einkennalaust í vinnu en þeir sem veikir séu fái sinn lögbundna rétt. „Að sjálfsögðu virðum við veikindaréttinn, þetta er mikilvægur réttur, og við virðum hann. Við virðum líka siðareglur hjúkrunarfræðinga en við erum að tala um að kalla inn mögulega einstaklinga sem ekki eru veikir. Ef fólk er veikt, þá er það veikt og verður heima. Annað er bara út í Hróa Hött,“ segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira