Patrekur: Það er ömurlegt að tapa, það breytist ekki Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 16. febrúar 2022 20:19 Patrekur Jóhannesson. vísir/hulda margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur yfir að hans lið sé fallið úr leik í bikarkeppninni í handbolta. „Það er ömurlegt að tapa. Það breytist ekki. Þetta var svipað og í leiknum fyrir norðan, við vorum fínir í fyrri hálfleik. Markvarslan góð og við vorum að fá færi. Við áttum klárlega að vera fjórum eða fimm mörkum yfir í hálfleik og við nýttum í raun bara helminginn af dauðafærunum. Síðan í seinni hálfleik kemst KA yfir og markvarslan hjá okkur verður þar með engin. Varnarleikurinn verður þannig séð bara bland. Við gefum kannski eftir en þeir voru til dæmis að skora úr hornafærunum meðan við vorum kannski ekki að fá úr báðum hornunum. Við förum bara illa með þetta, þeir voru að segja mér að við höfum verið að klikka á 23 skotum. Og það er bara ástæðan fyrir því að við getum sjálfum okkur um kennt um hvernig fór.“ Sagði Patrekur eftir leikinn. Arnór Freyr Stefánsson átti frábæran fyrri hálfleik en í honum varði hann ellefu skot sem skilaði 50% markvörslu. „Hann var alveg frábær hann Arnór (Freyr Stefánsson). Hann er yfirleitt búinn að vera góður í leikjunum hjá okkur. Hann var aðeins frá í undirbúningnum síðasta sumar því hann var í aðgerð. Hann þarf að ná lengra og það kemur.“ Stjarnan var með tveggja marka forystu í hálfleik og tók það KA ekki nema fimm mínútur að jafna. KA komust svo yfir í fyrsta skipti í leiknum á 36. mínútu og þá var ekki aftur snúið. „Það sem vantaði í seinni hálfleik var að skora úr þessum aragrúa af dauðafærum. Síðan er það líka að þó svo að KA komi nálægt okkur eða einu yfir þá verða menn bara að vera rólegir. Þessir leikmenn hjá mér hafa yfirleitt verið með gott sjálfstraust en við þurfum aðeins að fara yfir það. Núna er bikarinn bara búinn og þá er það bara deildarkeppnin. Við erum í harðri baráttu þar fyrir úrslitakeppnina og við þurfum bara að gera betur. Ég óska KA bara til hamingju því þeir gerðu vel úr sínu. En við þurfum bara að lýta í eigin barm og fara yfir það sem fór illa í dag,“ sagði Patrekur að lokum. Íslenski handboltinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
„Það er ömurlegt að tapa. Það breytist ekki. Þetta var svipað og í leiknum fyrir norðan, við vorum fínir í fyrri hálfleik. Markvarslan góð og við vorum að fá færi. Við áttum klárlega að vera fjórum eða fimm mörkum yfir í hálfleik og við nýttum í raun bara helminginn af dauðafærunum. Síðan í seinni hálfleik kemst KA yfir og markvarslan hjá okkur verður þar með engin. Varnarleikurinn verður þannig séð bara bland. Við gefum kannski eftir en þeir voru til dæmis að skora úr hornafærunum meðan við vorum kannski ekki að fá úr báðum hornunum. Við förum bara illa með þetta, þeir voru að segja mér að við höfum verið að klikka á 23 skotum. Og það er bara ástæðan fyrir því að við getum sjálfum okkur um kennt um hvernig fór.“ Sagði Patrekur eftir leikinn. Arnór Freyr Stefánsson átti frábæran fyrri hálfleik en í honum varði hann ellefu skot sem skilaði 50% markvörslu. „Hann var alveg frábær hann Arnór (Freyr Stefánsson). Hann er yfirleitt búinn að vera góður í leikjunum hjá okkur. Hann var aðeins frá í undirbúningnum síðasta sumar því hann var í aðgerð. Hann þarf að ná lengra og það kemur.“ Stjarnan var með tveggja marka forystu í hálfleik og tók það KA ekki nema fimm mínútur að jafna. KA komust svo yfir í fyrsta skipti í leiknum á 36. mínútu og þá var ekki aftur snúið. „Það sem vantaði í seinni hálfleik var að skora úr þessum aragrúa af dauðafærum. Síðan er það líka að þó svo að KA komi nálægt okkur eða einu yfir þá verða menn bara að vera rólegir. Þessir leikmenn hjá mér hafa yfirleitt verið með gott sjálfstraust en við þurfum aðeins að fara yfir það. Núna er bikarinn bara búinn og þá er það bara deildarkeppnin. Við erum í harðri baráttu þar fyrir úrslitakeppnina og við þurfum bara að gera betur. Ég óska KA bara til hamingju því þeir gerðu vel úr sínu. En við þurfum bara að lýta í eigin barm og fara yfir það sem fór illa í dag,“ sagði Patrekur að lokum.
Íslenski handboltinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00