Sigurvegari úkraínsku söngvakeppninnar fer ekki í Eurovision Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. febrúar 2022 19:58 Alisha Pash segist hafa beðið í átta ár eftir því að fá að taka þátt í Eurovision fyrir hönd Úkraínu. Getty Images Úkraínska ríkisútvarpið UA:PBC hefur hætt við að senda hina 28 ára gömlu Alinu Pash í Eurovision fyrir hönd Úkraínu. Söngkonan ferðaðist til Krímsskaga fyrir tæpum sjö árum síðan og ríkisútvarpið hafði ferðalagið sérstaklega til skoðunar. Pash sigraði Vidbir, innlendu söngvakeppnina í Úkraínu fyrr á árinu, með laginu Shadows of Forgotten Ancestors. Ríkisútvarpið hafði ekki gert endanlegan samning við söngkonuna um þátttöku hennar í keppninni en nýlega bárust fregnir af ferðum hennar til Krímsskaga árið 2015. Rússar náði yfirráðum Krímsskaga árið 2014 og strangar ferðatakmarkanir til landshlutans eru í gildi. Úkraínumenn mega einungis heimsækja landshlutann í gegnum sérstakar eftirlitsstöðvar og ólöglegt er að fara til Krímsskaga í gegnum Rússland. Þá hefur spennan verið mikil á landamærum Rússlands og Úkraínu undanfarnar viku og óttast er að Rússar muni jafnvel ráðast inn í landið á næstu dögum. Rússar hafa komið upp miklum herafla og aukið viðbúnað sinn á landamærum Úkraínu síðasta mánuðinn. Samkvæmt frétt Breska ríkisútvarpsins hefur söngkonan afhent ríkisútvarpinu gögn sem eiga að sýna fram á réttmæti ferðar hennar til Krímsskaga. Gögnin virðast ekki hafa þótt fullnægjandi enda hefur nú verið tilkynnt á vef Eurovision.tv að söngkonan fari ekki til Ítalíu á Eurovisionkeppnina í maí næstkomandi. Eurovision Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. 16. febrúar 2022 07:00 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Pash sigraði Vidbir, innlendu söngvakeppnina í Úkraínu fyrr á árinu, með laginu Shadows of Forgotten Ancestors. Ríkisútvarpið hafði ekki gert endanlegan samning við söngkonuna um þátttöku hennar í keppninni en nýlega bárust fregnir af ferðum hennar til Krímsskaga árið 2015. Rússar náði yfirráðum Krímsskaga árið 2014 og strangar ferðatakmarkanir til landshlutans eru í gildi. Úkraínumenn mega einungis heimsækja landshlutann í gegnum sérstakar eftirlitsstöðvar og ólöglegt er að fara til Krímsskaga í gegnum Rússland. Þá hefur spennan verið mikil á landamærum Rússlands og Úkraínu undanfarnar viku og óttast er að Rússar muni jafnvel ráðast inn í landið á næstu dögum. Rússar hafa komið upp miklum herafla og aukið viðbúnað sinn á landamærum Úkraínu síðasta mánuðinn. Samkvæmt frétt Breska ríkisútvarpsins hefur söngkonan afhent ríkisútvarpinu gögn sem eiga að sýna fram á réttmæti ferðar hennar til Krímsskaga. Gögnin virðast ekki hafa þótt fullnægjandi enda hefur nú verið tilkynnt á vef Eurovision.tv að söngkonan fari ekki til Ítalíu á Eurovisionkeppnina í maí næstkomandi.
Eurovision Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. 16. febrúar 2022 07:00 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. 16. febrúar 2022 07:00