Heiðar Örn ráðinn fréttastjóri RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2022 17:30 Heiðar Örn Sigurfinnsson er nýr fréttastjóri RÚV. RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson hefur verið ráðinn fréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Hann tekur við starfinu af Rakel Þorbergsdóttir sem sagði upp störfum í nóvember. Fimm karlmenn sóttu um starfið en einn dró umsókn sína til baka. Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður á RÚV og Þór Jónsson, sviðsstjóri og fyrrverandi varafréttastjóri NFS voru umsækjendur. Matthías Már Magnússon var ráðinn í starf dagskrárstjóra Rásar 2. Störfin voru auglýst um miðjan janúar og annaðist Hagvangur ráðningarferlið sem var vandað og ítarlegt, að því er segir í tilkynningu. Heiðar Örn og Matthías Már hafa báðir starfað hjá Ríkisútvarpinu í vel á annan áratug. Baldvin Þór Bergsson var dagskrárstjóri Rásar 2 en hann var ráðinn ritstjóri nýs Kastljóss í desember. Auk Matthíasar Más sóttu fimm til viðbótar um starfið. Þau Ágúst Héðinsson, verkefnastjóri, Guðmundur Gunnarsson breytingastjóri, Jóna Valborg Árnadóttir sérfræðingur og Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri. Varafréttastjóri frá 2017 Heiðar Örn Sigurfinnsson lauk BA-námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2003 og MA-námi í alþjóðasamskiptum frá University of Nottingham í Bretlandi 2004. Hann var ráðinn fréttamaður á fréttastofu RÚV árið 2005 og var þingfréttaritari 2007-2009. Á árunum 2009 til 2018 var hann vakstjóri á fréttastofunni með daglega stjórnun á fréttavakt, ritstjórn og skipulagning fréttavinnslu. Þá var hann um sex ára skeið kosningaritstjóri fréttastofu og fór með skipulag, umsjón og ábyrgð á kosningaumfjöllun RÚV í aðdraganda kosninga. Heiðar Örn hefur frá árinu 2013 lesið fréttir í sjónvarpi. Hann varð varafréttastjóri árið 2017. Í því starfi er meðal annars fólgin ritstjórn og mótun fréttaáherslna fyrir alla miðla í samstarfi við vaktstjóra fréttastofunnar auk daglegs reksturs og mönnunar fréttastofu, áætlanagerð og stefnumótun. Í tilkynningunni segir að hlutverk fréttastjóra verði að leiða fréttastofu Ríkisútvarpsins og bera ábyrgð á fréttaflutningi í sjónvarpi, útvarpi og á vef. Leitað hafi verið að stjórnanda með yfirgripsmikla þekkingu af blaða- og fréttamennsku, góða samskipta- og samstarfsfærni og hæfni til að leiða árangursríka teymisvinnu auk annarra hæfniskrafna. Í ráðningarferlinu hafi verið staðfest að Heiðar Örn uppfyllir afar vel þessar kröfur sem og aðrar kröfur sem gerðar séu til starfsins. Matthías Már Magnússon starfaði áður hjá X-inu 977.Aðsend Á Rás 2 frá 2008 Matthías Már Magnússon lauk framhaldsnámi í framleiðslu útvarpsefnis frá Bournemouth University í Bretlandi árið 2007 og leggur nú stund á MLM-nám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst. Hann hóf að vinna við dagskrárgerð og dagskrárstjórnun í útvarpi 2002 á XFM og síðar X-inu 977 hjá 365. Hann hefur verið dagskrárgerðarmaður á Rás 2 frá 2008, þar á meðal í Popplandi. Frá 2015 hefur Matthías Már verið tónlistarstjóri og aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2. Í því starfi hefur hann annast ýmislegt sem snýr að rekstri Rásar 2, svo sem skipulagningu dagskrár, þjálfun dagskrárgerðarfólks og erlend og innlend samskipti. Auk þess hefur hann sinnt dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp. Í tilkynningu RÚV segir að hlutverk dagskrárstjóra Rásar 2 sé að leiða Rás 2 og bera ábyrgð á ritstjórn og dagskrárgerð rásarinnar. Leitað hafi verið að stjórnanda með reynslu og þekkingu á dagskrárgerð og góða samskipta- og samstarfshæfni og hæfni til að leiða árangursríka samvinnu auk annarra hæfniskrafna. Í ráðningarferlinu hafi verið staðfest að Matthías Már uppfylli afar vel þessar kröfur sem og aðrar kröfur sem gerðar séu til starfsins. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Vistaskipti Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Fimm karlmenn sóttu um starfið en einn dró umsókn sína til baka. Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður á RÚV og Þór Jónsson, sviðsstjóri og fyrrverandi varafréttastjóri NFS voru umsækjendur. Matthías Már Magnússon var ráðinn í starf dagskrárstjóra Rásar 2. Störfin voru auglýst um miðjan janúar og annaðist Hagvangur ráðningarferlið sem var vandað og ítarlegt, að því er segir í tilkynningu. Heiðar Örn og Matthías Már hafa báðir starfað hjá Ríkisútvarpinu í vel á annan áratug. Baldvin Þór Bergsson var dagskrárstjóri Rásar 2 en hann var ráðinn ritstjóri nýs Kastljóss í desember. Auk Matthíasar Más sóttu fimm til viðbótar um starfið. Þau Ágúst Héðinsson, verkefnastjóri, Guðmundur Gunnarsson breytingastjóri, Jóna Valborg Árnadóttir sérfræðingur og Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri. Varafréttastjóri frá 2017 Heiðar Örn Sigurfinnsson lauk BA-námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2003 og MA-námi í alþjóðasamskiptum frá University of Nottingham í Bretlandi 2004. Hann var ráðinn fréttamaður á fréttastofu RÚV árið 2005 og var þingfréttaritari 2007-2009. Á árunum 2009 til 2018 var hann vakstjóri á fréttastofunni með daglega stjórnun á fréttavakt, ritstjórn og skipulagning fréttavinnslu. Þá var hann um sex ára skeið kosningaritstjóri fréttastofu og fór með skipulag, umsjón og ábyrgð á kosningaumfjöllun RÚV í aðdraganda kosninga. Heiðar Örn hefur frá árinu 2013 lesið fréttir í sjónvarpi. Hann varð varafréttastjóri árið 2017. Í því starfi er meðal annars fólgin ritstjórn og mótun fréttaáherslna fyrir alla miðla í samstarfi við vaktstjóra fréttastofunnar auk daglegs reksturs og mönnunar fréttastofu, áætlanagerð og stefnumótun. Í tilkynningunni segir að hlutverk fréttastjóra verði að leiða fréttastofu Ríkisútvarpsins og bera ábyrgð á fréttaflutningi í sjónvarpi, útvarpi og á vef. Leitað hafi verið að stjórnanda með yfirgripsmikla þekkingu af blaða- og fréttamennsku, góða samskipta- og samstarfsfærni og hæfni til að leiða árangursríka teymisvinnu auk annarra hæfniskrafna. Í ráðningarferlinu hafi verið staðfest að Heiðar Örn uppfyllir afar vel þessar kröfur sem og aðrar kröfur sem gerðar séu til starfsins. Matthías Már Magnússon starfaði áður hjá X-inu 977.Aðsend Á Rás 2 frá 2008 Matthías Már Magnússon lauk framhaldsnámi í framleiðslu útvarpsefnis frá Bournemouth University í Bretlandi árið 2007 og leggur nú stund á MLM-nám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst. Hann hóf að vinna við dagskrárgerð og dagskrárstjórnun í útvarpi 2002 á XFM og síðar X-inu 977 hjá 365. Hann hefur verið dagskrárgerðarmaður á Rás 2 frá 2008, þar á meðal í Popplandi. Frá 2015 hefur Matthías Már verið tónlistarstjóri og aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2. Í því starfi hefur hann annast ýmislegt sem snýr að rekstri Rásar 2, svo sem skipulagningu dagskrár, þjálfun dagskrárgerðarfólks og erlend og innlend samskipti. Auk þess hefur hann sinnt dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp. Í tilkynningu RÚV segir að hlutverk dagskrárstjóra Rásar 2 sé að leiða Rás 2 og bera ábyrgð á ritstjórn og dagskrárgerð rásarinnar. Leitað hafi verið að stjórnanda með reynslu og þekkingu á dagskrárgerð og góða samskipta- og samstarfshæfni og hæfni til að leiða árangursríka samvinnu auk annarra hæfniskrafna. Í ráðningarferlinu hafi verið staðfest að Matthías Már uppfylli afar vel þessar kröfur sem og aðrar kröfur sem gerðar séu til starfsins.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Vistaskipti Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira